Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Valur Páll Eiríksson skrifar 6. desember 2025 21:46 Mohamed Salah tjáði sig um stöðu sína hjá Liverpool í kvöld. Getty/Stu Forster Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. Salah sat á bekknum í kvöld og kom ekki við sögu þegar Liverpool kastaði frá sér 2-0 forystu og fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma eftir að hafa komist 3-2 yfir. Salah segist hafa verið gerður að blóraböggli í ljósi slaks gengis Liverpool að undanförnu og að „einhver hjá félaginu vill ekki hafa mig hérna“. Þá útilokar Egyptinn ekki brottför í janúar. „Þetta er þriðja skiptið í röð á bekknum. Ég held það sé í fyrsta skipti á ferlinum,“ sagði hann við blaðamenn eftir leik á Elland Road í kvöld. „Ég er mjög, mjög vonsvikinn. Ég hef gert svo mikið fyrir þetta félag undanfarin ár og sérstaklega á síðasta tímabili. Nú sit ég á bekknum og ég veit ekki hvers vegna,“ segir Salah. Fleygt undir rútuna „Það er eins og félagið hafi kastað mér undir rútuna. Það er þannig sem mér líður. Ég held það sé skýrt að einhver vilji kenna mér um þetta allt. Mér var lofað allskyns hlutum í sumar, nú þegar ég hef verið á bekknum í þrjá leiki, get ég ekki sagt að staðið sé við þau loforð.“ „Ég hef sagt oft áður að ég eigi gott samband við þjálfarann. En allt í einu eigum við ekkert samband lengur. Ég veit ekki hvers vegna, en það lítur þannig út fyrir mér að einhver vilji ekki hafa mig hjá klúbbnum,“ segir Salah. Gefur undir fótinn að hann fari í janúar Salah segist hafa vitað að hann myndi ekki byrja og hvatti fjölskyldu sína frekar til að koma á næsta leik liðsins í von um að byrja hann. Eftir leikinn við Brighton næstu helgi er hann haldinn á Afríkukeppnina með egypska landsliðinu. „Ég mun alltaf styðja þetta lið. Börnin mín munu alltaf styðja það. Ég elska þetta félag svo mikið. Ég hringdi í móður mína í gær og sagði henni að koma á leikinn við Brighton (næsta leik 13. desember) Ég veit ekki hvort ég mun spila eða ekki en ég mun njóta þess,“ segir Salah. „Í hausnum á mér mun ég njóta þessa leiks vegna þess að ég veit ekki hvað gerist næst. Ég verð á Anfield til að kveðja stuðningsmenn og fara svo á Afríkukeppnina,“ segir Salah sem gefur því undir fótinn að hann yfirgefi félagið eftir Afríkukeppnina þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Salah fer til móts við egypska hópinn þann 15. Desember og Afríkukeppnin hefst viku síðar. Liverpool mætir Inter á San Siro í Mílanó í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn áður en kemur að leiknum við Brighton á laugardaginn næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Salah sat á bekknum í kvöld og kom ekki við sögu þegar Liverpool kastaði frá sér 2-0 forystu og fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma eftir að hafa komist 3-2 yfir. Salah segist hafa verið gerður að blóraböggli í ljósi slaks gengis Liverpool að undanförnu og að „einhver hjá félaginu vill ekki hafa mig hérna“. Þá útilokar Egyptinn ekki brottför í janúar. „Þetta er þriðja skiptið í röð á bekknum. Ég held það sé í fyrsta skipti á ferlinum,“ sagði hann við blaðamenn eftir leik á Elland Road í kvöld. „Ég er mjög, mjög vonsvikinn. Ég hef gert svo mikið fyrir þetta félag undanfarin ár og sérstaklega á síðasta tímabili. Nú sit ég á bekknum og ég veit ekki hvers vegna,“ segir Salah. Fleygt undir rútuna „Það er eins og félagið hafi kastað mér undir rútuna. Það er þannig sem mér líður. Ég held það sé skýrt að einhver vilji kenna mér um þetta allt. Mér var lofað allskyns hlutum í sumar, nú þegar ég hef verið á bekknum í þrjá leiki, get ég ekki sagt að staðið sé við þau loforð.“ „Ég hef sagt oft áður að ég eigi gott samband við þjálfarann. En allt í einu eigum við ekkert samband lengur. Ég veit ekki hvers vegna, en það lítur þannig út fyrir mér að einhver vilji ekki hafa mig hjá klúbbnum,“ segir Salah. Gefur undir fótinn að hann fari í janúar Salah segist hafa vitað að hann myndi ekki byrja og hvatti fjölskyldu sína frekar til að koma á næsta leik liðsins í von um að byrja hann. Eftir leikinn við Brighton næstu helgi er hann haldinn á Afríkukeppnina með egypska landsliðinu. „Ég mun alltaf styðja þetta lið. Börnin mín munu alltaf styðja það. Ég elska þetta félag svo mikið. Ég hringdi í móður mína í gær og sagði henni að koma á leikinn við Brighton (næsta leik 13. desember) Ég veit ekki hvort ég mun spila eða ekki en ég mun njóta þess,“ segir Salah. „Í hausnum á mér mun ég njóta þessa leiks vegna þess að ég veit ekki hvað gerist næst. Ég verð á Anfield til að kveðja stuðningsmenn og fara svo á Afríkukeppnina,“ segir Salah sem gefur því undir fótinn að hann yfirgefi félagið eftir Afríkukeppnina þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Salah fer til móts við egypska hópinn þann 15. Desember og Afríkukeppnin hefst viku síðar. Liverpool mætir Inter á San Siro í Mílanó í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn áður en kemur að leiknum við Brighton á laugardaginn næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira