Enski boltinn

Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nick Woltemade er dýrasti leikmaður í sögu Newcastle United.
Nick Woltemade er dýrasti leikmaður í sögu Newcastle United. getty/Michael Driver

Nick Woltemade hefur tekið stór skref á sínum ferli á undanförnum árum. Aron Jóhannsson þekkir til Woltemade og hann hefur komið honum á óvart.

Woltemade lét til sín taka þegar Newcastle United sigraði Manchester City, 2-1, á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Þjóðverjinn hávaxni hefur skorað sex mörk fyrir Newcastle síðan hann kom til liðsins frá Stuttgart í haust og þá hefur hann gert fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Þýskaland í ár.

Aron kannast við kauða en Woltemade var á mála hjá Bremen á sama tíma og hann. Aron viðurkennir að hann hafi ekki séð fyrir að Woltemade myndi ná jafn langt og hann hefur náð. 

„Ég gerði það að sjálfsögðu ekki,“ sagði Aron í Sunnudagsmessunni í gær.

Klippa: Messan - Aron um Woltemade

„Hann var ungur og það vantaði svolítið mikil gæði í hann þá en hann er heldur betur búinn að koma mér og fleirum á óvart. Það er gaman að fylgjast með honum. Þegar þeir keyptu hann á svona háa fjárhæð var hann eiginlega bara búinn að eiga eitt almennilegt tímabil í meistaraflokki en hann er búinn að koma sterkur inn.“

Woltemade skoraði aðeins tvö mörk fyrir Bremen en eftir gott tímabil með Elversberg í þýsku C-deildinni var hann keyptur til Stuttgart þar sem hann gerði góða hluti. Á síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk í þýsku úrvalsdeildinni.

Woltemade og félagar í Newcastle eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig. Næsti deildarleikur þeirra er gegn Everton á laugardaginn en annað kvöld sækir Newcastle Marseille heim í Meistaradeild Evrópu.

Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gekk beint að dómara leiksins, Sam Barrott, eftir að Manchester City tapaði 2-1 fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×