Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Aron Guðmundsson skrifar 19. desember 2025 14:46 Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, minnist Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands, með hlýju. Vísir/Anton Brink Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lést í gær, 72 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ syrgir góðan félaga sem átti magnaðan þjálfaraferil en var fyrst og fremst góð manneskja. Innan við mánuður er síðan að greint var frá því að Hareide hefði greinst með krabbamein í heila og í gær sagði sonur hans, Bendik, frá því að Åge væri látinn. Hann hefði sofnað svefninum langa umvafinn sínum nánustu. Åge átti farsælan feril sem leikmaður sem landsliðs- og atvinnumaður en sem þjálfari átti hann eftir að ná enn eftirtektarverðir árangri þar sem að hann vann landstitla hjá stórliðum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þá stýrði hann landsliði Noregs og kom danska landsliðinu í tvígang á stórmót. Síðasta starf Åge á ferlinum var sem landsliðsþjálfari Íslands og þar hitti hann fyrir Jörund Áka, yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ, sem segir það sorgartíðindi að Åge sé nú fallinn frá. Klippa: Syrgir góðan félaga í Åge Hareide „Åge er stór persónuleiki sem kom hér inn í smá ólgusjó og gerði margt mjög gott. Við bara vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð,“ segir Jörundur Áki í samtali við íþróttadeild Sýnar. Jörundur var strax á þeirri skoðun eftir sinn fyrsta fund með Åge á Skírdag árið 2023 í Osló að hann ætti að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. Åge átti eftir að setja sitt mark á liðið en tók við á krefjandi tímapunkti, hann fór í vinnu við að endurnýja hópinn að hluta til og að veita yngri leikmönnum meiri séns, þar með talið núverandi landsliðsfyrirliðanum Orra Steini Óskarssyni. Jörundur og Age ræða saman í einu af landsliðsverkefnum Norðmannsins með íslenska landsliðiðVísir/Getty Ísland var nálægt því að komast á Evrópumót undir stjórn Åge en tap í úrslitaleik umspils Þjóðadeildarinnar gegn Úkraínu sá til þess að það varð ekki raunin. „Hann var bara ótrúlega flottur, auðmjúkur, kraftmikill, orkumikill, skapstór en yndisleg manneskja. Hann hafði einhvern veginn bara allan pakkann. Með gríðarlega ástríðu fyrir fótbolta en samt sem áður var hann líka auðmjúkur, mjúkur maður og tilfinningamikill. Það skipti hann máli að öllum í kringum hann liði vel, hann var fyrst og fremst bara frábær manneskja.“ Jörundur og Åge ræddu oft saman eftir að Norðmaðurinn lét af störfum sem landsliðsþjálfari Íslands. „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn því Åge hafði hug á því að gera svo margt skemmtilegt núna þegar hann var hættur að þjálfa. Hann var búinn að bjóða okkur í heimsókn, við vorum alltaf á leiðinni til hans en svona er bara lífið. Við höldum áfram. Höldum nafni hans á lofti hér.“ Farið verður nánar yfir feril Åge Hareide í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld og rætt við Jörund Áka sem og fyrrverandi aðstoðarþjálfara Åge hjá íslenska landsliðinu, Davíð Snorra Jónasson. Landslið karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Innan við mánuður er síðan að greint var frá því að Hareide hefði greinst með krabbamein í heila og í gær sagði sonur hans, Bendik, frá því að Åge væri látinn. Hann hefði sofnað svefninum langa umvafinn sínum nánustu. Åge átti farsælan feril sem leikmaður sem landsliðs- og atvinnumaður en sem þjálfari átti hann eftir að ná enn eftirtektarverðir árangri þar sem að hann vann landstitla hjá stórliðum í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þá stýrði hann landsliði Noregs og kom danska landsliðinu í tvígang á stórmót. Síðasta starf Åge á ferlinum var sem landsliðsþjálfari Íslands og þar hitti hann fyrir Jörund Áka, yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ, sem segir það sorgartíðindi að Åge sé nú fallinn frá. Klippa: Syrgir góðan félaga í Åge Hareide „Åge er stór persónuleiki sem kom hér inn í smá ólgusjó og gerði margt mjög gott. Við bara vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð,“ segir Jörundur Áki í samtali við íþróttadeild Sýnar. Jörundur var strax á þeirri skoðun eftir sinn fyrsta fund með Åge á Skírdag árið 2023 í Osló að hann ætti að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. Åge átti eftir að setja sitt mark á liðið en tók við á krefjandi tímapunkti, hann fór í vinnu við að endurnýja hópinn að hluta til og að veita yngri leikmönnum meiri séns, þar með talið núverandi landsliðsfyrirliðanum Orra Steini Óskarssyni. Jörundur og Age ræða saman í einu af landsliðsverkefnum Norðmannsins með íslenska landsliðiðVísir/Getty Ísland var nálægt því að komast á Evrópumót undir stjórn Åge en tap í úrslitaleik umspils Þjóðadeildarinnar gegn Úkraínu sá til þess að það varð ekki raunin. „Hann var bara ótrúlega flottur, auðmjúkur, kraftmikill, orkumikill, skapstór en yndisleg manneskja. Hann hafði einhvern veginn bara allan pakkann. Með gríðarlega ástríðu fyrir fótbolta en samt sem áður var hann líka auðmjúkur, mjúkur maður og tilfinningamikill. Það skipti hann máli að öllum í kringum hann liði vel, hann var fyrst og fremst bara frábær manneskja.“ Jörundur og Åge ræddu oft saman eftir að Norðmaðurinn lét af störfum sem landsliðsþjálfari Íslands. „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn því Åge hafði hug á því að gera svo margt skemmtilegt núna þegar hann var hættur að þjálfa. Hann var búinn að bjóða okkur í heimsókn, við vorum alltaf á leiðinni til hans en svona er bara lífið. Við höldum áfram. Höldum nafni hans á lofti hér.“ Farið verður nánar yfir feril Åge Hareide í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld og rætt við Jörund Áka sem og fyrrverandi aðstoðarþjálfara Åge hjá íslenska landsliðinu, Davíð Snorra Jónasson.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti