Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 17:43 Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, við Vífilsstaði að undirritun lokinni. Stjórnarráðið Samkomulag ríkisins og Garðabæjar um sameiginlega þróun Vífilsstaðareits var undirritað í dag. Í því er lögð sér áhersla á íbúðabyggð, heilbrigðistengda starfsemi og skólaþjónustu á svæðinu. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd ríkisins. Gert er ráð fyrir að nýtt deiliskipulag fyrir svæðið allt verði tilbúið í lok árs 2027 eða byrjun árs 2028, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að fyrirhugað sé að byrja á endurskipulagningu lóða við Spítalaveg 1–3 fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Deiliskipulag fyrir þann hluta svæðisins verði unnið fyrir vorið 2026 og í kjölfarið hefji ríkið opið söluferli á fasteignum í samstarfi við Garðabæ. Markmið með sölu eignanna sé að koma þeim í not á ný fyrir þjónustutengda starfsemi sem er til þess fallin að auka aðdráttarafl svæðisins og stuðla að mannlífi og umsvifum. Þá segir að óbreytt hjúkrunarstarfsemi verði rekin á staðnum að minnsta kosti til ársloka 2030, en framtíðarnýting hússins verði skoðuð í tengslum við heildarskipulag svæðisins. Ráðuneytið muni fela Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum (FSRE) að hefja niðurrif ónýtra húsa á svæðinu í tengslum við nánari þróun svæðisins. Þá verða endurbætur á ytra byrði Yfirlæknisbústaðarins kláraðar og tryggt að húsið fái verðugan sess á svæðinu. Garðabær og íslenska ríkið séu sammála um að hefja viðræður um möguleg kaup Garðabæjar á tveimur fasteignum á svæðinu að Spítalavegi 2 og 15 sem hýst hefur skólastarfsemi. „Með þessu samkomulagi er stigið mikilvægt skref í átt að heildstæðri uppbyggingu á Vífilsstöðum. Svæðið á sér langa sögu og þar eru miklir möguleikar á uppbyggingu og með þessu samkomulagi tryggjum við að samvinnu ríkisins og Garðabæjar með góða nýtingu landsins að leiðarljósi,“ er haft eftir Daða Má í tilkynningu. Garðabær Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Hjúkrunarheimili Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd ríkisins. Gert er ráð fyrir að nýtt deiliskipulag fyrir svæðið allt verði tilbúið í lok árs 2027 eða byrjun árs 2028, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að fyrirhugað sé að byrja á endurskipulagningu lóða við Spítalaveg 1–3 fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Deiliskipulag fyrir þann hluta svæðisins verði unnið fyrir vorið 2026 og í kjölfarið hefji ríkið opið söluferli á fasteignum í samstarfi við Garðabæ. Markmið með sölu eignanna sé að koma þeim í not á ný fyrir þjónustutengda starfsemi sem er til þess fallin að auka aðdráttarafl svæðisins og stuðla að mannlífi og umsvifum. Þá segir að óbreytt hjúkrunarstarfsemi verði rekin á staðnum að minnsta kosti til ársloka 2030, en framtíðarnýting hússins verði skoðuð í tengslum við heildarskipulag svæðisins. Ráðuneytið muni fela Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum (FSRE) að hefja niðurrif ónýtra húsa á svæðinu í tengslum við nánari þróun svæðisins. Þá verða endurbætur á ytra byrði Yfirlæknisbústaðarins kláraðar og tryggt að húsið fái verðugan sess á svæðinu. Garðabær og íslenska ríkið séu sammála um að hefja viðræður um möguleg kaup Garðabæjar á tveimur fasteignum á svæðinu að Spítalavegi 2 og 15 sem hýst hefur skólastarfsemi. „Með þessu samkomulagi er stigið mikilvægt skref í átt að heildstæðri uppbyggingu á Vífilsstöðum. Svæðið á sér langa sögu og þar eru miklir möguleikar á uppbyggingu og með þessu samkomulagi tryggjum við að samvinnu ríkisins og Garðabæjar með góða nýtingu landsins að leiðarljósi,“ er haft eftir Daða Má í tilkynningu.
Garðabær Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Hjúkrunarheimili Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira