Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2025 12:11 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og formaður ráðsins. Vísir/Sigurjón Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar. Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Enginn fulltrúi frá Ljósinu á sæti í ráðinu. Í áætluninni eru tilgreindar 16 aðgerðir stjórnvalda til að mæta aukinni tíðni krabbameina á næstu árum og áratugum, ásamt því að viðhalda gæðum og árangri þjónustunnar og tryggja aðgengi að henni. Hlutverk krabbameinsráðs felst í því að hafa yfirsýn yfir árangur af aðgerðum krabbameinsáætlunar og vera heilbrigðisráðherra til ráðgjafar. Einnig að gera tillögur að verkaskiptingu þeirra sem veita krabbameinsþjónustu á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar út frá greiningu á fyrirkomulagi þjónustunnar eins og hún er nú. Enn fremur að benda á tækifæri til samvinnu og umbóta, fylgjast með framþróun innan málaflokksins og koma með tillögur að breytingum þar að lútandi. Eins og fram kemur í greinargerð með aðgerðaáætluninni er spáð mikilli aukningu á nýgreiningum krabbameina á heimsvísu, m.a. vegna mannfjöldabreytinga og hækkandi meðalaldurs. Í nýlegri spá fyrir Ísland er áætlað að fjöldi nýrra krabbameinstilfella frá árinu 2022 muni aukast um 53–57% til ársins 2040 og að lifendum, þ.e. fólki sem er á lífi og hefur fengið krabbamein, fjölgi um 54% til ársins 2040. Þessi fyrirséða fjölgun krabbameinssjúklinga og auknar líkur á að lifa af mun auka álag á heilbrigðiskerfið sem brýnt er að bregðast við. Í greinargerðinni er bent á að miðað við núverandi þróun meðferðarmöguleika megi gera ráð fyrir að kostnaður við krabbameinsmeðferðir og -þjónustu hækki umtalsvert á komandi árum. Því sé mikilvægt að fjárfesta í skilvirkum krabbameinsforvörnum og skimunum til að fyrirbyggja mein, auka hlutfall þeirra sem greinast með mein á fyrri stigum og draga úr byrði einstaklinga og samfélagsins vegna íþyngjandi og kostnaðarsamra meðferða. Formaður ráðsins er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sem er skipuð af ráðherra án tilnefningar. Aðrir sem þar eiga sæti eru Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og tilnefnd af spítalanum, Friðbjörn R. Sigurðsson, sérfræðingur í blóð- og krabbameinslækningum og tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri, Helgi Hafsteinn Helgason, yfirlæknir lyflækningadeildar á Selfossi og tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, María Heimisdóttir landlæknis, tilnefnd af embætti landlæknis, og Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krafts, tilnefnd af Krafti. Athygli vekur að Ljósið á engan fulltrúa í ráðinu en Halla formaður sagði í viðtali á dögunum að ekki væri rétt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman. Vísaði hún þar til ummæla fólks sem velti stöðu Krabbameinsfélagsins fyrir sér eftir að hafa verið óánægð með þjónustu þess en himinlifandi með þjónustu Ljóssins. Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Í áætluninni eru tilgreindar 16 aðgerðir stjórnvalda til að mæta aukinni tíðni krabbameina á næstu árum og áratugum, ásamt því að viðhalda gæðum og árangri þjónustunnar og tryggja aðgengi að henni. Hlutverk krabbameinsráðs felst í því að hafa yfirsýn yfir árangur af aðgerðum krabbameinsáætlunar og vera heilbrigðisráðherra til ráðgjafar. Einnig að gera tillögur að verkaskiptingu þeirra sem veita krabbameinsþjónustu á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar út frá greiningu á fyrirkomulagi þjónustunnar eins og hún er nú. Enn fremur að benda á tækifæri til samvinnu og umbóta, fylgjast með framþróun innan málaflokksins og koma með tillögur að breytingum þar að lútandi. Eins og fram kemur í greinargerð með aðgerðaáætluninni er spáð mikilli aukningu á nýgreiningum krabbameina á heimsvísu, m.a. vegna mannfjöldabreytinga og hækkandi meðalaldurs. Í nýlegri spá fyrir Ísland er áætlað að fjöldi nýrra krabbameinstilfella frá árinu 2022 muni aukast um 53–57% til ársins 2040 og að lifendum, þ.e. fólki sem er á lífi og hefur fengið krabbamein, fjölgi um 54% til ársins 2040. Þessi fyrirséða fjölgun krabbameinssjúklinga og auknar líkur á að lifa af mun auka álag á heilbrigðiskerfið sem brýnt er að bregðast við. Í greinargerðinni er bent á að miðað við núverandi þróun meðferðarmöguleika megi gera ráð fyrir að kostnaður við krabbameinsmeðferðir og -þjónustu hækki umtalsvert á komandi árum. Því sé mikilvægt að fjárfesta í skilvirkum krabbameinsforvörnum og skimunum til að fyrirbyggja mein, auka hlutfall þeirra sem greinast með mein á fyrri stigum og draga úr byrði einstaklinga og samfélagsins vegna íþyngjandi og kostnaðarsamra meðferða. Formaður ráðsins er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, sem er skipuð af ráðherra án tilnefningar. Aðrir sem þar eiga sæti eru Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala og tilnefnd af spítalanum, Friðbjörn R. Sigurðsson, sérfræðingur í blóð- og krabbameinslækningum og tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri, Helgi Hafsteinn Helgason, yfirlæknir lyflækningadeildar á Selfossi og tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, María Heimisdóttir landlæknis, tilnefnd af embætti landlæknis, og Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krafts, tilnefnd af Krafti. Athygli vekur að Ljósið á engan fulltrúa í ráðinu en Halla formaður sagði í viðtali á dögunum að ekki væri rétt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman. Vísaði hún þar til ummæla fólks sem velti stöðu Krabbameinsfélagsins fyrir sér eftir að hafa verið óánægð með þjónustu þess en himinlifandi með þjónustu Ljóssins.
Krabbamein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira