Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2025 16:38 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst. „Var samninganefnd FÍF því nauðbeygð að velja þessa leið til að tekin verði bindandi ákvörðun um málið svo að tryggja megi áframhaldandi þjónustu flugumferðarstjóra og koma í veg fyrir að orðspor Íslands sem þjónustuaðili fyrir alþjóðlega flugrekendur verði fyrir skaða,“ segir í tilkynningunni. Þar segir ennfremur að FÍF óttist þó að vísun kjaradeilunnar til gerðardóms, og niðurstaða hans, leiði ekki til fullnægjandi leiðréttingar á starfskjörum flugumferðarstjóra. Núverandi aðstæður einkennist af miklu álagi, manneklu, fáliðun og háum starfsaldri innan stéttarinnar, sem hafi neikvæð áhrif á þá mikilvægu þjónustu sem stéttin veitir flugrekendum á hverjum degi. „Niðurstaðan er enn og aftur mikil vonbrigði. Flugumferðarstjórar hafa verið samningslausir frá áramótum sem meðal annarsvinnur gegn hagsmunum Íslands sem Isavia hefur verið falið að uppfylla og þeirra fjölmörgu flugrekenda sem fara um íslenska og alþjóðlega flugstjórnarsvæðið.“ Segir í tilkynningunni ennfremur að viðvarandi fáliðun og mannekla hafi leitt til mikils álags innan stéttarinnar sem hefur haft þau áhrif að Isavia, stærsti vinnustaður flugumferðarstjóra, hafi þurft að óska eftir mikilli yfirvinnu af hálfu flugumferðarstjóra með tilheyrandi kostnaði og óhagræði. Takist Isavia ekki að manna vaktir, verði Ísland af mikilvægum gjaldeyristekjum þar sem beina þurfi flugvélum frá íslenska flugstjórnarsvæðinu. „Enn verri er sú ógn sem steðjar að alþjóðlegum samningum þar sem slíkir samningar greiða laun flugumferðarstjóra að langmestu leyti. Laun flugumferðarstjóra koma því að mestum hluta erlendis frá og eru því ekki greidd af íslenska ríkinu. Í þessu samhengi skal einnig hafa í huga að íslensk flugumferðarstjórn er gjaldeyrisskapandi útflutningsatvinnuvegur sem skilar á milli 8 og 9 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári hverju.“ Flugumferðarstjórar hér á landi sinni mikilvægu hlutverki til að tryggja örugga flugumferð til og frá landinu og séu á sama tíma ábyrgir fyrir einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Nauðsynlegt sé að tekin séu mið af kröfum félagsmanna FÍF til að bæta starfskjör þeirra, stuðla að nauðsynlegri nýliðun innan stéttarinnar og á sama tíma draga úr álagi á starfsfólk til að geta veitt samfellda og faglega þjónustu alla daga ársins. Fréttin hefur verið uppfærð. Verkföll flugumferðarstjóra Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Isavia Stéttarfélög Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Var samninganefnd FÍF því nauðbeygð að velja þessa leið til að tekin verði bindandi ákvörðun um málið svo að tryggja megi áframhaldandi þjónustu flugumferðarstjóra og koma í veg fyrir að orðspor Íslands sem þjónustuaðili fyrir alþjóðlega flugrekendur verði fyrir skaða,“ segir í tilkynningunni. Þar segir ennfremur að FÍF óttist þó að vísun kjaradeilunnar til gerðardóms, og niðurstaða hans, leiði ekki til fullnægjandi leiðréttingar á starfskjörum flugumferðarstjóra. Núverandi aðstæður einkennist af miklu álagi, manneklu, fáliðun og háum starfsaldri innan stéttarinnar, sem hafi neikvæð áhrif á þá mikilvægu þjónustu sem stéttin veitir flugrekendum á hverjum degi. „Niðurstaðan er enn og aftur mikil vonbrigði. Flugumferðarstjórar hafa verið samningslausir frá áramótum sem meðal annarsvinnur gegn hagsmunum Íslands sem Isavia hefur verið falið að uppfylla og þeirra fjölmörgu flugrekenda sem fara um íslenska og alþjóðlega flugstjórnarsvæðið.“ Segir í tilkynningunni ennfremur að viðvarandi fáliðun og mannekla hafi leitt til mikils álags innan stéttarinnar sem hefur haft þau áhrif að Isavia, stærsti vinnustaður flugumferðarstjóra, hafi þurft að óska eftir mikilli yfirvinnu af hálfu flugumferðarstjóra með tilheyrandi kostnaði og óhagræði. Takist Isavia ekki að manna vaktir, verði Ísland af mikilvægum gjaldeyristekjum þar sem beina þurfi flugvélum frá íslenska flugstjórnarsvæðinu. „Enn verri er sú ógn sem steðjar að alþjóðlegum samningum þar sem slíkir samningar greiða laun flugumferðarstjóra að langmestu leyti. Laun flugumferðarstjóra koma því að mestum hluta erlendis frá og eru því ekki greidd af íslenska ríkinu. Í þessu samhengi skal einnig hafa í huga að íslensk flugumferðarstjórn er gjaldeyrisskapandi útflutningsatvinnuvegur sem skilar á milli 8 og 9 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári hverju.“ Flugumferðarstjórar hér á landi sinni mikilvægu hlutverki til að tryggja örugga flugumferð til og frá landinu og séu á sama tíma ábyrgir fyrir einu stærsta flugstjórnarsvæði heims. Nauðsynlegt sé að tekin séu mið af kröfum félagsmanna FÍF til að bæta starfskjör þeirra, stuðla að nauðsynlegri nýliðun innan stéttarinnar og á sama tíma draga úr álagi á starfsfólk til að geta veitt samfellda og faglega þjónustu alla daga ársins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verkföll flugumferðarstjóra Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Isavia Stéttarfélög Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira