Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. nóvember 2025 22:01 Eggert Aron spilaði allan leikinn í 0-0 jafntefli Brann gegn Bologna. Íslendingaliðið Brann hélt góðu gengi sínu í Evrópudeildinni áfram í kvöld en tókst ekki að sækja sigur gegn Bologna, sem lék nánast allan leikinn manni færri. Brann hefur verið á frábæru flugi í Evrópudeildinni og unnið síðustu tvo leiki. Íslendingaliðið mætti því fullt sjálfstrausts til Ítalíu í leikinn gegn Bologna. Hagur Brann vænkaðist líka verulega þegar Charalampos Lykogiannis, leikmaður Bologna, lét reka sig af velli eftir rúmar tuttugu mínútur. Þrátt fyrir það voru heimamenn Bologna hættulegri aðilinn og ógnuðu markinu meira, en Brann fékk besta færi leiksins sem lauk með markalausu jafntefli. Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann og átti eitt skot í leiknum, fyrir utan teig og framhjá markinu. Öruggur sigur eftir mikil mótmæli Aston Villa tók á móti Maccabi Tel Aviv í leik sem einkenndist af miklum mótmælum fyrir utan leikvanginn áður en hann hófst. Heimamenn fóru með öruggan 2-0 sigur, Ian Maatsen og Donyell Malen skoruðu mörkin. https://www.visir.is/g/20252799971d/sex-hand-tokur-i-mot-maelum-fyrir-leik-i-evropudeildinni Palace sneri aftur á sigurbraut í Sambandsdeildinni Crystal Palace komst aftur á sigurbraut eftir nokkuð óvænt tap gegn AEK í síðustu umferð. Ernirnir unnu 3-1 gegn AZ Alkmaar. Maxence Lacroix kom Palace yfir eftir rúmar tuttugu mínútur og Ismaila Sarr tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sven Mijnans minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks en Sarr svaraði skömmu síðar, setti sitt annað mark í leiknum og þar við sat til enda, 3-1 lokaniðurstaðan. Eftir úrslit kvöldsins eru þrjú lið með fullt hús stiga í Sambansdeildinni; Celje, Mainz og Samsunspor, lið Loga Tómassonar. https://www.visir.is/g/20252799961d/logi-a-toppnum-en-hakon-a-bekknum Frönsku liðin Lausanne og Strasbourg eru í næstu sætum fyrir neðan með sjö stig eftir þrjár umferðir. Þar á eftir koma Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem var þó frá keppni í kvöld, Crystal Palace og Shakhtar, sem lagði Breiðablik örugglega að velli fyrr í kvöld. https://www.visir.is/g/20252799812d/shakhtar-breida-blik-tekst-blikum-ad-strida-storlidi- Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjá meira
Brann hefur verið á frábæru flugi í Evrópudeildinni og unnið síðustu tvo leiki. Íslendingaliðið mætti því fullt sjálfstrausts til Ítalíu í leikinn gegn Bologna. Hagur Brann vænkaðist líka verulega þegar Charalampos Lykogiannis, leikmaður Bologna, lét reka sig af velli eftir rúmar tuttugu mínútur. Þrátt fyrir það voru heimamenn Bologna hættulegri aðilinn og ógnuðu markinu meira, en Brann fékk besta færi leiksins sem lauk með markalausu jafntefli. Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann og átti eitt skot í leiknum, fyrir utan teig og framhjá markinu. Öruggur sigur eftir mikil mótmæli Aston Villa tók á móti Maccabi Tel Aviv í leik sem einkenndist af miklum mótmælum fyrir utan leikvanginn áður en hann hófst. Heimamenn fóru með öruggan 2-0 sigur, Ian Maatsen og Donyell Malen skoruðu mörkin. https://www.visir.is/g/20252799971d/sex-hand-tokur-i-mot-maelum-fyrir-leik-i-evropudeildinni Palace sneri aftur á sigurbraut í Sambandsdeildinni Crystal Palace komst aftur á sigurbraut eftir nokkuð óvænt tap gegn AEK í síðustu umferð. Ernirnir unnu 3-1 gegn AZ Alkmaar. Maxence Lacroix kom Palace yfir eftir rúmar tuttugu mínútur og Ismaila Sarr tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sven Mijnans minnkaði muninn fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks en Sarr svaraði skömmu síðar, setti sitt annað mark í leiknum og þar við sat til enda, 3-1 lokaniðurstaðan. Eftir úrslit kvöldsins eru þrjú lið með fullt hús stiga í Sambansdeildinni; Celje, Mainz og Samsunspor, lið Loga Tómassonar. https://www.visir.is/g/20252799961d/logi-a-toppnum-en-hakon-a-bekknum Frönsku liðin Lausanne og Strasbourg eru í næstu sætum fyrir neðan með sjö stig eftir þrjár umferðir. Þar á eftir koma Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar sem var þó frá keppni í kvöld, Crystal Palace og Shakhtar, sem lagði Breiðablik örugglega að velli fyrr í kvöld. https://www.visir.is/g/20252799812d/shakhtar-breida-blik-tekst-blikum-ad-strida-storlidi-
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjá meira