Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2025 08:27 Charlie Kirk stofnaði samtökin Turning Point USA. Líkt og aðrir stuðningsmenn Donalds Trump varð honum tíðrætt um meint kosningasvik í forsetakosningunum árið 2020. Einn stjórnenda hreyfingar hans hefur nú játað sig sekan um svik í forvali Repúblikanaflokksins í Arizona í fyrra. AP/John Locher Fyrrverandi ríkisþingmaður Repúblikanaflokksins í Arizona og leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játaði sig sekan um að falsa undirskriftir til stuðnings framboðs síns í fyrra. Hann hafði verið virkur talsmaður stoðlausra samsæriskenninga um meint kosningasvik í forsetakosningunum árið 2020. Austin Smith, eitt forsvarsmanna Turning Point Action, undirdeildar Turning Point USA sem Charlie Kirk stofnaði, gekkst við því í síðustu viku að hafa sjálfur falsað rúmlega hundrað undirskriftir í tengslum við framboð sitt í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Hann hafði áður lýst ásökunum um slíkt sem „út í hött“. Dómsmálaráðherra Arizona sagði Smith meðal annars hafa játað að falsa undirskrift látinnar konu og vísvitandi reynt að blekkja ríkisyfirvöld með því að leggja fram falsaðar undirskriftir framboði sínu til stuðnings. Staðarfjölmiðillinn AZ Mirror segir að þegar Smith framdi brotin hafi hann stýrt stefnumótun Turning Point Action. Það eru samtök sem eiga að virkja ungt hægrifólk. Kirk, sem var ráðinn af dögum í Utah í september, stofnaði samtökin. Hann er sagður mögulega starfsmaður samtakanna enn þann dag í dag. Smith virðist ekki hafa lagt mikinn metnað í falsanir sínar. Undirskriftirnar sem hann falsaði voru flestar með sömu rithöndinni.Úr ákærunni á hendur Austin Smith Þá tilheyrði Smith svonefndum frelsisþingflokki Arizona. Það er hópur harðlinurepúblikana sem hélt meðal annars mjög á lofti staðlausum ásökunum Donalds Trump um að stórfelld kosningasvik hefur kostað hann endurkjör í forsetakosningunum árið 2020. Smith er sagður sleppa nokkuð vel. Hann gerði sátt við saksóknara til þess að komast hjá þyngri refsingu fyrir brot sín. Hann þarf að greiða sekt og verður á skilorði. Þá verður honum bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Hefði Smith aftur á móti verið sóttur til saka eftir ítrasta bókstaf laganna hefði hann átt á hættu að hljóta refsidóm og verið sviptur bæði kjörgengi og kosningarétti. Sækja þarf um til dómara að fá slík réttindi til baka hljóti menn refsidóm í Arizona. Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Austin Smith, eitt forsvarsmanna Turning Point Action, undirdeildar Turning Point USA sem Charlie Kirk stofnaði, gekkst við því í síðustu viku að hafa sjálfur falsað rúmlega hundrað undirskriftir í tengslum við framboð sitt í forvali Repúblikanaflokksins í fyrra. Hann hafði áður lýst ásökunum um slíkt sem „út í hött“. Dómsmálaráðherra Arizona sagði Smith meðal annars hafa játað að falsa undirskrift látinnar konu og vísvitandi reynt að blekkja ríkisyfirvöld með því að leggja fram falsaðar undirskriftir framboði sínu til stuðnings. Staðarfjölmiðillinn AZ Mirror segir að þegar Smith framdi brotin hafi hann stýrt stefnumótun Turning Point Action. Það eru samtök sem eiga að virkja ungt hægrifólk. Kirk, sem var ráðinn af dögum í Utah í september, stofnaði samtökin. Hann er sagður mögulega starfsmaður samtakanna enn þann dag í dag. Smith virðist ekki hafa lagt mikinn metnað í falsanir sínar. Undirskriftirnar sem hann falsaði voru flestar með sömu rithöndinni.Úr ákærunni á hendur Austin Smith Þá tilheyrði Smith svonefndum frelsisþingflokki Arizona. Það er hópur harðlinurepúblikana sem hélt meðal annars mjög á lofti staðlausum ásökunum Donalds Trump um að stórfelld kosningasvik hefur kostað hann endurkjör í forsetakosningunum árið 2020. Smith er sagður sleppa nokkuð vel. Hann gerði sátt við saksóknara til þess að komast hjá þyngri refsingu fyrir brot sín. Hann þarf að greiða sekt og verður á skilorði. Þá verður honum bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Hefði Smith aftur á móti verið sóttur til saka eftir ítrasta bókstaf laganna hefði hann átt á hættu að hljóta refsidóm og verið sviptur bæði kjörgengi og kosningarétti. Sækja þarf um til dómara að fá slík réttindi til baka hljóti menn refsidóm í Arizona.
Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira