Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 17:31 Leikmenn FCK fagna sigri á Kairat Almaty en markvörður Dominik Kotarski er ekki beint upplitsdjarfur. Getty/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Viktor Bjarki Daðason skoraði í fyrsta sigri FC Kaupmannahafnar í Meistaradeildinni á þessu tímabili í gærkvöldu en þetta var ekki gott kvöld fyrir alla leikmenn danska liðsins. Eftir sigurinn á FC Kairat Almaty fékk Dominik Kotarski, markvörður F.C. Kaupmannahafnar, alvarleg, hatursfull skilaboð og athugasemdir á samfélagsmiðlum. Kotarski gerði stór mistök sem kom mótherjunum aftur inn í leikinn. FCK var komið í 3-0 en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Forráðamenn FCK sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Beinu skilaboðin innihalda meðal annars líflátshótanir sem beint er að Dominik Kotarski sjálfum, fjölskyldu hans, óléttri eiginkonu hans og ófæddu barni þeirra. Algjörlega og fullkomlega óásættanlegt Í yfirlýsingunni kemur fram að málið hafi verið sent til lögreglunnar. „Þetta er algjörlega og fullkomlega óásættanlegt og F.C. Kaupmannahöfn stendur því nú þétt við bakið á Dominik Kotarski og fjölskyldu hans, á meðan félagið fer yfir allt efnið og afhendir það lögreglunni. Dominik Kotarski er maður sem við virðum og okkur þykir vænt um – bæði sem leikmaður og sem persóna. Félagið stendur 100% með honum og við veitum Dominik og fjölskyldu hans allan nauðsynlegan stuðning, þar með talið lögfræðiaðstoð,“ sagði í yfirlýsingunni. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt „F.C. Kaupmannahöfn fordæmir harðlega hvers kyns illgjarna hegðun og við getum á engan hátt sætt okkur við að einn af leikmönnum okkar verði fyrir slíkum munnlegum árásum. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt vegna vinnu sinnar og þess vegna erum við nú í nánu samstarfi við viðeigandi yfirvöld,“ sagði þar enn fremur. Getur sameinað okkur „Fótboltinn hefur ótrúlegan hæfileika til að sameina okkur öll og þar er pláss fyrir ástríðu og tilfinningar, skoðanir og gagnrýni. En þessu fylgir sérstök ábyrgð. Okkur er öllum skylt að gæta að tóninum innan fótboltans. Hvort sem um er að ræða ummæli úr stúkunni, á samfélagsmiðlum eða á götunni, þá er farið yfir strikið þegar kemur að hatursfullum skilaboðum, hótunum og óviðeigandi athugasemdum. Það er óásættanlegt að tjá sig á kostnað virðingar fyrir einstaklingnum. Við skorum því á alla í kringum fótboltann að vera meðvitaðir um þessa ábyrgð. Persónulegar árásir mega aldrei verða viðtekin venja – hvorki í tali né í riti,“ sagði í yfirlýsingunni. FCK segist standa með Dominik Kotarski núna sem og í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Eftir sigurinn á FC Kairat Almaty fékk Dominik Kotarski, markvörður F.C. Kaupmannahafnar, alvarleg, hatursfull skilaboð og athugasemdir á samfélagsmiðlum. Kotarski gerði stór mistök sem kom mótherjunum aftur inn í leikinn. FCK var komið í 3-0 en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Forráðamenn FCK sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Beinu skilaboðin innihalda meðal annars líflátshótanir sem beint er að Dominik Kotarski sjálfum, fjölskyldu hans, óléttri eiginkonu hans og ófæddu barni þeirra. Algjörlega og fullkomlega óásættanlegt Í yfirlýsingunni kemur fram að málið hafi verið sent til lögreglunnar. „Þetta er algjörlega og fullkomlega óásættanlegt og F.C. Kaupmannahöfn stendur því nú þétt við bakið á Dominik Kotarski og fjölskyldu hans, á meðan félagið fer yfir allt efnið og afhendir það lögreglunni. Dominik Kotarski er maður sem við virðum og okkur þykir vænt um – bæði sem leikmaður og sem persóna. Félagið stendur 100% með honum og við veitum Dominik og fjölskyldu hans allan nauðsynlegan stuðning, þar með talið lögfræðiaðstoð,“ sagði í yfirlýsingunni. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt „F.C. Kaupmannahöfn fordæmir harðlega hvers kyns illgjarna hegðun og við getum á engan hátt sætt okkur við að einn af leikmönnum okkar verði fyrir slíkum munnlegum árásum. Enginn ætti að þurfa að óttast um öryggi sitt vegna vinnu sinnar og þess vegna erum við nú í nánu samstarfi við viðeigandi yfirvöld,“ sagði þar enn fremur. Getur sameinað okkur „Fótboltinn hefur ótrúlegan hæfileika til að sameina okkur öll og þar er pláss fyrir ástríðu og tilfinningar, skoðanir og gagnrýni. En þessu fylgir sérstök ábyrgð. Okkur er öllum skylt að gæta að tóninum innan fótboltans. Hvort sem um er að ræða ummæli úr stúkunni, á samfélagsmiðlum eða á götunni, þá er farið yfir strikið þegar kemur að hatursfullum skilaboðum, hótunum og óviðeigandi athugasemdum. Það er óásættanlegt að tjá sig á kostnað virðingar fyrir einstaklingnum. Við skorum því á alla í kringum fótboltann að vera meðvitaðir um þessa ábyrgð. Persónulegar árásir mega aldrei verða viðtekin venja – hvorki í tali né í riti,“ sagði í yfirlýsingunni. FCK segist standa með Dominik Kotarski núna sem og í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn)
Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira