Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2025 18:14 Yifat Tomer-Yerushalmi, herforingi og fyrrverandi æðsti lögmaður ísraelska hersins, í sal hæstaréttar Ísrael í síðasta mánuði. AP/Oren Ben Hakoon Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. Bæði Tomer-Yerushalmi og Solomosh hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til á miðvikudaginn. Saksóknarar fóru fram á að þau yrðu úrskurðuð í fimm daga gæsluvarðhald og sögðu þau líkleg til að reyna að hindra framgang réttvísinnar, samkvæmt frétt Times of Israel. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Honum var sleppt úr haldi í fangaskiptum við Hamas-samtökin í síðasta mánuði, eftir að samið var um vopnahlé. Auk þess að leka myndbandinu til fjölmiða eru þau einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir meint brot sín. Sjá einnig: Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Fimm hermenn voru handteknir og ákærðir fyrir að brjóta á fanganum. Þeir segjast allir saklausir en samkvæmt frétt BBC stigu fjórir þeirra og lögmenn fyrir framan myndavélar í gær, klæddir lambhúshettum, og kröfðust þeir þess að málið gegn þeim yrði fellt niður. BBC hefur eftir einum lögmannanna, sem starfar hjá íhaldssömum ísraelskum samtökum, að málaferlin gegn hermönnunum væru byggð á gölluðum, hlutdrægum og tilbúnum málaflutningi. Ákærurnar gegn mönnunum fimm eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Leituðu hennar á strönd Fjölskylda Tomer-Yerushalmi leitaði til lögreglunnar í gær vegna þess að hún hafði ekki sést í nokkrar klukkustundir og hafði hún víst skilið eftir undarlegt bréf til fjölskyldunnar. Hún fannst þó heil á húfi seint í gærkvöldi og var í kjölfarið handtekin. Lögregluna grunar að atvikið og að meint neyð Tomer-Yerushalmi hafi verið sviðsett en bíll hennar fannst nærri strönd í Jerúsalem. Bæði hún og Solomosh voru færð fyrir dómara í dag. Hvorugt þeirra var í herbúningi en Tomer-Yerushalmi er grunuð um að hafa lekið myndbandinu til fjölmiðla. Solomosh er grunaður um að hafa vitað af því og reynt að hjálpa henni að hylma yfir það. Þá kom fram að alls hefði lögreglan fimm grunaða vegna leka myndbandsins. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Bæði Tomer-Yerushalmi og Solomosh hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til á miðvikudaginn. Saksóknarar fóru fram á að þau yrðu úrskurðuð í fimm daga gæsluvarðhald og sögðu þau líkleg til að reyna að hindra framgang réttvísinnar, samkvæmt frétt Times of Israel. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Honum var sleppt úr haldi í fangaskiptum við Hamas-samtökin í síðasta mánuði, eftir að samið var um vopnahlé. Auk þess að leka myndbandinu til fjölmiða eru þau einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir meint brot sín. Sjá einnig: Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Fimm hermenn voru handteknir og ákærðir fyrir að brjóta á fanganum. Þeir segjast allir saklausir en samkvæmt frétt BBC stigu fjórir þeirra og lögmenn fyrir framan myndavélar í gær, klæddir lambhúshettum, og kröfðust þeir þess að málið gegn þeim yrði fellt niður. BBC hefur eftir einum lögmannanna, sem starfar hjá íhaldssömum ísraelskum samtökum, að málaferlin gegn hermönnunum væru byggð á gölluðum, hlutdrægum og tilbúnum málaflutningi. Ákærurnar gegn mönnunum fimm eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Leituðu hennar á strönd Fjölskylda Tomer-Yerushalmi leitaði til lögreglunnar í gær vegna þess að hún hafði ekki sést í nokkrar klukkustundir og hafði hún víst skilið eftir undarlegt bréf til fjölskyldunnar. Hún fannst þó heil á húfi seint í gærkvöldi og var í kjölfarið handtekin. Lögregluna grunar að atvikið og að meint neyð Tomer-Yerushalmi hafi verið sviðsett en bíll hennar fannst nærri strönd í Jerúsalem. Bæði hún og Solomosh voru færð fyrir dómara í dag. Hvorugt þeirra var í herbúningi en Tomer-Yerushalmi er grunuð um að hafa lekið myndbandinu til fjölmiðla. Solomosh er grunaður um að hafa vitað af því og reynt að hjálpa henni að hylma yfir það. Þá kom fram að alls hefði lögreglan fimm grunaða vegna leka myndbandsins.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira