Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2025 17:31 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ítrekað verið orðaður við mögulegt framboð til borgarstjórnar. Vísir/Ívar Fannar Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú. Viðhorfahópur Gallup var settur á laggirnar til þess að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geti á skömmum tíma fengið greinargóðar upplýsingar um stöðu mála í þjóðfélaginu, líkt og því er lýst á vef Gallup. Nú er viðhorfahópurinn meðal annars spurður orðrétt tveggja spurninga um Guðlaug Þór og mögulegt framboð hans til borgarstjórnar en þrálátur orðrómur hefur verið uppi framboð Guðlaugs undanfarna mánuði. Útilokar ekkert „Hvort vilt þú frekar að Guðlaugur Þór Þórðarson eða Hildur Björnsdóttir verði borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum?“ er önnur spurningin og hljóðar hin svo: „Myndi það auka eða minnka líkurnar á því að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum ef Guðlaugur Þór Þórðarson væri oddviti/borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins?“ Í samtali við Vísi segir Guðlaugur Þór að könnunin sé ekki gerð á hans vegum. „Ég er nú bara á fullu hérna niðrí þingi og hélt þú værir að hringja í mig vegna þess, nú eða vegna enska boltans,“ segir Guðlaugur sem er landsþekktur stuðningsmaður Liverpool. Þétt dagskrá er á þingi í dag, meðal annars önnur umræða um bandorminn svokallaða. En er staðan óbreytt? Þú útilokar ekki mögulegt framboð í borginni? „Nei, ég hef ekki gert það.“ Áður hefur komið fram að Sjálfstæðismenn verði með leiðtogaprófkjör í borginni. Kosið verður um leiðtoga 24. janúar 2026. Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík samþykkti þetta á fundi þann 10. nóvember síðastliðinn. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. 10. nóvember 2025 19:01 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Sjá meira
Viðhorfahópur Gallup var settur á laggirnar til þess að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geti á skömmum tíma fengið greinargóðar upplýsingar um stöðu mála í þjóðfélaginu, líkt og því er lýst á vef Gallup. Nú er viðhorfahópurinn meðal annars spurður orðrétt tveggja spurninga um Guðlaug Þór og mögulegt framboð hans til borgarstjórnar en þrálátur orðrómur hefur verið uppi framboð Guðlaugs undanfarna mánuði. Útilokar ekkert „Hvort vilt þú frekar að Guðlaugur Þór Þórðarson eða Hildur Björnsdóttir verði borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum?“ er önnur spurningin og hljóðar hin svo: „Myndi það auka eða minnka líkurnar á því að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum ef Guðlaugur Þór Þórðarson væri oddviti/borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins?“ Í samtali við Vísi segir Guðlaugur Þór að könnunin sé ekki gerð á hans vegum. „Ég er nú bara á fullu hérna niðrí þingi og hélt þú værir að hringja í mig vegna þess, nú eða vegna enska boltans,“ segir Guðlaugur sem er landsþekktur stuðningsmaður Liverpool. Þétt dagskrá er á þingi í dag, meðal annars önnur umræða um bandorminn svokallaða. En er staðan óbreytt? Þú útilokar ekki mögulegt framboð í borginni? „Nei, ég hef ekki gert það.“ Áður hefur komið fram að Sjálfstæðismenn verði með leiðtogaprófkjör í borginni. Kosið verður um leiðtoga 24. janúar 2026. Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík samþykkti þetta á fundi þann 10. nóvember síðastliðinn.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. 10. nóvember 2025 19:01 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Sjá meira
Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins. 10. nóvember 2025 19:01