Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2025 15:51 Veggmynd af Catherine Connolly sem gæti vel orðið næsti forseti Írlands. Henni er sagt hafa tekist að sameina annars sundurleitan hóp vinstrimanna. Vísir/EPA Tvær konur bítast um embætti forseta Írlands í kosningum sem fara fram í dag. Sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins hefur mælst með forskot í skoðanakönnunum. Kosningarnar eru sagðar standa í reynd aðeins á milli tveggja frambjóðenda, þeirra Catherine Connolly sem nýtur stuðnings vinstriþjóðernisflokksins Sinn Féin og Heather Humphreys, frambjóðanda miðhægriflokksins Fine Gael. Jim Gavin, frambjóðandi stjórnarflokksins Fianna Fail, heltist úr lestinni og dægurflugur eins og tónlistarmaðurinn Bob Geldof og bardagaíþróttmaðurinn Conor McGregor nutu ekki nægileg stuðnings til þess að gera alvöru úr framboði. Connolly hefur mælst með töluvert forskot á Humphreys í könnunum, um fjörutíu prósent gegn tuttugu til tuttugu og fimm prósentum, að sögn AP-fréttastofunnar. Heather Humphreys á kjörstað með barnabarni sínu í morgun.AP/Liam McBurney/PA Aðeins ein umferð er í kosningunum en kjósendur geta forgangsraðað frambjóðendum. Ef enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða færast atkvæði frambjóðenda sem hljóta fæst atkvæði til þeirra sem kjósanda hugnaðist næstbest þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Talning atkvæða hefst ekki fyrr en á morgun og er búist við því að úrslit liggi fyrir seinna um daginn. Á móti Ísrael, ESB og NATO Connolly er nokkuð umdeild. Hún er 68 ára gömul og fyrrverandi lögmaður sem vann meðal annars fyrir banka sem tóku heimili fólks upp í skuldir. Hún er sósíalisti og hefur verið óháður þingmaður frá árinu 2016. Áður var hún borgarstjóri í Galway á vesturströnd Írlands. Ummæli hennar um Hamas-samtökin í Palestínu hafa meðal annars sætt gagnrýni en hún lýsti þeim sem „hluta af samfélagsgerð palestínsku þjóðarinnar“. Hún hefur deilt hart á framferði Ísraela á Gasaströndinni. Hún hefur ítrekað sett spurningarmerki við vestræna samvinnu, kosið gegn sáttmálum Evrópusambandsins og gagnrýnt „hervæðingu“ þess. Það olli þannig írafári þegar hún líkti boðaðri útgjaldaaukningu Þjóðverja til varnarmála í skugga ógnarinnar af Rússum við hervæðingu nasista í aðdragada síðari heimsstyrjaldarinnar, að því er segir í umfjöllun blaðsins Politico. Þá hefur hún tekið undir málflutning Rússa um að Atlantshafsbandalagið bæri ábyrgð á stríðinu í Úkraínu. Heimsókn hennar og tveggja róttækra sósíalista til svæða undir stjórn einræðisherrans Bashars al-Assad í Sýrlandi árið 2018 var einnig harðlega gagnrýnd. „Öfgalaus“ miðjumaður Keppinauturinn Humphreys er 64 ára gömul og fyrrverandi ráðherra, meðal annars menningar-, viðskipta- og sveitarstjórnarmála. Hún sat á þingi frá 2011 til 2024, er fylgjandi Evrópusambandinu og jákvæð í garð fyrirtækja. Ólíkt meirihluta Íra er Humphreys uppalin í öldungakirkjunni, kalvinískum kristilegum söfnuði. „Ég er miðjumanneskja. Ég er öfgalaus manneskja eins og meirihluti írsku þjóðarinnar,“ sagði hún í kappræðum í vikunni. Michael D. Higgins, forseti Írlands síðustu fjórtán árin, með spúsu sinni á kjörstað í dag. Írskir forsetar mega að hámarki sitja tvö kjörtímabil og því er hann ekki kjörgengur í ár.Vísir/EPA Embætti forseta í Írlandi svipar að ýmsu leyti til þess íslenska. Áhrif hans eru að mestu leyti táknræn þó að hann skipi forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðslu í þinginu og æðstu embættismenn að tillögu ríkisstjórnar. Þá skrifar hann undir lagafrumvörp og getur boðað til kosninga ef vantraust kemur fram á forsætisráðherra. Írski forsetinn kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Sumir þeirra hafa notað stöðu sína til þess að útala sig um menn og málefni. Michael D. Higgins, fráfarandi forseti, hefur þannig talað gegn átökunum á Gasa og framlögum til NATO. Írland Evrópusambandið NATO Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Kosningarnar eru sagðar standa í reynd aðeins á milli tveggja frambjóðenda, þeirra Catherine Connolly sem nýtur stuðnings vinstriþjóðernisflokksins Sinn Féin og Heather Humphreys, frambjóðanda miðhægriflokksins Fine Gael. Jim Gavin, frambjóðandi stjórnarflokksins Fianna Fail, heltist úr lestinni og dægurflugur eins og tónlistarmaðurinn Bob Geldof og bardagaíþróttmaðurinn Conor McGregor nutu ekki nægileg stuðnings til þess að gera alvöru úr framboði. Connolly hefur mælst með töluvert forskot á Humphreys í könnunum, um fjörutíu prósent gegn tuttugu til tuttugu og fimm prósentum, að sögn AP-fréttastofunnar. Heather Humphreys á kjörstað með barnabarni sínu í morgun.AP/Liam McBurney/PA Aðeins ein umferð er í kosningunum en kjósendur geta forgangsraðað frambjóðendum. Ef enginn frambjóðandi fær hreinan meirihluta atkvæða færast atkvæði frambjóðenda sem hljóta fæst atkvæði til þeirra sem kjósanda hugnaðist næstbest þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Talning atkvæða hefst ekki fyrr en á morgun og er búist við því að úrslit liggi fyrir seinna um daginn. Á móti Ísrael, ESB og NATO Connolly er nokkuð umdeild. Hún er 68 ára gömul og fyrrverandi lögmaður sem vann meðal annars fyrir banka sem tóku heimili fólks upp í skuldir. Hún er sósíalisti og hefur verið óháður þingmaður frá árinu 2016. Áður var hún borgarstjóri í Galway á vesturströnd Írlands. Ummæli hennar um Hamas-samtökin í Palestínu hafa meðal annars sætt gagnrýni en hún lýsti þeim sem „hluta af samfélagsgerð palestínsku þjóðarinnar“. Hún hefur deilt hart á framferði Ísraela á Gasaströndinni. Hún hefur ítrekað sett spurningarmerki við vestræna samvinnu, kosið gegn sáttmálum Evrópusambandsins og gagnrýnt „hervæðingu“ þess. Það olli þannig írafári þegar hún líkti boðaðri útgjaldaaukningu Þjóðverja til varnarmála í skugga ógnarinnar af Rússum við hervæðingu nasista í aðdragada síðari heimsstyrjaldarinnar, að því er segir í umfjöllun blaðsins Politico. Þá hefur hún tekið undir málflutning Rússa um að Atlantshafsbandalagið bæri ábyrgð á stríðinu í Úkraínu. Heimsókn hennar og tveggja róttækra sósíalista til svæða undir stjórn einræðisherrans Bashars al-Assad í Sýrlandi árið 2018 var einnig harðlega gagnrýnd. „Öfgalaus“ miðjumaður Keppinauturinn Humphreys er 64 ára gömul og fyrrverandi ráðherra, meðal annars menningar-, viðskipta- og sveitarstjórnarmála. Hún sat á þingi frá 2011 til 2024, er fylgjandi Evrópusambandinu og jákvæð í garð fyrirtækja. Ólíkt meirihluta Íra er Humphreys uppalin í öldungakirkjunni, kalvinískum kristilegum söfnuði. „Ég er miðjumanneskja. Ég er öfgalaus manneskja eins og meirihluti írsku þjóðarinnar,“ sagði hún í kappræðum í vikunni. Michael D. Higgins, forseti Írlands síðustu fjórtán árin, með spúsu sinni á kjörstað í dag. Írskir forsetar mega að hámarki sitja tvö kjörtímabil og því er hann ekki kjörgengur í ár.Vísir/EPA Embætti forseta í Írlandi svipar að ýmsu leyti til þess íslenska. Áhrif hans eru að mestu leyti táknræn þó að hann skipi forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðslu í þinginu og æðstu embættismenn að tillögu ríkisstjórnar. Þá skrifar hann undir lagafrumvörp og getur boðað til kosninga ef vantraust kemur fram á forsætisráðherra. Írski forsetinn kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Sumir þeirra hafa notað stöðu sína til þess að útala sig um menn og málefni. Michael D. Higgins, fráfarandi forseti, hefur þannig talað gegn átökunum á Gasa og framlögum til NATO.
Írland Evrópusambandið NATO Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira