Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. desember 2025 09:04 Salah fékk ekki að stíga á völlinn í leik gærkvöldsins og lýsti yfir óánægju sinni eftir leik. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Það væri skýrt að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar lengur og að vel mætti vera að leikur Liverpool við Brighton næstu helgi yrði hans síðasti. Salah fer eftir þann leik til móts við egypska landsliðið fyrir Afríkukeppnina og janúar-glugginn verður opinn að henni lokinni. Sjálfhverft og veldur öðrum vandræðum Ummæli Salah voru til umræðu í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær þar sem Danny Murphy, sem lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997 til 2004, gagnrýndi leiðina sem Salah fór. „Maður getur verið tilfinningaríkur, reiður eða fundið til gremju. Hann hefur gert magnaða hluti fyrir félagið. En hann verður að halda þessu innan fjögurra veggja félagsins. Bankaðu upp á hjá þjálfaranum, farðu og hittu stjórnarformanninn, eða hvern sem er, gerðu það sem þú þarft að gera og tjáðu þig um gremju þína þar,“ segir Murphy. 🗣️ “You don’t deal with it like this!” ❌ Danny Murphy gives his verdict on Mohamed Salah’s comments about his situation at Liverpool 💬 pic.twitter.com/csf0yQ4kBl— BBC Sport (@BBCSport) December 7, 2025 „En með því að gera þetta sem hann hefur gert er hann að valda liðinu vandræðum, hann er að valda þjálfaranum vandræðum og lætur þetta allt snúast um sig. En það getur þú ekki gert. Hvort sem þú ert sammála honum eða ekki þá er ekki rétt að meðhöndla stöðuna svona,“ bætir hann við. Ummæli Salah hafa sannarlega ekki bætt stöðu Liverpool-liðs sem hefur verið í ákveðinni krísu að undanförnu. Arne Slot berst fyrir starfi sínu og hefur verið greint frá því í breskum miðlum að stemningin á heimferð Liverpool-liðsins eftir leik hafi verið sérlega súr eftir ummæli Salah. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá Salah spila aftur fyrir Liverpool segir Muprhy: „Ég held að við sjáum hann spila aftur fyrir Liverpool og ég vona það.“ Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Liverpool hefur átt erfitt að undanförnu og Salah verið meðal þeirra sem hafa leikið undir getu það sem af er vetri. Hann hefur verið settur til hliðar af þjálfaranum Arne Slot í síðustu þremur leikjum; í sigri á West Ham og jafnteflum við Sunderland og síðast Leeds í gær. Salah fór á blaðamannasvæðið á Elland Road eftir skrautlegt 3-3 jafntefli Liverpool við Leeds í gær og kvaðst óánægður með stöðuna. Hann sagði samband sitt við Slot skyndilega brostið og sagði félagið gera hann að blóraböggli. Það væri skýrt að einhver hjá félaginu vildi ekki hafa hann þar lengur og að vel mætti vera að leikur Liverpool við Brighton næstu helgi yrði hans síðasti. Salah fer eftir þann leik til móts við egypska landsliðið fyrir Afríkukeppnina og janúar-glugginn verður opinn að henni lokinni. Sjálfhverft og veldur öðrum vandræðum Ummæli Salah voru til umræðu í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær þar sem Danny Murphy, sem lék yfir 200 leiki fyrir Liverpool á árunum 1997 til 2004, gagnrýndi leiðina sem Salah fór. „Maður getur verið tilfinningaríkur, reiður eða fundið til gremju. Hann hefur gert magnaða hluti fyrir félagið. En hann verður að halda þessu innan fjögurra veggja félagsins. Bankaðu upp á hjá þjálfaranum, farðu og hittu stjórnarformanninn, eða hvern sem er, gerðu það sem þú þarft að gera og tjáðu þig um gremju þína þar,“ segir Murphy. 🗣️ “You don’t deal with it like this!” ❌ Danny Murphy gives his verdict on Mohamed Salah’s comments about his situation at Liverpool 💬 pic.twitter.com/csf0yQ4kBl— BBC Sport (@BBCSport) December 7, 2025 „En með því að gera þetta sem hann hefur gert er hann að valda liðinu vandræðum, hann er að valda þjálfaranum vandræðum og lætur þetta allt snúast um sig. En það getur þú ekki gert. Hvort sem þú ert sammála honum eða ekki þá er ekki rétt að meðhöndla stöðuna svona,“ bætir hann við. Ummæli Salah hafa sannarlega ekki bætt stöðu Liverpool-liðs sem hefur verið í ákveðinni krísu að undanförnu. Arne Slot berst fyrir starfi sínu og hefur verið greint frá því í breskum miðlum að stemningin á heimferð Liverpool-liðsins eftir leik hafi verið sérlega súr eftir ummæli Salah. Aðspurður um hvort hann búist við að sjá Salah spila aftur fyrir Liverpool segir Muprhy: „Ég held að við sjáum hann spila aftur fyrir Liverpool og ég vona það.“
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira