Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2025 15:32 Trump vill verða forseti þriðja kjörtímabilið þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna banni það. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump segist vera áfjáður í að bjóða sig fram til forseta þriðja sinni árið 2028 þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna leggi blátt bann við því. Fyrrverandi aðalráðgjafi hans segir áætlun þegar til staðar um að Trump sitji áfram í trássi við stjórnarskrána. Bandamenn Trump og hann sjálfur á stundum hafa ítrekað gert að því skóna að hann gæti sóst eftir þriðja kjörtímabilinu í gegnum tíðina. Nú síðast sagði Steve Bannon, aðalstjórnmálaráðgjafi Trump á fyrra kjörtímabili hans, að áætlun væri til um að láta hann sitja sem fastast í síðustu viku. „Trump verður forseti árið 2028 og fólk ætti bara að venja sig við það,“ sagði Bannon við tímaritið The Economist. Forsetinn þrætti ekki fyrir það þegar hann var spurður að því um borð í forsetaflugvél sinni í dag. „Ég væri sólginn í að gera það, ég er með bestu tölur allra tíma,“ sagði Trump og vísaði til skoðanakannana um vinsældir sínar þrátt fyrir að þær sýni í reynd að rúmur helmingur landsmanna sé óánægður með störf hans. Þrátt fyrir það sagðist forsetinn ekki hafa leitt hugann mikið að þriðja kjörtímabili og að hann væri umkringdur góðu fólki eins og Marco Rubio, utanríkisráðherra, og J.D. Vance, varaforseta, sem gætu tekið við keflinu af honum. Telur sig „mega“ verða forseti aftur með því að bjóða sig fram til varaforseta Þá hélt Trump því fram að hann „mætti“ bjóða sig fram til varaforseta að þremur árum liðnum. Það er ein sviðsmynd sem stuðningsmenn Trump hafa sett fram um hvernig gæti komist í kringum orðalag stjórnarskrár um að maður megi ekki vera „kjörinn“ forseti oftar en tvisvar. Samkvæmt henni byði Trump sig fram til varaforseta árið 2028 og tæki svo við forsetaembættinu af meðframbjóðanda sínum. „Ég myndi útiloka það því það væri of úthugsað,“ sagði Trump. Kveðið er á um að forseti geti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil í 22. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Hann var staðfestur af ríkjunum árið 1951 í kjölfar þess að Franklin D. Roosevelt var kjörinn til þriðja og fjórða kjörtímabilsins á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Engin formleg takmörk voru á þaulsetni Bandaríkjaforseta áður en 22. viðaukinn var samþykktur en hefð var fyrir því að þeir sætu ekki lengur en tvö kjörtímabil. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Bandamenn Trump og hann sjálfur á stundum hafa ítrekað gert að því skóna að hann gæti sóst eftir þriðja kjörtímabilinu í gegnum tíðina. Nú síðast sagði Steve Bannon, aðalstjórnmálaráðgjafi Trump á fyrra kjörtímabili hans, að áætlun væri til um að láta hann sitja sem fastast í síðustu viku. „Trump verður forseti árið 2028 og fólk ætti bara að venja sig við það,“ sagði Bannon við tímaritið The Economist. Forsetinn þrætti ekki fyrir það þegar hann var spurður að því um borð í forsetaflugvél sinni í dag. „Ég væri sólginn í að gera það, ég er með bestu tölur allra tíma,“ sagði Trump og vísaði til skoðanakannana um vinsældir sínar þrátt fyrir að þær sýni í reynd að rúmur helmingur landsmanna sé óánægður með störf hans. Þrátt fyrir það sagðist forsetinn ekki hafa leitt hugann mikið að þriðja kjörtímabili og að hann væri umkringdur góðu fólki eins og Marco Rubio, utanríkisráðherra, og J.D. Vance, varaforseta, sem gætu tekið við keflinu af honum. Telur sig „mega“ verða forseti aftur með því að bjóða sig fram til varaforseta Þá hélt Trump því fram að hann „mætti“ bjóða sig fram til varaforseta að þremur árum liðnum. Það er ein sviðsmynd sem stuðningsmenn Trump hafa sett fram um hvernig gæti komist í kringum orðalag stjórnarskrár um að maður megi ekki vera „kjörinn“ forseti oftar en tvisvar. Samkvæmt henni byði Trump sig fram til varaforseta árið 2028 og tæki svo við forsetaembættinu af meðframbjóðanda sínum. „Ég myndi útiloka það því það væri of úthugsað,“ sagði Trump. Kveðið er á um að forseti geti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil í 22. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Hann var staðfestur af ríkjunum árið 1951 í kjölfar þess að Franklin D. Roosevelt var kjörinn til þriðja og fjórða kjörtímabilsins á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Engin formleg takmörk voru á þaulsetni Bandaríkjaforseta áður en 22. viðaukinn var samþykktur en hefð var fyrir því að þeir sætu ekki lengur en tvö kjörtímabil.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira