Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 14:02 Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir nýjar niðurstöður um stöðu fatlaðs fólks í sveitarfélögum dapurlegar. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnumn velferðarmála en stofnunin birti býlega sláandi úttekt á stöðu fatlaðra í sveitarfélögum á landinu. Vísir Formaður Þroskahjálpar segir óásættanlegt að meira en helmingur sveitarfélaga sé ekki með stefnu í málefnum fatlaðs fólks, fimmtán árum eftir að þau tóku við málaflokknum. Stór hluti sveitarfélaga fari því ekki að lögum. Nauðsynlegt sé að breyta viðhorfi samfélagsins til fatlaðra. Í nýrri úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélögum kemur fram að af 62 sveitarfélögum á landinu eru aðeins 22 þeirra með sérstaka stefnu í málaflokknum. Innan við þriðjungur er með viðmið um fjölda fagmenntaðra í búsetuúrræðum fatlaðra og aðeins helmingur er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Um og yfir helmingur sveitarfélaga á landinu fær falleinkunn í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála. (Úr skýrslu GEV)Vísir Gæða- og eftirlitsstofnun brýnir sveitarfélög til að setja sér fræðslu- og viðbragðsáætlanir. Starfsfólk þurfi að vera meðvitað um lögbundnar skyldur og kröfur til gæða í starfi með fötluðu fólki. Í úttektinni kemur fram að mörg sveitarfélög þurfi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk, reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og samkvæmt nýlega staðfestum Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að gera miklar úrbætur. Fullkomnlega óásættanlegt Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir brýnt að bregðast við þessum niðurstöðum. „Ég vildi óska þess að þetta kæmi okkur á óvart en þetta eru atriði sem við höfum bent á árum saman en lítið hefur gengið. Þetta er fullkomnlega óásættanlegt,“ segir Guðmundur. Þetta þýði að stór hluti sveitarfélaga hafi þar með brugðist hlutverki sínu samkvæmt lögum. „Sveitarfélögunum var falið fyrir 15 árum að veita fötluðu fólki þjónustu og þau tóku það að sér en síðan þá hefur málaflokkurinn fyrst og fremst snúist um sveitarfélögin en ekki fatlað fólk. Stór hluti sveitarfélaga er þar með að bregðast þessum hópi og fer ekki að lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur furðar sig á hvað skortir víða upp á í þjónustuna. „Það er ótrúlegt að sjá, samkvæmt þessari úttekt, að aðeins innan við helmingur sveitarfélaga er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Það er ekki boðlegt og t.d. á skjön við Samning Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að slík áætlun þurfi að vera til staðar,“ segir Guðmundur. Viðhorfin þurfi að breytast Stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú í nóvember. Guðmundur segir það afar jákvætt en viðhorf samfélagsins þurfi að breytast. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af eru viðhorf samfélagsins og sveitarfélaga gagnvart þjónustu við fatlað fólk því lögin hafa verið fyrir hendi í mörg ár og áratugi en eins og sést í þessari úttekt GEV eru alltof mörg sveitarfélög sem fara ekki eftir þeim,“ segir Guðmundur Ármann. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Í nýrri úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélögum kemur fram að af 62 sveitarfélögum á landinu eru aðeins 22 þeirra með sérstaka stefnu í málaflokknum. Innan við þriðjungur er með viðmið um fjölda fagmenntaðra í búsetuúrræðum fatlaðra og aðeins helmingur er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Um og yfir helmingur sveitarfélaga á landinu fær falleinkunn í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála. (Úr skýrslu GEV)Vísir Gæða- og eftirlitsstofnun brýnir sveitarfélög til að setja sér fræðslu- og viðbragðsáætlanir. Starfsfólk þurfi að vera meðvitað um lögbundnar skyldur og kröfur til gæða í starfi með fötluðu fólki. Í úttektinni kemur fram að mörg sveitarfélög þurfi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk, reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og samkvæmt nýlega staðfestum Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að gera miklar úrbætur. Fullkomnlega óásættanlegt Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir brýnt að bregðast við þessum niðurstöðum. „Ég vildi óska þess að þetta kæmi okkur á óvart en þetta eru atriði sem við höfum bent á árum saman en lítið hefur gengið. Þetta er fullkomnlega óásættanlegt,“ segir Guðmundur. Þetta þýði að stór hluti sveitarfélaga hafi þar með brugðist hlutverki sínu samkvæmt lögum. „Sveitarfélögunum var falið fyrir 15 árum að veita fötluðu fólki þjónustu og þau tóku það að sér en síðan þá hefur málaflokkurinn fyrst og fremst snúist um sveitarfélögin en ekki fatlað fólk. Stór hluti sveitarfélaga er þar með að bregðast þessum hópi og fer ekki að lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur furðar sig á hvað skortir víða upp á í þjónustuna. „Það er ótrúlegt að sjá, samkvæmt þessari úttekt, að aðeins innan við helmingur sveitarfélaga er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Það er ekki boðlegt og t.d. á skjön við Samning Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að slík áætlun þurfi að vera til staðar,“ segir Guðmundur. Viðhorfin þurfi að breytast Stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú í nóvember. Guðmundur segir það afar jákvætt en viðhorf samfélagsins þurfi að breytast. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af eru viðhorf samfélagsins og sveitarfélaga gagnvart þjónustu við fatlað fólk því lögin hafa verið fyrir hendi í mörg ár og áratugi en eins og sést í þessari úttekt GEV eru alltof mörg sveitarfélög sem fara ekki eftir þeim,“ segir Guðmundur Ármann.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira