„Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 06:46 Mariana Betsa er varautanríkisráðherra Úkraínu. Vísir/Ívar Varautanríkisráðherra Úkraínu segir það vera markmið Rússa að tortíma Úkraínu, og að stefna Rússa hafi ekkert breyst í þeim efnum. Áframhaldandi stuðningur bandalagsríkja skipti sköpum, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Úkraína þurfi vopn til að verja sig. Ráðherrann vonar að Úkraínumenn sem flutt hafa til Íslands snúi á endanum aftur til heimalandsins en gleðst yfir því að landar hennar upplifi sig velkomna á Íslandi. Rússar gera reglulegar árásir á Úkraínu á borgaralega innviði á borð við orkuver sem er ekki síður áhyggjuefni nú þegar veturinn er að bresta á. Þetta segir Mariana Betsa, varautanríkisráðherra Úkraínu, sem er stödd er hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga. Rússar beiti kúgunartaktík „Í aðdraganda vetrarins er nauðsynlegt að fá stuðning, að við náum að rétta úr kútnum. Rússar réðust á orkumannvirki og stofunuð ekki bara milljónum Úkraínumanna í hættu heldur einnig öryggi Evrópu og kjarnorkuöryggi,“ segir Betsa. Í fyrrinótt létust til að mynda sjö Úkraínumenn í árásum Rússa á raforkustöðvar sem tengjast tveimur kjarnorkuverum. Betsa segir Úkraínumenn muni þó ekki láta deigan síga. Rússar hafi misreiknað sig illilega með því að hafa ekki trú á baráttuþrótti Úkraínumanna. „Hernaðarstefna Rússa hefur ekki breyst, að tortíma Úkraínu sem landi og að tortíma Úkraínumönnum sem þjóð. Þetta er kúgunartaktík gegn Úkraínumönnum, sérstaklega af því veturinn er að koma,“ segir Betsa. Þótt Úkraínumenn muni ekki gefast upp við að verja landið sitt segir Betsa stuðning bandalagsríkja við varnarbaráttu Úkraínu skipta sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. Úkraína þurfi fyrst og fremst nauðsynleg vopn til að geta varið sig, og þá sé mikilvægt að Rússar séu beittir enn frekari þvingunaraðgerðum, meðal annars sem beinist gegn skuggaflotanum svokallaða. Tilfinningaþrungið að hitta landa sína á Íslandi Þótt Ísland hafi stutt hlutfallslega minna við Úkraínu en mörg önnur nágrannaríki segist Betsa þakklát fyrir allan þann stuðning sem íslenska þjóðin hafi veitt Úkraínu. Mariana Betsa er í stuttu stoppi á Íslandi en kveðst nýta tímann vel.Vísir/Ívar „Þið gerið samt mikið til að styðja Úkraínu. Hvað varðar orkuinnviði, mannúðarstarf, stoðtæki og einnig þátttöku Íslands í PURL-verkefninu og í gegnum dönsku leiðina. Það er mjög mikilvægt að halda þessum stuðningi áfram,“ segir Betsa, spurð hvort hún ætli að nýta heimsóknina til að beita sér fyrir auknum stuðningi frá Íslandi, sem hafi lagt hlutfallslega minna af mörkum en margar aðrar þjóðir. „Ég átti þess líka kost að hitta úkraínska samfélagið á Íslandi. Það er tilfinningaþrungin hlið á heimsókn minni, en þeim finnst þau velkomin hér. En við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu. En aftur, þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ segir Betsa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Rússar gera reglulegar árásir á Úkraínu á borgaralega innviði á borð við orkuver sem er ekki síður áhyggjuefni nú þegar veturinn er að bresta á. Þetta segir Mariana Betsa, varautanríkisráðherra Úkraínu, sem er stödd er hér á landi í tengslum við Heimsþing kvenleiðtoga. Rússar beiti kúgunartaktík „Í aðdraganda vetrarins er nauðsynlegt að fá stuðning, að við náum að rétta úr kútnum. Rússar réðust á orkumannvirki og stofunuð ekki bara milljónum Úkraínumanna í hættu heldur einnig öryggi Evrópu og kjarnorkuöryggi,“ segir Betsa. Í fyrrinótt létust til að mynda sjö Úkraínumenn í árásum Rússa á raforkustöðvar sem tengjast tveimur kjarnorkuverum. Betsa segir Úkraínumenn muni þó ekki láta deigan síga. Rússar hafi misreiknað sig illilega með því að hafa ekki trú á baráttuþrótti Úkraínumanna. „Hernaðarstefna Rússa hefur ekki breyst, að tortíma Úkraínu sem landi og að tortíma Úkraínumönnum sem þjóð. Þetta er kúgunartaktík gegn Úkraínumönnum, sérstaklega af því veturinn er að koma,“ segir Betsa. Þótt Úkraínumenn muni ekki gefast upp við að verja landið sitt segir Betsa stuðning bandalagsríkja við varnarbaráttu Úkraínu skipta sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. Úkraína þurfi fyrst og fremst nauðsynleg vopn til að geta varið sig, og þá sé mikilvægt að Rússar séu beittir enn frekari þvingunaraðgerðum, meðal annars sem beinist gegn skuggaflotanum svokallaða. Tilfinningaþrungið að hitta landa sína á Íslandi Þótt Ísland hafi stutt hlutfallslega minna við Úkraínu en mörg önnur nágrannaríki segist Betsa þakklát fyrir allan þann stuðning sem íslenska þjóðin hafi veitt Úkraínu. Mariana Betsa er í stuttu stoppi á Íslandi en kveðst nýta tímann vel.Vísir/Ívar „Þið gerið samt mikið til að styðja Úkraínu. Hvað varðar orkuinnviði, mannúðarstarf, stoðtæki og einnig þátttöku Íslands í PURL-verkefninu og í gegnum dönsku leiðina. Það er mjög mikilvægt að halda þessum stuðningi áfram,“ segir Betsa, spurð hvort hún ætli að nýta heimsóknina til að beita sér fyrir auknum stuðningi frá Íslandi, sem hafi lagt hlutfallslega minna af mörkum en margar aðrar þjóðir. „Ég átti þess líka kost að hitta úkraínska samfélagið á Íslandi. Það er tilfinningaþrungin hlið á heimsókn minni, en þeim finnst þau velkomin hér. En við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu. En aftur, þakka ykkur fyrir stuðninginn,“ segir Betsa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira