Búast við hamförum vegna Melissu Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 09:42 Frá Kingston á Jamaíka á dögunum. AP/Matias Delacroix Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. Ráðamenn á Jamaíka vöruðu í nótt við því að þeir hefðu undirbúið sig eins vel og hægt væri en þrátt fyrir það væri útlit fyrir að skaðinn yrði gífurlegur. Verstu spár gera ráð fyrir að sjávarstaða við suðurhluta eyjunnar hækki um allt að fjóra metra. Meðalvindhraði Melissu er um fimmtíu metrar á sekúndu og fylgir mikil rigning fellibylnum. Beina útsendingu frá Kingston, höfuðborg Jamaíka, má sjá í spilaranum hér að neðan. Melissa safnaði krafti mjög hratt á undanförnum dögum og fór úr því að vera almenn lægð í að verða fimmta stigs fellibylur á innan við tveimur sólarhringum. Sjá einnig: Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað „Það eru engir innviðir á þessu svæði sem munu standa af sér fimmta stigs fellibyl,“ sagði Andrew Holness, forsætisráðherra. Hann sagði raunverulegu áskorunina vera að tryggja að Jamaíka jafnaði sig fljótt þegar óveðrinu slotar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Strax í nótt byrjuðu að berast fregnir af föllnum trjám, aurskriðum og rafmagnsleysi. Embættismenn búast við því að um fimmtíu þúsund manns, af um 2,8 milljónum, muni þurfa að yfirgefa heimili sín, samkvæmt frétt New York Times. Kvartað hefur verið yfir því að of fáir hafi farið frá svæðunum sem óttast er að verði hvað verst úti. Seinna í dag er búist við því að Melissa nái landi á Kúbu. Hér að neðan má sjá myndbönd sem tekin voru úr flugvél sem flogið var inn í auga Melissu í gær. Third pass through Melissa. GoPro in side window as different camera looking forward shooting in ultra high res 8k. Not sure when that might get processed as the file turned out ridiculous. Barely had HD space for it and MacBook Pro promptly chocked when I tried to edit it pic.twitter.com/3p430gPvZv— Tropical Cowboy of Danger (@FlynonymousWX) October 27, 2025 Jamaíka Kúba Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ráðamenn á Jamaíka vöruðu í nótt við því að þeir hefðu undirbúið sig eins vel og hægt væri en þrátt fyrir það væri útlit fyrir að skaðinn yrði gífurlegur. Verstu spár gera ráð fyrir að sjávarstaða við suðurhluta eyjunnar hækki um allt að fjóra metra. Meðalvindhraði Melissu er um fimmtíu metrar á sekúndu og fylgir mikil rigning fellibylnum. Beina útsendingu frá Kingston, höfuðborg Jamaíka, má sjá í spilaranum hér að neðan. Melissa safnaði krafti mjög hratt á undanförnum dögum og fór úr því að vera almenn lægð í að verða fimmta stigs fellibylur á innan við tveimur sólarhringum. Sjá einnig: Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað „Það eru engir innviðir á þessu svæði sem munu standa af sér fimmta stigs fellibyl,“ sagði Andrew Holness, forsætisráðherra. Hann sagði raunverulegu áskorunina vera að tryggja að Jamaíka jafnaði sig fljótt þegar óveðrinu slotar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Strax í nótt byrjuðu að berast fregnir af föllnum trjám, aurskriðum og rafmagnsleysi. Embættismenn búast við því að um fimmtíu þúsund manns, af um 2,8 milljónum, muni þurfa að yfirgefa heimili sín, samkvæmt frétt New York Times. Kvartað hefur verið yfir því að of fáir hafi farið frá svæðunum sem óttast er að verði hvað verst úti. Seinna í dag er búist við því að Melissa nái landi á Kúbu. Hér að neðan má sjá myndbönd sem tekin voru úr flugvél sem flogið var inn í auga Melissu í gær. Third pass through Melissa. GoPro in side window as different camera looking forward shooting in ultra high res 8k. Not sure when that might get processed as the file turned out ridiculous. Barely had HD space for it and MacBook Pro promptly chocked when I tried to edit it pic.twitter.com/3p430gPvZv— Tropical Cowboy of Danger (@FlynonymousWX) October 27, 2025
Jamaíka Kúba Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira