Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 12:51 Á öryggissvæðinu í Keflavík er meðal annars aðstaða til þjónustu við bandalagsríki NATO og til æfinga. Vísir/Arnar Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. Hann telur að nýtt NATO-markmið um að ríki verji 1,5% af vergri landsframleiðslu í verkefni sem ætlað er að efla viðnámsþrótt feli í sér tækifæri fyrir Ísland til að umbreyta þeirri menningu, sem byggist á borgaralegum vörnum landsins, yfir í formlegri þjóðaröryggisnálgun sem sé tryggilega fjármögnuð. Charlie Edwards, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum hjá International Institute for Strategic Studies (IISS), skrifar greininguna sem IISS birti á heimasíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „Lítið ríki, mikil berskjöldun: Ný þjóðaröryggisstefna Íslands“ í grófri íslenskri þýðingu. Fjölþættir veikleikar og ekki lengur skjól í fjarlægðinni Í greininni varpar Edwards ljósi á breyttar öryggisáherslur Íslands í ljósi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu og aukinnar spennu á Norðurslóðum. Vísað er til skýrslu þverpólitísks þingmannahóps sem lögð var til grundvallar við mótun varnarstefnu fyrir Ísland sem nú liggur fyrir Alþingi. „Afskekkt staðsetning Íslands, fjarlægð og einangrun nægir ekki lengur til að verjast ytri ógnum. Þvert á móti skapa þessir þættir sérstakar áskoranir. Veikleikar eru fjölþættir, og spanna bæði hið efnislega og hinar stafrænu víddir,“ skrifar Edwards. Landið sé mjög háð innflutningi á matvælum, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum auk þess sem neðansjávarstrengir séu mikilvæg taug til landsins sem þoli illa að þeir verði fyrir raski og sama á við um aðfangakeðjurnar. Þar að auki séu innviðir, meðal annars á Suðurnesjum þar sem er þjónusta við bandalagsríki NATO á öryggissvæðinu í Keflavík, illa varðir fyrir náttúruhamförum eða árásum. Þar sem Ísland sé komið langt í innleiðingu og nýtingu stafrænna lausna og landið skorar hátt á heimsmælikvarða hvað varðar notkun og aðgengi landsmanna að netinu er Ísland því heldur ekki ónæmt fyrir netárásum. Þannig stafi Íslandi ógn af því að vera skotmark skipulagðra árása studdum af erlendum ríkjum. Þá séu landsmenn mjög virkir á samfélagsmiðlum sem geri þjóðina enn viðkvæmari fyrir upplýsingaóreiðu, meinupplýsingum og undirróðursherferðum sem ætlað sé að grafa undan trausti í samfélaginu. Ísland freistandi skotmark Þrátt fyrir umfangsmikil markmið stjórnvalda sem sett eru fram í skýrslu þingmannahópsins og í nýrri varnarstefnu þá verður það áskorun og mun reyna á getu stjórnvalda að innleiða þau að mati Edwards. Áskorunin felist meðal annars í flóknu stofnanaumhverfi og fjármögnun, en hann bendir á að þeir fjármunir sem Ísland ver nú í varnartengd verkefni séu langt frá því að uppfylla markmið NATO um 1,5% af VFL. Staða Íslands í dag sé einfaldlega sú að landið sé „freistandi skotmark og viðkvæmt fyrir nútímalegum fjölþáttaógnum,“ líkt og Edwards orðar þar. Þar falla undir ógnir á borð við netárásir studdar af erlendum ríkjum, skemmdarverk á neðansjávarstrengjum og undirróðursherferðir. Því geti Ísland ekki lengur treyst aðeins á öryggistryggingar í gegnum varnarsamninga við önnur ríki eða aðild að Atlantshafsbandalaginu. Öryggisráðstafanir þurfi einnig að efla innan frá, meðal annars með því að efla samfélagslegan viðnámsþrótt og innviði. Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Fjölþáttaógnir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Hann telur að nýtt NATO-markmið um að ríki verji 1,5% af vergri landsframleiðslu í verkefni sem ætlað er að efla viðnámsþrótt feli í sér tækifæri fyrir Ísland til að umbreyta þeirri menningu, sem byggist á borgaralegum vörnum landsins, yfir í formlegri þjóðaröryggisnálgun sem sé tryggilega fjármögnuð. Charlie Edwards, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum hjá International Institute for Strategic Studies (IISS), skrifar greininguna sem IISS birti á heimasíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „Lítið ríki, mikil berskjöldun: Ný þjóðaröryggisstefna Íslands“ í grófri íslenskri þýðingu. Fjölþættir veikleikar og ekki lengur skjól í fjarlægðinni Í greininni varpar Edwards ljósi á breyttar öryggisáherslur Íslands í ljósi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu og aukinnar spennu á Norðurslóðum. Vísað er til skýrslu þverpólitísks þingmannahóps sem lögð var til grundvallar við mótun varnarstefnu fyrir Ísland sem nú liggur fyrir Alþingi. „Afskekkt staðsetning Íslands, fjarlægð og einangrun nægir ekki lengur til að verjast ytri ógnum. Þvert á móti skapa þessir þættir sérstakar áskoranir. Veikleikar eru fjölþættir, og spanna bæði hið efnislega og hinar stafrænu víddir,“ skrifar Edwards. Landið sé mjög háð innflutningi á matvælum, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum auk þess sem neðansjávarstrengir séu mikilvæg taug til landsins sem þoli illa að þeir verði fyrir raski og sama á við um aðfangakeðjurnar. Þar að auki séu innviðir, meðal annars á Suðurnesjum þar sem er þjónusta við bandalagsríki NATO á öryggissvæðinu í Keflavík, illa varðir fyrir náttúruhamförum eða árásum. Þar sem Ísland sé komið langt í innleiðingu og nýtingu stafrænna lausna og landið skorar hátt á heimsmælikvarða hvað varðar notkun og aðgengi landsmanna að netinu er Ísland því heldur ekki ónæmt fyrir netárásum. Þannig stafi Íslandi ógn af því að vera skotmark skipulagðra árása studdum af erlendum ríkjum. Þá séu landsmenn mjög virkir á samfélagsmiðlum sem geri þjóðina enn viðkvæmari fyrir upplýsingaóreiðu, meinupplýsingum og undirróðursherferðum sem ætlað sé að grafa undan trausti í samfélaginu. Ísland freistandi skotmark Þrátt fyrir umfangsmikil markmið stjórnvalda sem sett eru fram í skýrslu þingmannahópsins og í nýrri varnarstefnu þá verður það áskorun og mun reyna á getu stjórnvalda að innleiða þau að mati Edwards. Áskorunin felist meðal annars í flóknu stofnanaumhverfi og fjármögnun, en hann bendir á að þeir fjármunir sem Ísland ver nú í varnartengd verkefni séu langt frá því að uppfylla markmið NATO um 1,5% af VFL. Staða Íslands í dag sé einfaldlega sú að landið sé „freistandi skotmark og viðkvæmt fyrir nútímalegum fjölþáttaógnum,“ líkt og Edwards orðar þar. Þar falla undir ógnir á borð við netárásir studdar af erlendum ríkjum, skemmdarverk á neðansjávarstrengjum og undirróðursherferðir. Því geti Ísland ekki lengur treyst aðeins á öryggistryggingar í gegnum varnarsamninga við önnur ríki eða aðild að Atlantshafsbandalaginu. Öryggisráðstafanir þurfi einnig að efla innan frá, meðal annars með því að efla samfélagslegan viðnámsþrótt og innviði.
Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Fjölþáttaógnir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent