Erlent

Tveir látnir eftir skot­á­rás í há­skóla

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lögreglan leitar nú árásarmannsins.
Lögreglan leitar nú árásarmannsins. AP

Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins.

Samkvæmt umfjöllun BBC hófst skothríðin um fjögur síðdegis að staðartíma í gær, í byggingu þar sem jólapróf stóðu yfir.

Háskólinn sem um ræðir einn elsti og virtastasti háskóli Bandaríkjanna, og er einn hinna átta svonefndu Ivy-league skóla.

Skólanum var skellt í lás og víða eru nemendur enn beðnir um að halda kyrru fyrir þangað til lögregla getur fylgt þeim af svæðinu.

Yfirvöld í Rhode Island segja að flestir hinna slösuðu séu nokkuð alvarlega slasaðir en ástand þeirra sé stöðugt.

Á myndbandsupptöku á öryggismyndavél sem lögregluyfirvöld hafa gefið út sést grunaður árásarmaður yfirgefa bygginguna eftir árásina, en ekki sést í andlit hans.

Lögreglustjórinn Tim O'hara segir að hinn grunaði hafi verið svartklæddur frá toppi til táar, og hafi mögulega verið með grímu. Ekki sé vitað hvernig skotvopn var notað við verknaðinn.

„Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna árásarmanninn,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×