Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2025 10:57 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í skoðunarferð um bækistöðvar strandgæslunnar í Suður-Karólínu. Reglur gæslunnar hafa bannað notkun haturstákna eins og hakakrossins. Drög sem nýrri stefnu sem stofnunin var með í vinnslu gerðu ráð fyrir að slík tákn yrðu ekki lengur bönnuð með öllu. AP/Alex Brandon Bandaríska strandgæslan tók af tvímæli í gær um að hakakrossinn og hengingarsnörur væru haturstákn. Það gerði hún í kjölfar frétta um að hún ætlaði ekki lengur að skilgreina þau sem slík heldur „mögulega umdeild“ tákn. Tilkynning strandgæslunnar birtist sama dag og bandarískir fjölmiðlar sögðu frá drögum að stefnuskjali sem hún hafði látið gera fyrr í þessum mánuði þar sem hakakrossinn og snaran væru talin geta mögulega valdið sundurlyndi. Táknin hafa um árabil verið skilgreind sem haturstákn sem strandgæslunni er bannað að nota. Samkvæmt stefnudrögunum hefðu þau ekki lengur verið bönnuð. Stjórnendur mættu fjarlægja þau ef þau sæjust opinberlega en ekki væri bannað að hafa þau í einkarýmum fjarri augum almennings, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Tíðindi vöktu reiði og hneykslan. Menachem Rosensaft, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla sem er sjálfur gyðingur, sagði hakakrossinn helsta tákn haturs og fordóma. Að skilgreina hann ekki lengur sem slíkt væri eins og að telja krossbrennur og hettur Kú Klúx Klan-samtakanna aðeins „mögulega sundrandi“. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði tillöguna „viðbjóðslega“. Með henni æli Repúblikanaflokkurinn enn á öfgahyggju. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingmaður flokksins, sagði þá hugsun sækja að sér að þetta bendi til einhvers konar samkrulls á milli stjórnvalda og öfgaafla. Sama dag og forsetinn ýjaði að því að þingmenn yrðu hengdir Strandgæslan brást skjótt við og tók sérstaklega fram að hakakrossinn, líkt og önnur tákn sem haturshópar notuðust við, væri bannaður. „Þetta er ekki uppfærð stefna heldur ný stefna til þess að taka á misvísandi upplýsingum og ítreka að bandaríska strandgæslan bannar þessi tákn,“ sagði í tilkynningu stofnunarinnar í gær. Fyrri reglur strandgæslunnar kváðu á um að það flokkaðist sem „hatursatvik“ ef starfsmenn hennar yrðu uppvísir að notkun haturstákna. Eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við var hugtakið „hatursatvik“ fjarlægt úr reglunum en hún beitti sér af hörku gegn öllu sem hún taldi ívilna minnihlutahópum og stuðlaði að jafnrétti. Hugtakið er enn fjarverandi í reglunum eftir uppfærsluna í gær. Fréttirnar af mögulegri útvötnun á skilgreiningu hakakrossins og snörunnar birtust sama dag og Trump forseti deildi samfélagsmiðlafærslu frá notanda með járnkross sem notandamynd sína og hvatti til þess að þingmenn demókrata yrðu hengdir. Nasistar notuðu útgáfu af járnkrossinum í myndmáli sínu. Útbreitt á meðal hvítra þjóðernissinna Hakakrossinn var helsta tákn þýskra nasista þótt táknið sem slíkt væri mun eldra. Undir fána skreyttum krossinum myrtu nasistar um sex milljónir evrópskra gyðinga í helför sinni. Ýmsar nýnasista og öfgahægrihreyfingar halda hakarkossinum enn á lofti. Snaran hefur sérstaka þýðingu í Bandaríkunum en hún skírskotar til þess að Kú Klúx Klan-liðar og aðrir hvítir menn tóku blökkumenn af lífi utan dóms og laga með því að hengja þá. Áætlað er að hátt í fimm þúsund blökkumenn hafi verið hengdir í Bandaríkjunum frá síðustu áratugum 19. aldar fram á seinni hluta þeirrar tuttugustu. Stuðningsmaður Donalds Trump með Suðurríkjafánann inni í bandaríska þinghúsinu í árás æsts múgs á það 6. janúar árið 2021.Vísir/EPA Reglur strandgæslunnar hafa einnig bannað notkun fána gömlu Suðurríkjanna sem reyndu að kljúfa sig úr ríkjasambandinu til þess að halda áfram þrælahaldi á 19. öld. Hvítir þjóðernissinnar í Bandaríkjunum hafa haft sérstakt dálæti á honum í gegnum tíðina. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Tilkynning strandgæslunnar birtist sama dag og bandarískir fjölmiðlar sögðu frá drögum að stefnuskjali sem hún hafði látið gera fyrr í þessum mánuði þar sem hakakrossinn og snaran væru talin geta mögulega valdið sundurlyndi. Táknin hafa um árabil verið skilgreind sem haturstákn sem strandgæslunni er bannað að nota. Samkvæmt stefnudrögunum hefðu þau ekki lengur verið bönnuð. Stjórnendur mættu fjarlægja þau ef þau sæjust opinberlega en ekki væri bannað að hafa þau í einkarýmum fjarri augum almennings, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Tíðindi vöktu reiði og hneykslan. Menachem Rosensaft, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla sem er sjálfur gyðingur, sagði hakakrossinn helsta tákn haturs og fordóma. Að skilgreina hann ekki lengur sem slíkt væri eins og að telja krossbrennur og hettur Kú Klúx Klan-samtakanna aðeins „mögulega sundrandi“. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði tillöguna „viðbjóðslega“. Með henni æli Repúblikanaflokkurinn enn á öfgahyggju. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingmaður flokksins, sagði þá hugsun sækja að sér að þetta bendi til einhvers konar samkrulls á milli stjórnvalda og öfgaafla. Sama dag og forsetinn ýjaði að því að þingmenn yrðu hengdir Strandgæslan brást skjótt við og tók sérstaklega fram að hakakrossinn, líkt og önnur tákn sem haturshópar notuðust við, væri bannaður. „Þetta er ekki uppfærð stefna heldur ný stefna til þess að taka á misvísandi upplýsingum og ítreka að bandaríska strandgæslan bannar þessi tákn,“ sagði í tilkynningu stofnunarinnar í gær. Fyrri reglur strandgæslunnar kváðu á um að það flokkaðist sem „hatursatvik“ ef starfsmenn hennar yrðu uppvísir að notkun haturstákna. Eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við var hugtakið „hatursatvik“ fjarlægt úr reglunum en hún beitti sér af hörku gegn öllu sem hún taldi ívilna minnihlutahópum og stuðlaði að jafnrétti. Hugtakið er enn fjarverandi í reglunum eftir uppfærsluna í gær. Fréttirnar af mögulegri útvötnun á skilgreiningu hakakrossins og snörunnar birtust sama dag og Trump forseti deildi samfélagsmiðlafærslu frá notanda með járnkross sem notandamynd sína og hvatti til þess að þingmenn demókrata yrðu hengdir. Nasistar notuðu útgáfu af járnkrossinum í myndmáli sínu. Útbreitt á meðal hvítra þjóðernissinna Hakakrossinn var helsta tákn þýskra nasista þótt táknið sem slíkt væri mun eldra. Undir fána skreyttum krossinum myrtu nasistar um sex milljónir evrópskra gyðinga í helför sinni. Ýmsar nýnasista og öfgahægrihreyfingar halda hakarkossinum enn á lofti. Snaran hefur sérstaka þýðingu í Bandaríkunum en hún skírskotar til þess að Kú Klúx Klan-liðar og aðrir hvítir menn tóku blökkumenn af lífi utan dóms og laga með því að hengja þá. Áætlað er að hátt í fimm þúsund blökkumenn hafi verið hengdir í Bandaríkjunum frá síðustu áratugum 19. aldar fram á seinni hluta þeirrar tuttugustu. Stuðningsmaður Donalds Trump með Suðurríkjafánann inni í bandaríska þinghúsinu í árás æsts múgs á það 6. janúar árið 2021.Vísir/EPA Reglur strandgæslunnar hafa einnig bannað notkun fána gömlu Suðurríkjanna sem reyndu að kljúfa sig úr ríkjasambandinu til þess að halda áfram þrælahaldi á 19. öld. Hvítir þjóðernissinnar í Bandaríkjunum hafa haft sérstakt dálæti á honum í gegnum tíðina.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira