ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2025 22:54 Úkraínumenn héldu mótmæli í Brussel í dag þar sem þeir kröfðust þess að rússneskir fjármunir yrðu notaðir til að fjármagna varnir Úkraínu. EPA Stjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að beita neyðarheimild sem felst í að ríkiseignir Rússlands innan ESB verði frystar ótímabundið. Á sama tíma hafa rússnesk stjórnvöld hótað að beita verðbréfafyrirtækið Euroclear, vörsluaðila stórs hluta umræddra eigna, hefndaraðgerðum. Í umfjöllun Guardian segir að sambandið komi til með að frysta fjármuni í eigu rússneska seðlabankans sem nema 210 milljörðum evra, eða um 31 billjón króna. Með aðgerðinni sé hægt að nýta fjármunina til að styðja við varnir Úkraínu gegn Rússum. António Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti um ákvörðunina í dag. Með henni væri sambandið að standa við skuldbindingu síðan í október um að halda rússneskum eignum frystum þar til Rússland bindur enda á innrásarstríðið gegn Úkraínu og bætir það tjón sem ríkið hefur með því valdið. Áður þurfti sambandið að endurnýja refsiaðgerðir, sem sneru að því að frysta rússneskar eignir, á sex mánaða fresti. Þannig gátu aðildarríki hliðholl Kremlstjórninni, eins og til dæmis Ungverjaland, beitt neitunarvaldi eftir atvikum. Yfir hundrað málsóknir Ákvörðun ESB var tekin aðeins nokkrum klukkustundum eftir að seðlabanki Rússlands tilkynnti um málshöfðun á hendur verðbréfafyrirtækisins Euroclear, sem heldur utan um stærstan hluta frystra rússneskra eigna. Það er þó ekki á valdi fyrirtækisins hvernig hinum frystu fjármunum er ráðstafað. Málið er höfðað fyrir rússneskum dómstól. Í málsókninni kemur fram að „ólöglegar aðgerðir“ Euroclear hafi valdið getu seðlabankans til að stýra fjármunum og verðbréfum „tjóni“. Guardian hefur eftir forsvarsmanni fyrirtækisins að yfir hundrað mál hafi þegar verið höfðuð á hendur því í Rússlandi. Belgar á bremsunni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í síðustu viku til að sambandið skyldi lána Úkraínu níutíu milljarða evra, með veði í rússneskum eignum sem frystar hafa verið innan ESB frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Fulltrúar Belgíu hafa þó stöðvað áætlunina vegna ótta við fjölda málsókna frá rússneskum stjórnvöldum og við haldlagningu belgískra eigna í landinu. Leiðtogafundur ESB fer fram í næstu viku, en þar hafa fulltrúar lofað ákvörðun um tilhögun fjárhagsaðstoðar til Úkraínu næstu tvö árin. Úkraínsk stjórnvöld sjá fram á að verða að óbreyttu uppiskroppa með fé til að fjármagna varnir sínar og greiða læknum og kennurum laun næsta vor. Embættismenn ESB telja að fyrirhugað níutíu milljarða evra lán muni mæta tveimur þriðju af fjárhagslegum þörfum Úkraínu næstu tvö árin og búast við að önnur stuðningsríki Úkraínu bjóði á móti fram fjárhagsaðstoð sem nemur þriðjungi þarfanna. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Belgía Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Í umfjöllun Guardian segir að sambandið komi til með að frysta fjármuni í eigu rússneska seðlabankans sem nema 210 milljörðum evra, eða um 31 billjón króna. Með aðgerðinni sé hægt að nýta fjármunina til að styðja við varnir Úkraínu gegn Rússum. António Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti um ákvörðunina í dag. Með henni væri sambandið að standa við skuldbindingu síðan í október um að halda rússneskum eignum frystum þar til Rússland bindur enda á innrásarstríðið gegn Úkraínu og bætir það tjón sem ríkið hefur með því valdið. Áður þurfti sambandið að endurnýja refsiaðgerðir, sem sneru að því að frysta rússneskar eignir, á sex mánaða fresti. Þannig gátu aðildarríki hliðholl Kremlstjórninni, eins og til dæmis Ungverjaland, beitt neitunarvaldi eftir atvikum. Yfir hundrað málsóknir Ákvörðun ESB var tekin aðeins nokkrum klukkustundum eftir að seðlabanki Rússlands tilkynnti um málshöfðun á hendur verðbréfafyrirtækisins Euroclear, sem heldur utan um stærstan hluta frystra rússneskra eigna. Það er þó ekki á valdi fyrirtækisins hvernig hinum frystu fjármunum er ráðstafað. Málið er höfðað fyrir rússneskum dómstól. Í málsókninni kemur fram að „ólöglegar aðgerðir“ Euroclear hafi valdið getu seðlabankans til að stýra fjármunum og verðbréfum „tjóni“. Guardian hefur eftir forsvarsmanni fyrirtækisins að yfir hundrað mál hafi þegar verið höfðuð á hendur því í Rússlandi. Belgar á bremsunni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í síðustu viku til að sambandið skyldi lána Úkraínu níutíu milljarða evra, með veði í rússneskum eignum sem frystar hafa verið innan ESB frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Fulltrúar Belgíu hafa þó stöðvað áætlunina vegna ótta við fjölda málsókna frá rússneskum stjórnvöldum og við haldlagningu belgískra eigna í landinu. Leiðtogafundur ESB fer fram í næstu viku, en þar hafa fulltrúar lofað ákvörðun um tilhögun fjárhagsaðstoðar til Úkraínu næstu tvö árin. Úkraínsk stjórnvöld sjá fram á að verða að óbreyttu uppiskroppa með fé til að fjármagna varnir sínar og greiða læknum og kennurum laun næsta vor. Embættismenn ESB telja að fyrirhugað níutíu milljarða evra lán muni mæta tveimur þriðju af fjárhagslegum þörfum Úkraínu næstu tvö árin og búast við að önnur stuðningsríki Úkraínu bjóði á móti fram fjárhagsaðstoð sem nemur þriðjungi þarfanna.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Belgía Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“