Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2025 16:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í dag mikinn á samfélagsmiðli sínum þar sem hann kallaði meðal annars eftir því að sex þingmenn Demókrataflokksins yrðu hengdir. Er það eftir að umræddir þingmenn birtu ávarp þar sem þeir hvöttu bandaríska hermenn til að fylgja ekki skipunum frá Hvíta húsinu, ef þær skipanir væru ólöglegar. Trump hefur deilt fjölda færsla á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, þar sem þingmennirnir eru kallaðir hryðjuverkamenn, föðurlandssvikarar og kallað er eftir því að þeir verði ákærðir fyrir landráð, svo eitthvað sé nefnt. Ein færslan sem Trump deildi er frá síðu með járnkross í aðalmynd en viðkomandi kallar eftir því að þingmennirnir verði hengdir og segir að George Washington hefði gert slíkt. Í eigin færslum hefur Trump einnig sagt að réttast væri að ákæra þingmennina fyrir landráð. Þeir séu svikarar og að ummæli þeirra séu stórhættuleg. „Orð þeirra geta ekki staðið. Við munum ekki eiga ríki áfram!!! Það verður að SETJA FORDÆMI,“ skrifaði Trump í einni færslu. Í annarri skrifaði hann að hegðun þingmannanna væri slæm og hættuleg. Þeir væru svikarar og landsráðsmenn og ættu að vera fangelsaðir. Síðan bætti hann við þriðju færslunni: „LANDRÁÐ, refsivert með DAUÐAREFSINGU!“ Birtu myndband eftir árásir Sex þingmenn Demókrataflokksins, sem voru á árum áður í hernum eða störfuðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna, birtu á þriðjudaginn myndband á X. Þar báðu þau hermenn og starfsmenn leyniþjónusta um að fylgja ekki ótilgreindum skipunum frá ríkisstjórn Trumps, ef þær skipanir væru ólöglegar. Umræddir þingmenn eru Elissa Slotkin, Mark Kelly, Jason Crow, Maggie Goodlander, Chris Deluzio og Chrissy Houlahan. Þau sögðu aðila innan Bandaríkjanna ógna stjórnarskrá ríkisins og sögðu að þau myndu standa við bak hermanna sem neituðu ólöglegum skipunum. We want to speak directly to members of the Military and the Intelligence Community.The American people need you to stand up for our laws and our Constitution.Don’t give up the ship. pic.twitter.com/N8lW0EpQ7r— Sen. Elissa Slotkin (@SenatorSlotkin) November 18, 2025 Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er hermönnum skylt að neita að fylgja ólöglegum skipunum. Það að reyna að verjast lögsókn seinna meir með því að segjast eingöngu hafa verið að fylgja skipunum að ofar fríar engan ábyrgð. Meðal þess sem þingmennirnir vísa til í myndbandinu er að ríkisstjórn Trumps hafi beitt hernum gegn bandarískum ríkisborgurum, sem er í flestum tilfellum gegn lögum. Myndbandið var einnig birt í kjölfar þess að bandarískir herinn hefur grandað bátum á Kyrra- og Karíbahafi, sem sagðir eru hafa verið notaðir til að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna og Evrópu. Að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í tuttugu slíkum árásum á undanförnum vikum. Deilt er um það hvort þessar árásir séu yfir höfuð löglegar en ríkisstjórn Trumps hefur ekki lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir því að bátarnir hafi verið notaðir til að smygla og enginn dómstóll hefur fjallað um það hvort mennirnir um borð hafi verið sekir um einhvert lögbrot. Þá er ekki dauðarefsing við því að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Árásirnar hafa því verið kallaðar aftökur utan dóms og laga. Kvarta yfir orðræðu Demókrata Eftir að áhrifavaldurinn Charlie Kirk var myrtur kvörtuðu Repúblikanar ítrekað yfir því að orðræða Demókrata og bandamanna þeirra hefði leitt til morðsins. Það að kalla Trump, stuðningsmenn hans og aðra orðum eins fasista hefði leitt til ofbeldis í garð íhaldsmanna. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði til að mynda á ráðstefnu í dag að öfgasinnuð vinstri hreyfing, sem hann sagði óvini þeirra sem voru á ráðstefnunni hefði myrt vin sinn. .@VP: "Don't let the debates that we're having internally blind us to the fact that we're up against a radical leftist movement that murdered my friend... have our debates, but focus on the enemy so we can win victories that matter for the American people." pic.twitter.com/Xk2ViR5wXC— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) November 20, 2025 Trump hefur um árabil talað um pólitíska andstæðinga sína og aðra sem honum hefur verið illa við með þeim hætti eins og hann gerir í færslunum sem nefndar eru hér að ofan. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Trump hefur deilt fjölda færsla á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, þar sem þingmennirnir eru kallaðir hryðjuverkamenn, föðurlandssvikarar og kallað er eftir því að þeir verði ákærðir fyrir landráð, svo eitthvað sé nefnt. Ein færslan sem Trump deildi er frá síðu með járnkross í aðalmynd en viðkomandi kallar eftir því að þingmennirnir verði hengdir og segir að George Washington hefði gert slíkt. Í eigin færslum hefur Trump einnig sagt að réttast væri að ákæra þingmennina fyrir landráð. Þeir séu svikarar og að ummæli þeirra séu stórhættuleg. „Orð þeirra geta ekki staðið. Við munum ekki eiga ríki áfram!!! Það verður að SETJA FORDÆMI,“ skrifaði Trump í einni færslu. Í annarri skrifaði hann að hegðun þingmannanna væri slæm og hættuleg. Þeir væru svikarar og landsráðsmenn og ættu að vera fangelsaðir. Síðan bætti hann við þriðju færslunni: „LANDRÁÐ, refsivert með DAUÐAREFSINGU!“ Birtu myndband eftir árásir Sex þingmenn Demókrataflokksins, sem voru á árum áður í hernum eða störfuðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna, birtu á þriðjudaginn myndband á X. Þar báðu þau hermenn og starfsmenn leyniþjónusta um að fylgja ekki ótilgreindum skipunum frá ríkisstjórn Trumps, ef þær skipanir væru ólöglegar. Umræddir þingmenn eru Elissa Slotkin, Mark Kelly, Jason Crow, Maggie Goodlander, Chris Deluzio og Chrissy Houlahan. Þau sögðu aðila innan Bandaríkjanna ógna stjórnarskrá ríkisins og sögðu að þau myndu standa við bak hermanna sem neituðu ólöglegum skipunum. We want to speak directly to members of the Military and the Intelligence Community.The American people need you to stand up for our laws and our Constitution.Don’t give up the ship. pic.twitter.com/N8lW0EpQ7r— Sen. Elissa Slotkin (@SenatorSlotkin) November 18, 2025 Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er hermönnum skylt að neita að fylgja ólöglegum skipunum. Það að reyna að verjast lögsókn seinna meir með því að segjast eingöngu hafa verið að fylgja skipunum að ofar fríar engan ábyrgð. Meðal þess sem þingmennirnir vísa til í myndbandinu er að ríkisstjórn Trumps hafi beitt hernum gegn bandarískum ríkisborgurum, sem er í flestum tilfellum gegn lögum. Myndbandið var einnig birt í kjölfar þess að bandarískir herinn hefur grandað bátum á Kyrra- og Karíbahafi, sem sagðir eru hafa verið notaðir til að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna og Evrópu. Að minnsta kosti áttatíu manns hafa fallið í tuttugu slíkum árásum á undanförnum vikum. Deilt er um það hvort þessar árásir séu yfir höfuð löglegar en ríkisstjórn Trumps hefur ekki lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir því að bátarnir hafi verið notaðir til að smygla og enginn dómstóll hefur fjallað um það hvort mennirnir um borð hafi verið sekir um einhvert lögbrot. Þá er ekki dauðarefsing við því að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Árásirnar hafa því verið kallaðar aftökur utan dóms og laga. Kvarta yfir orðræðu Demókrata Eftir að áhrifavaldurinn Charlie Kirk var myrtur kvörtuðu Repúblikanar ítrekað yfir því að orðræða Demókrata og bandamanna þeirra hefði leitt til morðsins. Það að kalla Trump, stuðningsmenn hans og aðra orðum eins fasista hefði leitt til ofbeldis í garð íhaldsmanna. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði til að mynda á ráðstefnu í dag að öfgasinnuð vinstri hreyfing, sem hann sagði óvini þeirra sem voru á ráðstefnunni hefði myrt vin sinn. .@VP: "Don't let the debates that we're having internally blind us to the fact that we're up against a radical leftist movement that murdered my friend... have our debates, but focus on the enemy so we can win victories that matter for the American people." pic.twitter.com/Xk2ViR5wXC— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) November 20, 2025 Trump hefur um árabil talað um pólitíska andstæðinga sína og aðra sem honum hefur verið illa við með þeim hætti eins og hann gerir í færslunum sem nefndar eru hér að ofan.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira