Reynslubolti kveður lögregluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2025 06:42 Sveinn Kristján Rúnarsson á vaktinni í Reynisfjöru. Vísir/Magnús Hlynur Sveinn Kristján Rúnarsson, sem hefur verið andlit lögreglunnar á Suðurlandi í lengri tíma, hefur söðlað um og ráðið sig til Landsvirkjunar. Hann segir hollt að breyta til og nýtur þess að starfa í himnaríki, við dyr hálendisins. Sveinn Kristján hefur verið yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í tæpa tvo áratugi og starfað í lögreglunni í alls 27 ár. Verkefnin á Suðurlandi hafa verið fjölmörg og fjölbreytt undanfarin ár og áratugi hvort sem litið er til verkefna tengdum miklum fjölda ferðamanna, eldgosinu í Eyjafjallajökli, umferðarslysum, manndrápsmálum og hin ýmsu daglegu verkefni laganna varða. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Þeir voru með afar spennandi starf hjá Landsvirkjun og mig langaði að skoða hvort ég ætti möguleika. Og hér er ég í dag,“ segir Sveinn Kristján. Nýi titillinn er verkefnastjóri öryggis og heilsu á Þjórsársvæðinu. Hann stendur vaktina í Búrfelli sem Sveinn Kristján kallar himnaríki á léttum nótum, dyrnar að hálendinu. Hann segir af og frá að hann hafi verið kominn með nóg af lögreglustarfinu. „Alls ekki,“ segir Sveinn Kristján. Það sé erfitt að hætta að vera lögga og kveðja þá fjölmörgu sem hann hafi starfað með í lengri tíma. „Það er hollt að breyta til. Maður er enn þá lifandi og hefur áhuga á ýmsu,“ segir Sveinn Kristján Sveinn Kristján er annar yfirlögregluþjónninn á Suðurlandi sem kveður starfið á árinu. Oddur Árnason, annar reynslubolti, lét af störfum á árinu eftir tæplega fjörutíu ára langan feril. Aðdragandinn að starfslokum Odds var annars eðlis. Hann lýsti því í viðtali í Morgunblaðinu að erfið mál hefðu sest á sálina. Hann hefði brotnað niður fyrirvaralaust októberkvöld eitt árið 2023 og í framhaldinu farið í veikindaleyfi. „Ég sat í sófanum heima að kvöldi þegar yfir mig helltist sú tilfinning að ég hreinlega bugaðist. Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils. Þannig sat ég fram á nóttina og gerði mér þá strax grein fyrir að ég væri kominn á stað í lífinu þar sem ég ætti ekki að reyna einn að vaxa út úr vandanum, heldur leita mér aðstoðar,“ segir Oddur. Nú eru þeir Sveinn og Oddur farnir á braut. Jón Gunnar Þórhallsson er yfirlögregluþjónn á Suðurlandi en enn á eftir að fylla í skarð Sveins. „Það kemur alltaf maður í manns stað. Það er margt gott fólk í löggunni.“ Lögreglan Vistaskipti Árborg Landsvirkjun Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Sveinn Kristján hefur verið yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í tæpa tvo áratugi og starfað í lögreglunni í alls 27 ár. Verkefnin á Suðurlandi hafa verið fjölmörg og fjölbreytt undanfarin ár og áratugi hvort sem litið er til verkefna tengdum miklum fjölda ferðamanna, eldgosinu í Eyjafjallajökli, umferðarslysum, manndrápsmálum og hin ýmsu daglegu verkefni laganna varða. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Þeir voru með afar spennandi starf hjá Landsvirkjun og mig langaði að skoða hvort ég ætti möguleika. Og hér er ég í dag,“ segir Sveinn Kristján. Nýi titillinn er verkefnastjóri öryggis og heilsu á Þjórsársvæðinu. Hann stendur vaktina í Búrfelli sem Sveinn Kristján kallar himnaríki á léttum nótum, dyrnar að hálendinu. Hann segir af og frá að hann hafi verið kominn með nóg af lögreglustarfinu. „Alls ekki,“ segir Sveinn Kristján. Það sé erfitt að hætta að vera lögga og kveðja þá fjölmörgu sem hann hafi starfað með í lengri tíma. „Það er hollt að breyta til. Maður er enn þá lifandi og hefur áhuga á ýmsu,“ segir Sveinn Kristján Sveinn Kristján er annar yfirlögregluþjónninn á Suðurlandi sem kveður starfið á árinu. Oddur Árnason, annar reynslubolti, lét af störfum á árinu eftir tæplega fjörutíu ára langan feril. Aðdragandinn að starfslokum Odds var annars eðlis. Hann lýsti því í viðtali í Morgunblaðinu að erfið mál hefðu sest á sálina. Hann hefði brotnað niður fyrirvaralaust októberkvöld eitt árið 2023 og í framhaldinu farið í veikindaleyfi. „Ég sat í sófanum heima að kvöldi þegar yfir mig helltist sú tilfinning að ég hreinlega bugaðist. Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils. Þannig sat ég fram á nóttina og gerði mér þá strax grein fyrir að ég væri kominn á stað í lífinu þar sem ég ætti ekki að reyna einn að vaxa út úr vandanum, heldur leita mér aðstoðar,“ segir Oddur. Nú eru þeir Sveinn og Oddur farnir á braut. Jón Gunnar Þórhallsson er yfirlögregluþjónn á Suðurlandi en enn á eftir að fylla í skarð Sveins. „Það kemur alltaf maður í manns stað. Það er margt gott fólk í löggunni.“
Lögreglan Vistaskipti Árborg Landsvirkjun Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira