Witkoff fundar með Selenskí Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. desember 2025 09:16 Steve Witkoff og Jared Kushner, tengdasonur Trumps, á fundi með rússneskum yfirvöldum fyrr í mánuðinum. AP Steve Witkoff, sérstakur erindreki og samningamaður Bandaríkjastjórnar í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, fundar í Berlín um helgina með Volodomír Selenskí Úkraínuforseta og nokkrum Evrópuleiðtogum. Ríkisstjórn Donalds Trump vill að samkomulag náist um frið fyrir jól, en helsti ásteytingarsteinninn virðist vera möguleg eftirgjöf hernumdra svæða í austurhluta Úkraínu til Rússlands. Ekki liggur fyrir hvaða leiðtogar Evrópu koma til með að sitja fundinn, en samkvæmt Wall Street Journal munu Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, og Friedrich Merz Þýskalandskanslari allir vera viðstaddir. Fundurinn er haldinn nokkrum dögum eftir að Úkraínumenn afhentu Bandaríkjastjórn endurskoðaða útgáfu af friðaráætluninni sem Bandaríkjamenn lögðu fram fyrr í mánuðinum. Bandaríkjamenn lögðu fram friðaráætlun í 28 liðum undir lok síðasta mánaðar sem fól meðal annars í sér eftirgjöf Donbas-héraðs í austurhluta Úkraínu. Samkvæmt nýrri tillögu Bandaríkjamanna myndi sá hluti Donbas-héraðs sem Rússar hafa ekki sölsað undir sig nú þegar verða fríverslunarsvæði, sem Rússar fengju ekki yfirráð yfir. Selenskí sagðist ekki telja tillöguna sanngjarna nema hún myndi fela í sér tryggingu fyrir því að Rússar tækju ekki svæðið yfir eftir að Úkraínuher yfirgæfi það. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa Selenskí og aðrir Evrópuleiðtogar látið hafa eftir sér að friðarumleitanir Bandaríkjastjórnar undanfarnar vikur hafi borið árangur, en þó sé engin niðurstaða í sjónmáli. Í vikunni hraunaði Donald Trump yfir Evrópu, sem hann sagði í hnignun, og hún væri leidd af veikburða leiðtogum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúinn til að halda kosningar á næstu þremur mánuðum, að gefnu samþykki úkraínska þingsins og aðstoð bandamanna. 10. desember 2025 06:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. 11. desember 2025 07:03 Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur Evrópu í hnignun og að heimsálfan sé leidd af „veikburða“ leiðtogum og sumum heimskum. Hann gerir lítið úr Evrópumönnum fyrir að stöðva ekki flæði innflytjenda til heimsálfunnar og fyrir að geta ekki bundið enda á innrás Rússa í Úkraínu. 9. desember 2025 13:35 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvaða leiðtogar Evrópu koma til með að sitja fundinn, en samkvæmt Wall Street Journal munu Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, og Friedrich Merz Þýskalandskanslari allir vera viðstaddir. Fundurinn er haldinn nokkrum dögum eftir að Úkraínumenn afhentu Bandaríkjastjórn endurskoðaða útgáfu af friðaráætluninni sem Bandaríkjamenn lögðu fram fyrr í mánuðinum. Bandaríkjamenn lögðu fram friðaráætlun í 28 liðum undir lok síðasta mánaðar sem fól meðal annars í sér eftirgjöf Donbas-héraðs í austurhluta Úkraínu. Samkvæmt nýrri tillögu Bandaríkjamanna myndi sá hluti Donbas-héraðs sem Rússar hafa ekki sölsað undir sig nú þegar verða fríverslunarsvæði, sem Rússar fengju ekki yfirráð yfir. Selenskí sagðist ekki telja tillöguna sanngjarna nema hún myndi fela í sér tryggingu fyrir því að Rússar tækju ekki svæðið yfir eftir að Úkraínuher yfirgæfi það. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa Selenskí og aðrir Evrópuleiðtogar látið hafa eftir sér að friðarumleitanir Bandaríkjastjórnar undanfarnar vikur hafi borið árangur, en þó sé engin niðurstaða í sjónmáli. Í vikunni hraunaði Donald Trump yfir Evrópu, sem hann sagði í hnignun, og hún væri leidd af veikburða leiðtogum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúinn til að halda kosningar á næstu þremur mánuðum, að gefnu samþykki úkraínska þingsins og aðstoð bandamanna. 10. desember 2025 06:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. 11. desember 2025 07:03 Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur Evrópu í hnignun og að heimsálfan sé leidd af „veikburða“ leiðtogum og sumum heimskum. Hann gerir lítið úr Evrópumönnum fyrir að stöðva ekki flæði innflytjenda til heimsálfunnar og fyrir að geta ekki bundið enda á innrás Rússa í Úkraínu. 9. desember 2025 13:35 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúinn til að halda kosningar á næstu þremur mánuðum, að gefnu samþykki úkraínska þingsins og aðstoð bandamanna. 10. desember 2025 06:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. 11. desember 2025 07:03
Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur Evrópu í hnignun og að heimsálfan sé leidd af „veikburða“ leiðtogum og sumum heimskum. Hann gerir lítið úr Evrópumönnum fyrir að stöðva ekki flæði innflytjenda til heimsálfunnar og fyrir að geta ekki bundið enda á innrás Rússa í Úkraínu. 9. desember 2025 13:35