Erlent

Stærsti bæjar­bruni í landinu frá 1976

Atli Ísleifsson skrifar
Svæðið sem varð eldinum að bráð er sagt á stærð við sex fótboltavelli.
Svæðið sem varð eldinum að bráð er sagt á stærð við sex fótboltavelli. AP

Eyðileggingin er gríðarleg eftir að mikill eldur kom upp í bænum Oita á japönsku eyjunni Kyushu í suðurhluta landsins í gær.

Að minnsta kosti 170 byggingar urðu eldinum að bráð og er bæjarbruninn sagður sá stærsti í landinu frá árinu 1976 ef frá eru taldir brunar sem urðu í tengslum við jarðhræringar.

Erlendir fjölmiðlar segja að 175 íbúar Oita hafi neyðst til að flýja eyjuna, en einn er sagður hafa látið lífið í eldunum.

Bruninn náði yfir svæði sem jafnast á við sex fótboltavelli, næst höfn bæjarins.

Rannsókn er hafin á upptökum brunans.

Sjá má myndband af eldunum í spilaranum að neðan. 

AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×