Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 07:34 Drónaflugið hafði mjög raskandi áhrif á flugumferð á alþjóðaflugvellinum í Brussel. AP Photo/Virginia Mayo Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. Í nokkrar klukkustundir fóru komur og brottfarir úr skorðum á flugvellinum í Brussel, stærsta flugvelli landsins, á þriðjudagskvöld. Hátt í hundrað flugferðum var aflýst og þá var umferð um lofthelgi við flugvöllinn í Liège einnig lokað, en þar fer alla jafna í gegn nokkur flugumferð vegna fraktflutninga. Þetta olli enn frekari töfum auk þess sem umferð var beint um aðra flugvelli í staðinn. Í umfjöllun Guardian um málið er þess jafnframt getið að borgarstjóri í flæmska bænum Diest hafi sagt her- og lögreglumenn hafi séð fjóra dróna á sveimi nærri Schaffen herflugvellinum sama kvöld. Stjórnvöld í Belgíu höfðu þegar til rannsóknar dularfulla drónaumferð sem vart varð við við nokkrar herstöðvar um helgina, þar á meðal við Kleine-Brogel herstöðina nærri landamærum Hollands, þar sem F-16 orrustuþotur Belga eru geymdar. Þá er herstöðin talin geyma bandarísk kjarnorkuvopn. Drónaflugið í Belgíu á þriðjudag er enn eitt dæmið um óvelkomna umferð loftfara í evrópskri lofthelgi undanfarnar vikur. Meðal annars hafa drónar sést í Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og á Spáni. Það eru ekki aðeins drónar sem hafa verið á sveimi í óleyfi, heldur einnig helíumblöðrur sem báru sígarettur, en evrópskir leiðtogar hafa sagt um fjölþáttaárásir að ræða. Rússar hafa ekki gengist við ábyrgð vegna drónanna en þeir eru sterklega grunaðir um að vera á bakvið umræddar fjölþáttaárásir í Evrópu. Herflugvélar Rússa hafa einnig rofið eistneska lofthelgi auk þess sem Rúmenar sendu herþotur til viðbragðs þegar drónar komu inn í lofthelgi landsins, skömmu eftir árás Rússa í nágrannalandinu Úkraínu. Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Belgía Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Í nokkrar klukkustundir fóru komur og brottfarir úr skorðum á flugvellinum í Brussel, stærsta flugvelli landsins, á þriðjudagskvöld. Hátt í hundrað flugferðum var aflýst og þá var umferð um lofthelgi við flugvöllinn í Liège einnig lokað, en þar fer alla jafna í gegn nokkur flugumferð vegna fraktflutninga. Þetta olli enn frekari töfum auk þess sem umferð var beint um aðra flugvelli í staðinn. Í umfjöllun Guardian um málið er þess jafnframt getið að borgarstjóri í flæmska bænum Diest hafi sagt her- og lögreglumenn hafi séð fjóra dróna á sveimi nærri Schaffen herflugvellinum sama kvöld. Stjórnvöld í Belgíu höfðu þegar til rannsóknar dularfulla drónaumferð sem vart varð við við nokkrar herstöðvar um helgina, þar á meðal við Kleine-Brogel herstöðina nærri landamærum Hollands, þar sem F-16 orrustuþotur Belga eru geymdar. Þá er herstöðin talin geyma bandarísk kjarnorkuvopn. Drónaflugið í Belgíu á þriðjudag er enn eitt dæmið um óvelkomna umferð loftfara í evrópskri lofthelgi undanfarnar vikur. Meðal annars hafa drónar sést í Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Þýskalandi, Póllandi, Noregi og á Spáni. Það eru ekki aðeins drónar sem hafa verið á sveimi í óleyfi, heldur einnig helíumblöðrur sem báru sígarettur, en evrópskir leiðtogar hafa sagt um fjölþáttaárásir að ræða. Rússar hafa ekki gengist við ábyrgð vegna drónanna en þeir eru sterklega grunaðir um að vera á bakvið umræddar fjölþáttaárásir í Evrópu. Herflugvélar Rússa hafa einnig rofið eistneska lofthelgi auk þess sem Rúmenar sendu herþotur til viðbragðs þegar drónar komu inn í lofthelgi landsins, skömmu eftir árás Rússa í nágrannalandinu Úkraínu.
Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Belgía Öryggis- og varnarmál Fjölþáttaógnir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira