Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2025 12:30 Nick Woltemade er dýrasti leikmaður í sögu Newcastle United. getty/Michael Driver Nick Woltemade hefur tekið stór skref á sínum ferli á undanförnum árum. Aron Jóhannsson þekkir til Woltemade og hann hefur komið honum á óvart. Woltemade lét til sín taka þegar Newcastle United sigraði Manchester City, 2-1, á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þjóðverjinn hávaxni hefur skorað sex mörk fyrir Newcastle síðan hann kom til liðsins frá Stuttgart í haust og þá hefur hann gert fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Þýskaland í ár. Aron kannast við kauða en Woltemade var á mála hjá Bremen á sama tíma og hann. Aron viðurkennir að hann hafi ekki séð fyrir að Woltemade myndi ná jafn langt og hann hefur náð. „Ég gerði það að sjálfsögðu ekki,“ sagði Aron í Sunnudagsmessunni í gær. Klippa: Messan - Aron um Woltemade „Hann var ungur og það vantaði svolítið mikil gæði í hann þá en hann er heldur betur búinn að koma mér og fleirum á óvart. Það er gaman að fylgjast með honum. Þegar þeir keyptu hann á svona háa fjárhæð var hann eiginlega bara búinn að eiga eitt almennilegt tímabil í meistaraflokki en hann er búinn að koma sterkur inn.“ Woltemade skoraði aðeins tvö mörk fyrir Bremen en eftir gott tímabil með Elversberg í þýsku C-deildinni var hann keyptur til Stuttgart þar sem hann gerði góða hluti. Á síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk í þýsku úrvalsdeildinni. Woltemade og félagar í Newcastle eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig. Næsti deildarleikur þeirra er gegn Everton á laugardaginn en annað kvöld sækir Newcastle Marseille heim í Meistaradeild Evrópu. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Þeir Aron Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson fengu það verkefni að gefa sumarkaupum Liverpool einkunn í Sunnudagsmessunni í gær. 24. nóvember 2025 08:01 Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gekk beint að dómara leiksins, Sam Barrott, eftir að Manchester City tapaði 2-1 fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 22:03 Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Harvey Barnes skoraði bæði mörk Newcastle United í frábærum 2-1 sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2025 20:04 Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Newcastle vann 2-1 sigur á Manchester City á St. James' Park í frábærum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 19:26 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Sjá meira
Woltemade lét til sín taka þegar Newcastle United sigraði Manchester City, 2-1, á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þjóðverjinn hávaxni hefur skorað sex mörk fyrir Newcastle síðan hann kom til liðsins frá Stuttgart í haust og þá hefur hann gert fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Þýskaland í ár. Aron kannast við kauða en Woltemade var á mála hjá Bremen á sama tíma og hann. Aron viðurkennir að hann hafi ekki séð fyrir að Woltemade myndi ná jafn langt og hann hefur náð. „Ég gerði það að sjálfsögðu ekki,“ sagði Aron í Sunnudagsmessunni í gær. Klippa: Messan - Aron um Woltemade „Hann var ungur og það vantaði svolítið mikil gæði í hann þá en hann er heldur betur búinn að koma mér og fleirum á óvart. Það er gaman að fylgjast með honum. Þegar þeir keyptu hann á svona háa fjárhæð var hann eiginlega bara búinn að eiga eitt almennilegt tímabil í meistaraflokki en hann er búinn að koma sterkur inn.“ Woltemade skoraði aðeins tvö mörk fyrir Bremen en eftir gott tímabil með Elversberg í þýsku C-deildinni var hann keyptur til Stuttgart þar sem hann gerði góða hluti. Á síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk í þýsku úrvalsdeildinni. Woltemade og félagar í Newcastle eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig. Næsti deildarleikur þeirra er gegn Everton á laugardaginn en annað kvöld sækir Newcastle Marseille heim í Meistaradeild Evrópu. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Þeir Aron Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson fengu það verkefni að gefa sumarkaupum Liverpool einkunn í Sunnudagsmessunni í gær. 24. nóvember 2025 08:01 Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gekk beint að dómara leiksins, Sam Barrott, eftir að Manchester City tapaði 2-1 fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 22:03 Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Harvey Barnes skoraði bæði mörk Newcastle United í frábærum 2-1 sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2025 20:04 Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Newcastle vann 2-1 sigur á Manchester City á St. James' Park í frábærum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 19:26 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Sjá meira
Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Þeir Aron Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson fengu það verkefni að gefa sumarkaupum Liverpool einkunn í Sunnudagsmessunni í gær. 24. nóvember 2025 08:01
Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gekk beint að dómara leiksins, Sam Barrott, eftir að Manchester City tapaði 2-1 fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 22:03
Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Harvey Barnes skoraði bæði mörk Newcastle United í frábærum 2-1 sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2025 20:04
Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Newcastle vann 2-1 sigur á Manchester City á St. James' Park í frábærum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 19:26