„Endanlegt ippon fyrir Slot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 08:31 Arnar Gunnlaugsson hrósaði Arne Slot og Liverpool hvernig félagið tók á Salah-málinu. Getty/Oksana Vasylieva/Peter Byrne/Liverpool FC Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool. Ríkharð Óskar Guðnason fékk sérfræðinga sína í Meistaradeildarmörkunum til að meta stöðu mála í Salah-málinu eftir að Liverpool vann 1-0 sigur á Internazionale án hans. „Gerði Liverpool bara hárrétt það að hafa sett hann til hliðar og bakka stjórann sinn upp,“ spurði Ríkharð. Ákveðinn póker „Þetta er ákveðinn póker. Menn eru að taka smá séns af því að þetta getur virkað í báðar áttir. Veðmálið heppnaðist hjá Slot því þeir vinna hérna sigur og frábæran liðssigur,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Klippa: Arnar Gunlaugs og Sigurvin um Salah-málið „Salah lítur eiginlega frekar illa út af akkúrat núna með því að spila þetta fórnarlambsspil til dæmis með þessari færslu í dag. Ég skil hann auðvitað að fara í þetta viðtal eftir leik þegar hann fær ekki einu sinni að hita upp í síðasta leik. Maður skilur það því þetta er Salah og hann er hissa. En Slot vann,“ sagði Sigurvin. „Slot eitt, Salah núll,“ skaut Arnar Gunnlagsson inn. „Hann fékk liðið sitt, sem hann rak út úr klefanum og út á völl á San Siro, til að hlaupa úr sér lungu og lifur,“ sagði Sigurvin. Mjög fagmannlegt hjá Liverpool „Mér fannst Liverpool höndla þetta mál mjög fagmannlega fyrst að þetta fór svona illa eftir Leeds-leikinn. Þeir tóku sér góðan tíma til að hugsa öll svör. Blaðamannafulltrúinn hefur örugglega átt mikinn þátt í því ásamt eigendum og stjórn Liverpool að negla þennan blaðamannafund,“ sagði Arnar sem hrósaði líka Allison Becker á fundinum. „Hann varði alveg vin sinn en hann var líka að verja klúbbinn sinn og mikilvægi leiksins. Slot komst mjög vel frá þessum blaðamannafundi og þetta var svona ekta Liverpool-svar. Liverpool er þekkt fyrir að vera með vel ígrunduð svör þegar kemur að stórum málum og þeir hafa lent í ansi mörgum stórum málum innanlands sem utan í sögu Liverpool. Bara flott hvernig þeir svöruðu,“ sagði Arnar. „Svo náttúrulega endar þetta sem sigri sem er endanlegt ippon fyrir Slot,“ sagði Arnar. Ríkharð velti því upp hvort Salah væri búinn að spila síðasta leikinn sinn fyrir Liverpool. Efast um að hann biðjist afsökunar „Ég efast um að hann sé að biðjast afsökunar úr þessu. Ég hreinlega held það að þetta sé eitthvert leikrit í gangi sem endar bara á einn veg. Hann er með stórt og mikið egó og stoltur. Þannig að ég held að þetta hafi verið síðasti leikurinn hans, því miður,“ sagði Arnar. „Þetta gæti farið út í einhvers konar fjölmiðlafulltrúaslag. Kannski eru menn að kokka upp einhverja góða yfirlýsingu eða panta eitthvað gott viðtal fyrir Salah og hann geti þá náð einhvern veginn að tala sig aftur inn í,“ sagði Siguvin sem var sammála Arnari um að Salah yrði að biðjast afsökunar. „Hann þarf að koma með yfirlýsingu sem kemur honum aftur inn og segir að Liverpool-hjartað slái. Miðað við það að Afríkukeppnin er framundan þá virðist þetta spilast bara þannig að hann spili bara ekkert meir,“ sagði Sigurvin. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason fékk sérfræðinga sína í Meistaradeildarmörkunum til að meta stöðu mála í Salah-málinu eftir að Liverpool vann 1-0 sigur á Internazionale án hans. „Gerði Liverpool bara hárrétt það að hafa sett hann til hliðar og bakka stjórann sinn upp,“ spurði Ríkharð. Ákveðinn póker „Þetta er ákveðinn póker. Menn eru að taka smá séns af því að þetta getur virkað í báðar áttir. Veðmálið heppnaðist hjá Slot því þeir vinna hérna sigur og frábæran liðssigur,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Klippa: Arnar Gunlaugs og Sigurvin um Salah-málið „Salah lítur eiginlega frekar illa út af akkúrat núna með því að spila þetta fórnarlambsspil til dæmis með þessari færslu í dag. Ég skil hann auðvitað að fara í þetta viðtal eftir leik þegar hann fær ekki einu sinni að hita upp í síðasta leik. Maður skilur það því þetta er Salah og hann er hissa. En Slot vann,“ sagði Sigurvin. „Slot eitt, Salah núll,“ skaut Arnar Gunnlagsson inn. „Hann fékk liðið sitt, sem hann rak út úr klefanum og út á völl á San Siro, til að hlaupa úr sér lungu og lifur,“ sagði Sigurvin. Mjög fagmannlegt hjá Liverpool „Mér fannst Liverpool höndla þetta mál mjög fagmannlega fyrst að þetta fór svona illa eftir Leeds-leikinn. Þeir tóku sér góðan tíma til að hugsa öll svör. Blaðamannafulltrúinn hefur örugglega átt mikinn þátt í því ásamt eigendum og stjórn Liverpool að negla þennan blaðamannafund,“ sagði Arnar sem hrósaði líka Allison Becker á fundinum. „Hann varði alveg vin sinn en hann var líka að verja klúbbinn sinn og mikilvægi leiksins. Slot komst mjög vel frá þessum blaðamannafundi og þetta var svona ekta Liverpool-svar. Liverpool er þekkt fyrir að vera með vel ígrunduð svör þegar kemur að stórum málum og þeir hafa lent í ansi mörgum stórum málum innanlands sem utan í sögu Liverpool. Bara flott hvernig þeir svöruðu,“ sagði Arnar. „Svo náttúrulega endar þetta sem sigri sem er endanlegt ippon fyrir Slot,“ sagði Arnar. Ríkharð velti því upp hvort Salah væri búinn að spila síðasta leikinn sinn fyrir Liverpool. Efast um að hann biðjist afsökunar „Ég efast um að hann sé að biðjast afsökunar úr þessu. Ég hreinlega held það að þetta sé eitthvert leikrit í gangi sem endar bara á einn veg. Hann er með stórt og mikið egó og stoltur. Þannig að ég held að þetta hafi verið síðasti leikurinn hans, því miður,“ sagði Arnar. „Þetta gæti farið út í einhvers konar fjölmiðlafulltrúaslag. Kannski eru menn að kokka upp einhverja góða yfirlýsingu eða panta eitthvað gott viðtal fyrir Salah og hann geti þá náð einhvern veginn að tala sig aftur inn í,“ sagði Siguvin sem var sammála Arnari um að Salah yrði að biðjast afsökunar. „Hann þarf að koma með yfirlýsingu sem kemur honum aftur inn og segir að Liverpool-hjartað slái. Miðað við það að Afríkukeppnin er framundan þá virðist þetta spilast bara þannig að hann spili bara ekkert meir,“ sagði Sigurvin.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Sjá meira