Ákærur gegn Comey og James felldar niður Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2025 15:56 James Comey, Lindsey Halligan og Letitia James. AP Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. Úrskurðurinn bindur enda á málaferlin gegn Comey og James, um tíma, en hann sneri ekki að málaferlunum sjálfum heldur eingöngu að því hvernig Lindsey Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verjendur Comey og James hafa lagt fram nokkrar kröfur um að málin gegn þeim verði felld niður. Það á samkvæmt þeim að gera vegna þess að ákærurnar hafi verið drifnar áfram af pólitískum hvötum og hefndargirnd Trumps. Þá hafa þeir haldið því fram að ríkisstjórn Trumps hefði ekki haft vald til að skipa hana í embætti. Því var Cameron McGowan Currie, dómarinn, sammála. Pam Bondi, dómsmálaráðherra, hefur heitið því að úrskurðinum verði áfrýjað eða að ákærurnar verði mögulega lagðar fram á nýjan leik. Kallaði eftir ákærum og fékk þær Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trumps að þeim afskiptum. Hann var ákærður í september fyrir að ljúga að þingmönnum í tengslum við rannsókn þeirra á rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort framboð Trumps hafi starfað með þeim. Það var eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði ítrekað kallað eftir því að Comey yrði ákærður, auk annarra pólitískra andstæðinga hans. Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu í september. Þá hafði forveri hennar komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til að ákæra Comey. Sá var í kjölfarið rekinn af Trump og Halligan var skipuð í hans stað. Hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps og hafði enga reynslu af saksóknarastörfum. Hún hafði einungis nokkra daga til að ákæra Comey áður en meint brot hans yrðu fyrnd og kallaði saman ákærudómstól, sem samþykkti tvær ákærur gegn Comey. Þær ákærur þykja nokkuð umdeildar og hefur annar dómari til skoðunar hvort þær séu löglegar, þar sem þær voru tæknilega séð ekki lagðar fyrir alla kviðdómendur. Fagna niðurfellinu Letitia James var einnig ákærð í Virginíu en fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Eins og með Comey hefur Trump kallað eftir því að hún verði ákærð og var það á endanum gert og var það Halligan sem ákærði James. Hún var, eins og Trump, ákærð fyrir bankasvik og skjalafals í tengslum við húsnæðislán. Bæði Comey og James hafa fagnað því að ákærurnar gegn þeim hafi verið felldar niður, í bili allavega. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Sjá meira
Úrskurðurinn bindur enda á málaferlin gegn Comey og James, um tíma, en hann sneri ekki að málaferlunum sjálfum heldur eingöngu að því hvernig Lindsey Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verjendur Comey og James hafa lagt fram nokkrar kröfur um að málin gegn þeim verði felld niður. Það á samkvæmt þeim að gera vegna þess að ákærurnar hafi verið drifnar áfram af pólitískum hvötum og hefndargirnd Trumps. Þá hafa þeir haldið því fram að ríkisstjórn Trumps hefði ekki haft vald til að skipa hana í embætti. Því var Cameron McGowan Currie, dómarinn, sammála. Pam Bondi, dómsmálaráðherra, hefur heitið því að úrskurðinum verði áfrýjað eða að ákærurnar verði mögulega lagðar fram á nýjan leik. Kallaði eftir ákærum og fékk þær Trump hefur lengi haft horn í síðu Comeys og hann hefur um árabil verið fyrirlitinn af Trump-liðum. Forsetinn rak Comey árið 2017, þegar FBI var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016 og meinta aðkomu framboðs Trumps að þeim afskiptum. Hann var ákærður í september fyrir að ljúga að þingmönnum í tengslum við rannsókn þeirra á rannsókn FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort framboð Trumps hafi starfað með þeim. Það var eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafði ítrekað kallað eftir því að Comey yrði ákærður, auk annarra pólitískra andstæðinga hans. Halligan var skipuð í embætti alríkissaksóknara í Austur-Virginíu í september. Þá hafði forveri hennar komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til að ákæra Comey. Sá var í kjölfarið rekinn af Trump og Halligan var skipuð í hans stað. Hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps og hafði enga reynslu af saksóknarastörfum. Hún hafði einungis nokkra daga til að ákæra Comey áður en meint brot hans yrðu fyrnd og kallaði saman ákærudómstól, sem samþykkti tvær ákærur gegn Comey. Þær ákærur þykja nokkuð umdeildar og hefur annar dómari til skoðunar hvort þær séu löglegar, þar sem þær voru tæknilega séð ekki lagðar fyrir alla kviðdómendur. Fagna niðurfellinu Letitia James var einnig ákærð í Virginíu en fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Eins og með Comey hefur Trump kallað eftir því að hún verði ákærð og var það á endanum gert og var það Halligan sem ákærði James. Hún var, eins og Trump, ákærð fyrir bankasvik og skjalafals í tengslum við húsnæðislán. Bæði Comey og James hafa fagnað því að ákærurnar gegn þeim hafi verið felldar niður, í bili allavega.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Sjá meira