Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2025 18:36 Á myndinni má sjá Ahmed með byssu skotmannsins eftir að hann tæklaði hann til að ná henni af honum. Karlmaðurinn sem tæklaði annan skotmanninn á Bondi-ströndinni í Ástralíu heitir Ahmed Al Ahmed og er 43 ára tveggja barna faðir samkvæmt frétt 7NEWS Australia. Maðurinn var sjálfur skotinn og segir í frétt miðilsins að þau hafi rætt við ættingja hans, Mustafa. Ahmed sé á spítala eftir að hafa verið skotinn í bæði öxl og hönd en að hann ætti að jafna sig. „Hann er hetja, hann er 100 prósent hetja,“ er haft eftir ættingja hans í fréttinni. Myndbönd af Ahmed að tækla annan skotmanninn hafa verið í mikilli dreifingu. Í frétt ástralska miðilsins kemur fram að hann hafi enga fyrri reynslu af skotvopnum og hafi aðeins átt leið hjá. Eins og fjallað hefur verið um í dag eru ellefu látin og 29 á spítala eftir skotárás á gyðingahátíð á Bondi-strönd á útjaðri Sydney-borgar í Ástralíu í dag. Einn grunaður árásarmaður er látinn og annar hefur verið handtekinn. Tveir lögreglumenn og eitt barn eru meðal þeirra sem flutt voru á spítala. Í myndböndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sjást minnst tveir svartklæddir menn skjóta ítrekað að ströndinni frá bílastæði, en sögur fara af því að hleypt hafi verið af í kringum 50 skotum. Fjallað er um það í erlendum miðlum að lögreglan hafi farið í húsleit heima hjá öðrum skotmanninum á heimili hans í Sidney. Mikill viðbúnaður var á vettvangi eins og má sjá á myndinni að neðan. Lögregla við heimili annars skotmannsins í Sidney. Vísir/EPA Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, segist hafa varað áströlsk yfirvöld fyrir um fjórum mánuðum síðan við því að stjórnvöld væru að ýta undir og stuðla að gyðingahatri í Ástralíu. Haft er eftir honum í frétt BBC að hann hafi sent forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, bréf fyrir um fjórum mánuðum þar sem hann sakaði stjórnvöld um að ýta undir fordóma. Á þessum tíma hafði ástralska ríkisstjórnin tilkynnt að hún ætlaði að viðurkenna Palestínu sem ríki. „Þú leyfðir þessum sjúkdómi að dreifa sér og niðurstaðan er hræðileg árás á gyðinga sem við sáum í dag,“ sagði Netanyahu eftir fund ríkisstjórnar hans í Dimona í Ísrael í dag. Fjallað er um málið á vef BBC. Ástralía Ísrael Palestína Skotvopn Hryðjuverkaárás á Bondi-strönd í Sydney Tengdar fréttir Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tíu voru skotnir til bana í skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd í Ástralíu í dag. Annar árásarmannanna er látinn og hinn hefur verið handtekinn. Minnst tólf eru slasaðir. 14. desember 2025 09:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Ahmed sé á spítala eftir að hafa verið skotinn í bæði öxl og hönd en að hann ætti að jafna sig. „Hann er hetja, hann er 100 prósent hetja,“ er haft eftir ættingja hans í fréttinni. Myndbönd af Ahmed að tækla annan skotmanninn hafa verið í mikilli dreifingu. Í frétt ástralska miðilsins kemur fram að hann hafi enga fyrri reynslu af skotvopnum og hafi aðeins átt leið hjá. Eins og fjallað hefur verið um í dag eru ellefu látin og 29 á spítala eftir skotárás á gyðingahátíð á Bondi-strönd á útjaðri Sydney-borgar í Ástralíu í dag. Einn grunaður árásarmaður er látinn og annar hefur verið handtekinn. Tveir lögreglumenn og eitt barn eru meðal þeirra sem flutt voru á spítala. Í myndböndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sjást minnst tveir svartklæddir menn skjóta ítrekað að ströndinni frá bílastæði, en sögur fara af því að hleypt hafi verið af í kringum 50 skotum. Fjallað er um það í erlendum miðlum að lögreglan hafi farið í húsleit heima hjá öðrum skotmanninum á heimili hans í Sidney. Mikill viðbúnaður var á vettvangi eins og má sjá á myndinni að neðan. Lögregla við heimili annars skotmannsins í Sidney. Vísir/EPA Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, segist hafa varað áströlsk yfirvöld fyrir um fjórum mánuðum síðan við því að stjórnvöld væru að ýta undir og stuðla að gyðingahatri í Ástralíu. Haft er eftir honum í frétt BBC að hann hafi sent forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, bréf fyrir um fjórum mánuðum þar sem hann sakaði stjórnvöld um að ýta undir fordóma. Á þessum tíma hafði ástralska ríkisstjórnin tilkynnt að hún ætlaði að viðurkenna Palestínu sem ríki. „Þú leyfðir þessum sjúkdómi að dreifa sér og niðurstaðan er hræðileg árás á gyðinga sem við sáum í dag,“ sagði Netanyahu eftir fund ríkisstjórnar hans í Dimona í Ísrael í dag. Fjallað er um málið á vef BBC.
Ástralía Ísrael Palestína Skotvopn Hryðjuverkaárás á Bondi-strönd í Sydney Tengdar fréttir Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tíu voru skotnir til bana í skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd í Ástralíu í dag. Annar árásarmannanna er látinn og hinn hefur verið handtekinn. Minnst tólf eru slasaðir. 14. desember 2025 09:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tíu voru skotnir til bana í skotárás á gyðingahátíð á Bondi strönd í Ástralíu í dag. Annar árásarmannanna er látinn og hinn hefur verið handtekinn. Minnst tólf eru slasaðir. 14. desember 2025 09:00