Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. október 2025 21:59 Ragmagnslínur á Reykjanesi. Á Suðurnesjum er víðast hvar heitavatnslaust sem stendur og rafmagnslaust er víða um land, meðal annars í Grindavík. Vísir/Vilhelm Heitavatnslaust varð víða á Suðurnesjum í kvöld eftir að dælustöð fyrir heita vatnið sló út vegna rafmagnstruflunar. Truflunin varð þegar tenging HS Veitna við Landsnet sló út fyrr í kvöld sem jafnframt olli rafmagnsleysi í Grindavík, Vestfjörðum og víðar í dreifikerfinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti var um að ræða stóra truflun í landskerfinu sem olli rafmagnsleysi víða um land um tíma. Bilaður eldingavari í tengivirki Landsnets á Fitjum á Reykjanesi er talinn hafa valdið trufluninni. Fram kom í færslu frá HS Veitum á Facebook að heitavatnsleysið eigi við í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, á Keflavíkurflugvelli og í Vogum. Dælustöðin var komin aftur í gang um ellefu leitið í kvöld og í framhaldinu byrjaði heitt vatn aftur að streyma til notenda á svæðinu. Um var að ræða stóra truflun í landskerfinu. „Truflun varð í raforkukerfinu og landskerfið skiptist upp í tvær eyjar. Rafmagnslaust er víða um land,“ sagði í fyrstu tilkynningu um málið á vef Landsnets. Síðar barst önnur tilkynning frá Landsneti eftir að rafmagn var aftur komið á um land allt laust eftir klukkan ellefu í kvöld. Vísir fylgdist með framvindunni í kvöld í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti var um að ræða stóra truflun í landskerfinu sem olli rafmagnsleysi víða um land um tíma. Bilaður eldingavari í tengivirki Landsnets á Fitjum á Reykjanesi er talinn hafa valdið trufluninni. Fram kom í færslu frá HS Veitum á Facebook að heitavatnsleysið eigi við í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, á Keflavíkurflugvelli og í Vogum. Dælustöðin var komin aftur í gang um ellefu leitið í kvöld og í framhaldinu byrjaði heitt vatn aftur að streyma til notenda á svæðinu. Um var að ræða stóra truflun í landskerfinu. „Truflun varð í raforkukerfinu og landskerfið skiptist upp í tvær eyjar. Rafmagnslaust er víða um land,“ sagði í fyrstu tilkynningu um málið á vef Landsnets. Síðar barst önnur tilkynning frá Landsneti eftir að rafmagn var aftur komið á um land allt laust eftir klukkan ellefu í kvöld. Vísir fylgdist með framvindunni í kvöld í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rafmagn Vatn Grindavík Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira