Hádramatík í sex marka leik Valur Páll Eiríksson skrifar 6. desember 2025 19:30 Ao Tanaka tryggði Leeds stig á sjöttu mínútu uppbótartíma. Getty Leeds United og Liverpool skildu jöfn, 3-3, í stórskemmtilegum leik á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir glutruðu niður tveggja marka forystu og fengu á sig jöfnunarmark í blálokin. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði fjórar breytingar á liði sínu frá 1-1 jafntefli við Sunderland í miðri viku en hélt þó Mohamed Salah áfram á varamannabekknum, þriðja leikinn í röð. Leedsarar mættu fullir sjálfstrausts til leiks eftir sterkan sigur á Chelsea í miðri viku á sama velli en ekkert var skorað í fyrri hálfleik þrátt fyrir fína sénsa á báða bóga. Hugo Ekitiké var einn þeirra sem kom inn í lið Liverpool, fyrir Svíann Alexander Isak, en sá franski hafði ekki skorað í deildinni síðan í 2-1 sigri á Everton þann 20. september. Ekitiké skoraði fyrstu deildarmörkin síðan í september.Alex Livesey/Getty Images Hann fékk gefins mark frá varnarmanninum Joe Rodon sem átti misheppnaða sendingu í öftustu línu á 48. mínútu, beint á Ekitiké, sem geystist að marki og afgreiddi laglega með vinstri fæti í vinstra horn. Tveimur mínútum og átta sekúndum síðar skoraði Ekitiké öðru sinni eftir laglega fyrirgjöf Conors Bradley frá hægri og staðan 2-0 eftir 50 mínútna leik. Tuttugu mínútum síðar kastaði Ibrahima Konaté sér í glæfralega tæklingu innan teigs og Wilfried Gnonto féll við. Eftir skoðun á skjá benti Anthony Taylor, dómari á punktinn. Dominic Calvert-Lewin skoraði af punktinum og minnkaði muninn á 73. mínútu. Leedsarar gerðu eins og Liverpool og skoruðu tvö á þremur mínútum.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Það veitti Leedsurum kraft og aðeins tveimur mínútum síðar höfðu þeir jafnað þökk sé marki Antons Stach úr teignum. Leedsarar virtust ætla að hamra járnið áfram en gestirnir fundu kraft til að svara fyrir sig. Ungverjinn Dominik Szoboszlai veitti liðinu aftur forystuna eftir snarpa sókn fimm mínútum síðar. Útlit var fyrir að mark Szoboszlai dyggði fyrir sigri, en svo var ekki.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Á 96. mínútu jafnaði Ao Tanaka hins vegar fyrir Leedsara eftir hornspyrnu. Japaninn að skora annan leikinn í röð og allt ætlaði um koll að keyra á Elland Road. Enn voru þá þrjár mínútur eftir af uppgefnum uppbótartíma en hvorugu liðinu tókst að pota inn sigurmarki. 3-3 urðu því úrslit leiksins eftir hreint ótrúlegan síðari hálfleik. Leeds fær mikilvægt stig í 17. sæti deildarinnar, þar sem liðið er þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Liverpool er með 23 stig í áttunda sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Enski boltinn Fótbolti
Leeds United og Liverpool skildu jöfn, 3-3, í stórskemmtilegum leik á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir glutruðu niður tveggja marka forystu og fengu á sig jöfnunarmark í blálokin. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði fjórar breytingar á liði sínu frá 1-1 jafntefli við Sunderland í miðri viku en hélt þó Mohamed Salah áfram á varamannabekknum, þriðja leikinn í röð. Leedsarar mættu fullir sjálfstrausts til leiks eftir sterkan sigur á Chelsea í miðri viku á sama velli en ekkert var skorað í fyrri hálfleik þrátt fyrir fína sénsa á báða bóga. Hugo Ekitiké var einn þeirra sem kom inn í lið Liverpool, fyrir Svíann Alexander Isak, en sá franski hafði ekki skorað í deildinni síðan í 2-1 sigri á Everton þann 20. september. Ekitiké skoraði fyrstu deildarmörkin síðan í september.Alex Livesey/Getty Images Hann fékk gefins mark frá varnarmanninum Joe Rodon sem átti misheppnaða sendingu í öftustu línu á 48. mínútu, beint á Ekitiké, sem geystist að marki og afgreiddi laglega með vinstri fæti í vinstra horn. Tveimur mínútum og átta sekúndum síðar skoraði Ekitiké öðru sinni eftir laglega fyrirgjöf Conors Bradley frá hægri og staðan 2-0 eftir 50 mínútna leik. Tuttugu mínútum síðar kastaði Ibrahima Konaté sér í glæfralega tæklingu innan teigs og Wilfried Gnonto féll við. Eftir skoðun á skjá benti Anthony Taylor, dómari á punktinn. Dominic Calvert-Lewin skoraði af punktinum og minnkaði muninn á 73. mínútu. Leedsarar gerðu eins og Liverpool og skoruðu tvö á þremur mínútum.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Það veitti Leedsurum kraft og aðeins tveimur mínútum síðar höfðu þeir jafnað þökk sé marki Antons Stach úr teignum. Leedsarar virtust ætla að hamra járnið áfram en gestirnir fundu kraft til að svara fyrir sig. Ungverjinn Dominik Szoboszlai veitti liðinu aftur forystuna eftir snarpa sókn fimm mínútum síðar. Útlit var fyrir að mark Szoboszlai dyggði fyrir sigri, en svo var ekki.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Á 96. mínútu jafnaði Ao Tanaka hins vegar fyrir Leedsara eftir hornspyrnu. Japaninn að skora annan leikinn í röð og allt ætlaði um koll að keyra á Elland Road. Enn voru þá þrjár mínútur eftir af uppgefnum uppbótartíma en hvorugu liðinu tókst að pota inn sigurmarki. 3-3 urðu því úrslit leiksins eftir hreint ótrúlegan síðari hálfleik. Leeds fær mikilvægt stig í 17. sæti deildarinnar, þar sem liðið er þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Liverpool er með 23 stig í áttunda sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti.