„Ég og Nik erum ágætis vinir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 10:32 Ian Jeffs með Blikatreyjuna fyrir framan stúkuna á Kópavogsvelli. @breidablikfc Íslands- og bikarmeistararnir í Breiðabliki kynntu nýjan þjálfara í gær og það verða áfram ensk áhrif hjá Blikakonum næsta sumar. „Þetta er bara frábært félag og ég er bara mjög spenntur fyrir því að vera kominn hingað,“ sagði Ian Jeffs í fyrsta viðtalinu sínu sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Hann tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem hætti til að taka við sænska liðinu Kristianstad. Hefur fylgst með Nik og Blikaliðinu Jeffs hefur þjálfað karlalið undanfarin ár, síðast lið Hauka, en segist hafa náð að fylgjast með kvennaliði Blika. Hann þekkir því til leikmanna þess þótt hann hafi ekki verið að þjálfa í kvennaboltanum. „Þrátt fyrir að ég sé búinn að vera að þjálfa karlalið undanfarin ár þá er ég alveg búinn að fylgjast með kvennaboltanum og þá sérstaklega liði Breiðabliks. Ég og Nik erum ágætis vinir og ég er búinn að fylgjast með honum og með liðinu,“ sagði Jeffs. Hann ræddi við Nik um starfið áður en hann tók við. „Bara þegar þetta kom upp. Ég var í sambandi við hann og við töluðum saman um hlutina en þetta gerðist bara svolítið hratt. Við töluðum ekki það mikið saman en bara nógu til að ég myndi vera bara spenntur fyrir þessu,“ sagði Jeffs en er erfiðara að taka við Blikum sem tvöföldum meisturum? Þetta er bara gott „Þetta er bara lið sem vill bara vinna titla og það er bara krafa hér til að ná árangri. Ég held það hafi ekki skipt máli ef liðið hefði unnið Íslandsmeistaratitilinn núna í ár eða ekki. Það myndu alltaf vera sömu kröfur. Þetta er bara gott. Það er bara metnaður hjá félaginu. Og ég vil bara gera mitt besta og vonandi halda áfram eins og Breiðablik hefur verið að núna undanfarin ár,“ sagði Jeffs. En við hverjum mega stuðningsmenn Breiðabliks búast við frá liðinu hans og hvernig fótbolta ætlar hann að spila? „Ég myndi segja að ég og Nik séum með svipaða sýn á fótbolta. Hann spilar samt öðruvísi leikkerfi en það sem ég hef notað. Ég vil bara spila góðan fótbolta. Ég vil bara sækja mikið og ég vil bara helst spila skemmtilega sóknarsinnaðan fótbolta og vonandi getur það haldið áfram eftir að ég tek við þessu,“ sagði Jeffs. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Gerða Eyjakonur að bikarmeisturum Þjálfaraferill Ians hófst fyrir rúmum tíu árum síðan, þegar hann tók við þjálfun kvennaliðs ÍBV í efstu deild Íslandsmótsins. Á þeim fjórum árum sem hann stýrði ÍBV, kom hann liðinu meðal annars tvisvar sinnum í bikarúrslit og varð bikarmeistari 2017. Hann var aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins frá hausti 2018 til ársloka 2020 og átti sinn þátt í að þátttökurétturinn á Evrópumót landsliða var tryggður þá fyrir mótið 2022. Ian þjálfaði síðan karlalið Þróttar í tvö tímabil, þar sem hann stýrði liðinu m.a. upp um deild. Árið 2024 tók hann síðan við karlaliði Hauka, þar sem hann lét af störfum að nýloknu keppnistímabili.Sem leikmaður spilaði Ian Jeffs m.a. með ÍBV, Val og Fylki og á yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá spilaði hann einnig með Crewe á Englandi og Örebro í Svíþjóð. Hann er menntaður íþróttafræðingur frá HR og er að ljúka UEFA Pro-gráðu í nóvember. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
„Þetta er bara frábært félag og ég er bara mjög spenntur fyrir því að vera kominn hingað,“ sagði Ian Jeffs í fyrsta viðtalinu sínu sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Hann tekur við liðinu af Nik Chamberlain sem hætti til að taka við sænska liðinu Kristianstad. Hefur fylgst með Nik og Blikaliðinu Jeffs hefur þjálfað karlalið undanfarin ár, síðast lið Hauka, en segist hafa náð að fylgjast með kvennaliði Blika. Hann þekkir því til leikmanna þess þótt hann hafi ekki verið að þjálfa í kvennaboltanum. „Þrátt fyrir að ég sé búinn að vera að þjálfa karlalið undanfarin ár þá er ég alveg búinn að fylgjast með kvennaboltanum og þá sérstaklega liði Breiðabliks. Ég og Nik erum ágætis vinir og ég er búinn að fylgjast með honum og með liðinu,“ sagði Jeffs. Hann ræddi við Nik um starfið áður en hann tók við. „Bara þegar þetta kom upp. Ég var í sambandi við hann og við töluðum saman um hlutina en þetta gerðist bara svolítið hratt. Við töluðum ekki það mikið saman en bara nógu til að ég myndi vera bara spenntur fyrir þessu,“ sagði Jeffs en er erfiðara að taka við Blikum sem tvöföldum meisturum? Þetta er bara gott „Þetta er bara lið sem vill bara vinna titla og það er bara krafa hér til að ná árangri. Ég held það hafi ekki skipt máli ef liðið hefði unnið Íslandsmeistaratitilinn núna í ár eða ekki. Það myndu alltaf vera sömu kröfur. Þetta er bara gott. Það er bara metnaður hjá félaginu. Og ég vil bara gera mitt besta og vonandi halda áfram eins og Breiðablik hefur verið að núna undanfarin ár,“ sagði Jeffs. En við hverjum mega stuðningsmenn Breiðabliks búast við frá liðinu hans og hvernig fótbolta ætlar hann að spila? „Ég myndi segja að ég og Nik séum með svipaða sýn á fótbolta. Hann spilar samt öðruvísi leikkerfi en það sem ég hef notað. Ég vil bara spila góðan fótbolta. Ég vil bara sækja mikið og ég vil bara helst spila skemmtilega sóknarsinnaðan fótbolta og vonandi getur það haldið áfram eftir að ég tek við þessu,“ sagði Jeffs. View this post on Instagram A post shared by Breiðablik FC (@breidablikfc) Gerða Eyjakonur að bikarmeisturum Þjálfaraferill Ians hófst fyrir rúmum tíu árum síðan, þegar hann tók við þjálfun kvennaliðs ÍBV í efstu deild Íslandsmótsins. Á þeim fjórum árum sem hann stýrði ÍBV, kom hann liðinu meðal annars tvisvar sinnum í bikarúrslit og varð bikarmeistari 2017. Hann var aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins frá hausti 2018 til ársloka 2020 og átti sinn þátt í að þátttökurétturinn á Evrópumót landsliða var tryggður þá fyrir mótið 2022. Ian þjálfaði síðan karlalið Þróttar í tvö tímabil, þar sem hann stýrði liðinu m.a. upp um deild. Árið 2024 tók hann síðan við karlaliði Hauka, þar sem hann lét af störfum að nýloknu keppnistímabili.Sem leikmaður spilaði Ian Jeffs m.a. með ÍBV, Val og Fylki og á yfir 200 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá spilaði hann einnig með Crewe á Englandi og Örebro í Svíþjóð. Hann er menntaður íþróttafræðingur frá HR og er að ljúka UEFA Pro-gráðu í nóvember.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira