Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 12:51 Erlingur Erlingsson Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni. Íslandsheimsókn Rutte er hans fyrsta frá því hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur svaraði því játandi að uppi væru einir flóknustu og erfiðustu tímar hjá NATÓ í langan tíma, bæði hvað varðar innri pólitík og öryggismál. „Afstaða Bandaríkjastjórnar gagnvart NATO og gagnvart sameiginlegri varnarskuldbindingu bandalagsins, svokallaðri fimmtu grein, er mjög í vafa og hefur verið allt frá fyrra kjörtímabili Trumps en líka aftur núna. Það er stórt pólitískt vandamál fyrir NATO og svo er bandalagið með landvinningastríð við landamærin í austri og Rússar hafa verið í óhefðbundnu stríði við NATO-ríki allt frá 2022.“Bandaríkjastjórn hefur hvatt Úkraínu til að gefa eftir gagnvart Rússum til að friður geti orðið. Erlingur segir að Vesturlönd þurfi að hugleiða hvort þau vilji styðja betur við Úkraínu eða hvort þau sætti sig við að stríðið malli áfram án niðurstöðu.„Sem framkvæmdastjóri NATO er auðvitað hans hlutverk að huga að þeim helstu áskorunum sem bandalagið stendur frammi fyrir og reyna að afla því fylgis að aðildaþjóðirnar verði sammála um að bregðast við. Það eru ekki bara Bandaríkin sem eru á sérkennilegri vegferð, það eru ríki inni í NATO líka sem hafa ekki sömu sýn á árásarstríð Rússa gegn Úkraínu og flest ríki á Vesturlöndum hafa og á Norðurlöndum sérstaklega. Hann er í mjög erfiðri stöðu en það er ekki svo að þetta sé einungis verkefni NATO og það er hefð fyrir því innan Atlandshafsbandalagsins að hópar ríkja innan bandalagsins taki sig saman um aðgerðir þegar ekki næst samstaða allra aðildarríkjanna.“ En svo þyrfti Rutte að horfa til lengri tíma.„Hann hefur talað mjög skýrt, eins og Jens Stoltenberg forveri hans gerði, um að hervæðing Rússlands og hervæðing alls rússnesks samfélags og efnahagslífs, sem hefur verið í stríðinu, að miklu leyti þýði það að NATO standi frammi fyrir átökum við Rússland innan fárra ára. Hann er með tvöfalda áskorun, það er kapphlaup bandalagsins að vera tilbúið til að vonandi fæla Rússa frá slíkum átökum eða þá að verjast af krafti ef til þeirra kemur og síðan er hitt verkefnið að tryggja að Úkraínustríðið fái réttlátan og ásættanlegan endi.“ Innrás Rússa í Úkraínu NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. 27. nóvember 2025 11:55 Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. 27. nóvember 2025 06:32 Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. 25. nóvember 2025 12:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Íslandsheimsókn Rutte er hans fyrsta frá því hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur svaraði því játandi að uppi væru einir flóknustu og erfiðustu tímar hjá NATÓ í langan tíma, bæði hvað varðar innri pólitík og öryggismál. „Afstaða Bandaríkjastjórnar gagnvart NATO og gagnvart sameiginlegri varnarskuldbindingu bandalagsins, svokallaðri fimmtu grein, er mjög í vafa og hefur verið allt frá fyrra kjörtímabili Trumps en líka aftur núna. Það er stórt pólitískt vandamál fyrir NATO og svo er bandalagið með landvinningastríð við landamærin í austri og Rússar hafa verið í óhefðbundnu stríði við NATO-ríki allt frá 2022.“Bandaríkjastjórn hefur hvatt Úkraínu til að gefa eftir gagnvart Rússum til að friður geti orðið. Erlingur segir að Vesturlönd þurfi að hugleiða hvort þau vilji styðja betur við Úkraínu eða hvort þau sætti sig við að stríðið malli áfram án niðurstöðu.„Sem framkvæmdastjóri NATO er auðvitað hans hlutverk að huga að þeim helstu áskorunum sem bandalagið stendur frammi fyrir og reyna að afla því fylgis að aðildaþjóðirnar verði sammála um að bregðast við. Það eru ekki bara Bandaríkin sem eru á sérkennilegri vegferð, það eru ríki inni í NATO líka sem hafa ekki sömu sýn á árásarstríð Rússa gegn Úkraínu og flest ríki á Vesturlöndum hafa og á Norðurlöndum sérstaklega. Hann er í mjög erfiðri stöðu en það er ekki svo að þetta sé einungis verkefni NATO og það er hefð fyrir því innan Atlandshafsbandalagsins að hópar ríkja innan bandalagsins taki sig saman um aðgerðir þegar ekki næst samstaða allra aðildarríkjanna.“ En svo þyrfti Rutte að horfa til lengri tíma.„Hann hefur talað mjög skýrt, eins og Jens Stoltenberg forveri hans gerði, um að hervæðing Rússlands og hervæðing alls rússnesks samfélags og efnahagslífs, sem hefur verið í stríðinu, að miklu leyti þýði það að NATO standi frammi fyrir átökum við Rússland innan fárra ára. Hann er með tvöfalda áskorun, það er kapphlaup bandalagsins að vera tilbúið til að vonandi fæla Rússa frá slíkum átökum eða þá að verjast af krafti ef til þeirra kemur og síðan er hitt verkefnið að tryggja að Úkraínustríðið fái réttlátan og ásættanlegan endi.“
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. 27. nóvember 2025 11:55 Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. 27. nóvember 2025 06:32 Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. 25. nóvember 2025 12:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. 27. nóvember 2025 11:55
Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. 27. nóvember 2025 06:32
Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. 25. nóvember 2025 12:51