Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2025 12:11 Kirkjan á Keldum, sem fagnar nú 150 ára afmæli. Kirkjan er mjög falleg eins og sjá má og vel við haldið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Haldið verður upp á 150 ára afmæli Keldnakirkju á Keldum í Rangárþingi ytra í dag en kirkjan er gömul sveitakirkja, sem hefur alltaf verið mjög vel við haldið. Oddasókn á kirkjuna en stefnt er að því að Þjóðminjasafn Íslands taki kirkjuna yfir á nýju ári. Guðsþjónusta verður í Keldnakirkju á eftir klukkan 13:00 í tilefni 150 ára afmælis hennar Guðjón Halldór Óskarsson, organisti spilar og kirkjukór Oddaprestakalls leiðir söng. Drífa Hjartardóttir segir frá sögu kirkjunnar og sr. Halldóra Þorvarðardóttir þjónar fyrir altari. Drífa, sem býr á Keldum segir kirkjuna mjög merkilega. „Hér hefur verið kirkja alveg frá því á 12.öld en þessi kirkja, sem er núna var byggð fyrir 150 árum og það var Guðmundur Brynjólfsson bóndi á Keldum, sem byggði kirkjuna og keypti viðina í hana frá Noregi en það er rauðviður í kirkjunni. Afskaplega vandað og gott hús, falleg kirkja með fallegum gripum gömlum, meira að segja frá Kaþólskum tíma, styttur og altaristaflan eftir Ámunda frá 1792 og svo mætti lengi telja,” segir Drífa. Drífa segir kirkjuna vera ekta sveitakirkja, sem sómir sér vel við hlið gamla bæjarins á staðnum. Kirkjan er opinn allt sumarið fyrir ferðamenn og hafa þeir alltaf jafn gaman að skoða kirkjuna og munina í henni. Drífa Hjartardóttir segir frá sögu kirkjunnar en hún býr á Keldum og segir kirkjuna mjög merkilega.Aðsend „Þetta er ferðamannastaður og Þjóðminjasafnið ætlar sér að taka kirkjuna yfir, það hefur bara ekki enn orðið að því en það verður vonandi bara á næsta ári því í rauninni er kirkjan hluti af gamla bænum og þessum fornminjum, sem eru hér á Keldum,” bætir Drífa við um leið og hún hvetur áhugasama til að mæta í 150 ára afmælisguðþjónustuna og svo í messukaffi í safnaðarheimilinu á Hellu að athöfn lokinni. Keldur er vinsæll ferðamannastaðurAðsend Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Guðsþjónusta verður í Keldnakirkju á eftir klukkan 13:00 í tilefni 150 ára afmælis hennar Guðjón Halldór Óskarsson, organisti spilar og kirkjukór Oddaprestakalls leiðir söng. Drífa Hjartardóttir segir frá sögu kirkjunnar og sr. Halldóra Þorvarðardóttir þjónar fyrir altari. Drífa, sem býr á Keldum segir kirkjuna mjög merkilega. „Hér hefur verið kirkja alveg frá því á 12.öld en þessi kirkja, sem er núna var byggð fyrir 150 árum og það var Guðmundur Brynjólfsson bóndi á Keldum, sem byggði kirkjuna og keypti viðina í hana frá Noregi en það er rauðviður í kirkjunni. Afskaplega vandað og gott hús, falleg kirkja með fallegum gripum gömlum, meira að segja frá Kaþólskum tíma, styttur og altaristaflan eftir Ámunda frá 1792 og svo mætti lengi telja,” segir Drífa. Drífa segir kirkjuna vera ekta sveitakirkja, sem sómir sér vel við hlið gamla bæjarins á staðnum. Kirkjan er opinn allt sumarið fyrir ferðamenn og hafa þeir alltaf jafn gaman að skoða kirkjuna og munina í henni. Drífa Hjartardóttir segir frá sögu kirkjunnar en hún býr á Keldum og segir kirkjuna mjög merkilega.Aðsend „Þetta er ferðamannastaður og Þjóðminjasafnið ætlar sér að taka kirkjuna yfir, það hefur bara ekki enn orðið að því en það verður vonandi bara á næsta ári því í rauninni er kirkjan hluti af gamla bænum og þessum fornminjum, sem eru hér á Keldum,” bætir Drífa við um leið og hún hvetur áhugasama til að mæta í 150 ára afmælisguðþjónustuna og svo í messukaffi í safnaðarheimilinu á Hellu að athöfn lokinni. Keldur er vinsæll ferðamannastaðurAðsend
Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira