Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2025 15:36 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Andríj Jermak, starfsmannastjóri hans (lengst til hægri) nærri víglínunni í Úkraínu í fyrra. AP/Forsetaembætti Úkraínu Andrí Jermak, áhrifamikill starfsmannastjóri Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, hefur sagt af sér. Forsetinn segir að umfangsmiklar breytingar verði gerðar á skrifstofu forsetaembættisins en Jermak sagði af sér eftir að hann var bendlaður við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu. Í morgun bárust fregnir af því að rannsakendur andspillingarstofanna í Úkraínu hefðu gert húsleit heima hjá Jermak og á skrifstofu hans. Umrætt spillingarmál snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Háttsettir embættismenn og fyrrverandi viðskiptafélagi Selenskís eru grunaðir um græsku í málinu en dómsmálaráðherra og orkumálaráðherra Úkraínu hafa verið reknir vegna málsins. Jermak hefur ekki stöðu sakbornings en hann hefur verið sakaður um að stýra áreitni í garð þeirra sem rannsaka spillingu í Úkraínu. Æ fleiri hafa kallað eftir brottreksti hans. Þar á meðal eru þingmenn og jafnvel þingmenn úr flokki Selenskís. Sjá einnig: Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Í ávarpi sem Selenskí birti skömmu eftir klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, sagði hann meðal annars að hann myndi hefja viðræður á morgun um breytingar á skrifstofu forsetaembættisins og hefja leit að nýjum starfsmannastjóra. Russia is eager for Ukraine to make mistakes. We won’t make any. Our work goes on. Our struggle goes on. We have no right to fall short, no right to retreat or turn on one another. If we lose our unity, we risk losing everything – ourselves, Ukraine, and our future. We must stand… pic.twitter.com/EQ3Pu7R9Q5— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 28, 2025 Jermak hefur spilað stóra rullu í friðarviðræðum síðustu daga og hefur spillingarmálið gert hlutverk hans þar umdeildara. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að hann vildi að bandamenn Úkraínu hefðu engar efasemdir og það spilaði inn í af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. 28. nóvember 2025 15:28 Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42 Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Í morgun bárust fregnir af því að rannsakendur andspillingarstofanna í Úkraínu hefðu gert húsleit heima hjá Jermak og á skrifstofu hans. Umrætt spillingarmál snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Háttsettir embættismenn og fyrrverandi viðskiptafélagi Selenskís eru grunaðir um græsku í málinu en dómsmálaráðherra og orkumálaráðherra Úkraínu hafa verið reknir vegna málsins. Jermak hefur ekki stöðu sakbornings en hann hefur verið sakaður um að stýra áreitni í garð þeirra sem rannsaka spillingu í Úkraínu. Æ fleiri hafa kallað eftir brottreksti hans. Þar á meðal eru þingmenn og jafnvel þingmenn úr flokki Selenskís. Sjá einnig: Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Í ávarpi sem Selenskí birti skömmu eftir klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, sagði hann meðal annars að hann myndi hefja viðræður á morgun um breytingar á skrifstofu forsetaembættisins og hefja leit að nýjum starfsmannastjóra. Russia is eager for Ukraine to make mistakes. We won’t make any. Our work goes on. Our struggle goes on. We have no right to fall short, no right to retreat or turn on one another. If we lose our unity, we risk losing everything – ourselves, Ukraine, and our future. We must stand… pic.twitter.com/EQ3Pu7R9Q5— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 28, 2025 Jermak hefur spilað stóra rullu í friðarviðræðum síðustu daga og hefur spillingarmálið gert hlutverk hans þar umdeildara. Í ávarpi sínu sagði Selenskí að hann vildi að bandamenn Úkraínu hefðu engar efasemdir og það spilaði inn í af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. 28. nóvember 2025 15:28 Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42 Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Yfirvöld í Þýskalandi handtóku í dag Úkraínumann sem er grunaður um að hafa sprengt Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í sundur árið 2022. Maðurinn var framseldur frá Ítalíu þar sem hann var handtekinn í sumar. 28. nóvember 2025 15:28
Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Forsætisráðherra Belgíu segist ekki vilja leggja hald á frysta sjóði Rússa þar í landi. Hann óttast að Rússar muni höfða mál gegn Belgíu og að Belgar muni sitja uppi með skaðabótaskyldu. Þá segir ráðherrann, sem heitir Bart De Wever, að eignaupptakan gæti komið niður á friðarviðleitni varðandi innrás Rússa í Úkraínu. 28. nóvember 2025 11:42
Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42
Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39