Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. desember 2025 22:00 Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fannar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir borgarstjóra ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt hún mælist ekki sem einn af vinsælustu borgarfulltrúunum. Það sé algengt meðal Reykvíkinga að vera óánægðir með bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar. Ný könnun Maskínu sýnir að einungis sextán prósent Reykvíkinga séu ánægðir með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Ánægja með störf borgarstjórans hefur ekki mælst jafn lág í þrjú ár. Hins vegar segist helmingur vera óánægður með störf Heiðu Bjargar, en óánægjan mældist mest síðustu þrjú ár þegar Dagur B. Eggertsson gegndi embætti borgarstjóra. „Við erum búin að vera með þrjá borgarstjóra á þessu tímabili og það virðist vera almenn tilhneiging að borgarbúar séu gagnrýnir borgarstjórann,“ segir Ólafur. „Menn eiga alltaf að taka til sín svona niðurstöður. Hins vegar ef við skoðum þessa mynd í heild þá er það þannig líka allan tímann að það eru miklu fleiri óánægðir með borgarstjórann heldur en ánægðir. Sá sem kemur best út ef við skoðum bara vinsældirnar er Dagur B. Eggertsson en tölurnar fyrir hana Heiðu eru gróft tekið, mjög svipaðar og þær voru fyrir Einar Þorsteinsson. Þarna eru engin heljarstökk á ferðinni.“ Óánægðir Reykvíkingar „Ef við skoðum myndirnar, fyrst myndirnar af afstöðunni til meirihlutans, þá sjáum við að allt síðasta kjörtímabil hafa miklu fleiri verið óánægðir með meirihlutann en þeir sem eru ánægðir. Það hefur í sjálfu sér nánast engin breyting orðið núna,“ segir Ólafur. Óánægja með störf meirihlutans mældist um 51 prósent og ánægjan um átján prósent. Ellefu prósent segjast ánægð með störf minnihlutans og 47 prósent óánægð. „Ef við skoðum minnihlutann þar sama sagan þar, það sem er merkilegast er að það eru fleiri sem eru óánægðir, eða öllu heldur enn færri sem eru ánægðir með minnihlutann en það sem slær sérstaklega er hversu stöðugt þetta er allt tímabilið,“ segir hann. „Þannig að Reykvíkingar eru óánægðir með meirihlutann sinn og óánægðir með minnihlutann sinn og þetta hefur ekki breyst síðustu fjögur árin.“ Vinsældir borgarfulltrúa segi ekkert til um fylgi Einnig voru þátttakendur í könnunni spurðir hver vinsælasti borgarfulltrúinn sé og trónir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, á toppnum. Þar á eftir kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Ólafur segir vinsældir einstakra borgarfulltrúa ekkert segja til um fylgi flokkanna. „Sanna Magdalena hefur lengi mælst sem vinsælasti borgarfulltrúinn, í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk hennar flokkur tæplega átta prósent. Hildur er að mælast með þarna 21 prósent, hennar flokkur mælist núna með 31 prósent og bæði hún og flokkurinn hafa hækkað í síðustu könnunum.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í þriðja sæti yfir vinsælustu borgarfulltrúana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í því fjórða. „Síðan kemur Einar með níu prósent og flokkurinn hans er að mælast með á milli fjögur og fimm prósent. Heiða Björg kemst ekki á þennan topplista yfir besta borgarfulltrúann en ég myndu nú ekki hafa í hennar sporum sérstakar áhyggjur af því á meðan þessi könnun gefur flokkum hennar 26 prósent en flokkurinn fékk tuttugu prósent í síðustu kosningum. Fylgi flokksins er aðalatriðið.“ Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Ný könnun Maskínu sýnir að einungis sextán prósent Reykvíkinga séu ánægðir með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Ánægja með störf borgarstjórans hefur ekki mælst jafn lág í þrjú ár. Hins vegar segist helmingur vera óánægður með störf Heiðu Bjargar, en óánægjan mældist mest síðustu þrjú ár þegar Dagur B. Eggertsson gegndi embætti borgarstjóra. „Við erum búin að vera með þrjá borgarstjóra á þessu tímabili og það virðist vera almenn tilhneiging að borgarbúar séu gagnrýnir borgarstjórann,“ segir Ólafur. „Menn eiga alltaf að taka til sín svona niðurstöður. Hins vegar ef við skoðum þessa mynd í heild þá er það þannig líka allan tímann að það eru miklu fleiri óánægðir með borgarstjórann heldur en ánægðir. Sá sem kemur best út ef við skoðum bara vinsældirnar er Dagur B. Eggertsson en tölurnar fyrir hana Heiðu eru gróft tekið, mjög svipaðar og þær voru fyrir Einar Þorsteinsson. Þarna eru engin heljarstökk á ferðinni.“ Óánægðir Reykvíkingar „Ef við skoðum myndirnar, fyrst myndirnar af afstöðunni til meirihlutans, þá sjáum við að allt síðasta kjörtímabil hafa miklu fleiri verið óánægðir með meirihlutann en þeir sem eru ánægðir. Það hefur í sjálfu sér nánast engin breyting orðið núna,“ segir Ólafur. Óánægja með störf meirihlutans mældist um 51 prósent og ánægjan um átján prósent. Ellefu prósent segjast ánægð með störf minnihlutans og 47 prósent óánægð. „Ef við skoðum minnihlutann þar sama sagan þar, það sem er merkilegast er að það eru fleiri sem eru óánægðir, eða öllu heldur enn færri sem eru ánægðir með minnihlutann en það sem slær sérstaklega er hversu stöðugt þetta er allt tímabilið,“ segir hann. „Þannig að Reykvíkingar eru óánægðir með meirihlutann sinn og óánægðir með minnihlutann sinn og þetta hefur ekki breyst síðustu fjögur árin.“ Vinsældir borgarfulltrúa segi ekkert til um fylgi Einnig voru þátttakendur í könnunni spurðir hver vinsælasti borgarfulltrúinn sé og trónir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, á toppnum. Þar á eftir kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Ólafur segir vinsældir einstakra borgarfulltrúa ekkert segja til um fylgi flokkanna. „Sanna Magdalena hefur lengi mælst sem vinsælasti borgarfulltrúinn, í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk hennar flokkur tæplega átta prósent. Hildur er að mælast með þarna 21 prósent, hennar flokkur mælist núna með 31 prósent og bæði hún og flokkurinn hafa hækkað í síðustu könnunum.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í þriðja sæti yfir vinsælustu borgarfulltrúana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í því fjórða. „Síðan kemur Einar með níu prósent og flokkurinn hans er að mælast með á milli fjögur og fimm prósent. Heiða Björg kemst ekki á þennan topplista yfir besta borgarfulltrúann en ég myndu nú ekki hafa í hennar sporum sérstakar áhyggjur af því á meðan þessi könnun gefur flokkum hennar 26 prósent en flokkurinn fékk tuttugu prósent í síðustu kosningum. Fylgi flokksins er aðalatriðið.“
Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira