Fótbolti

Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Jude Bellingham fagnar marki sínu í kvöld fyrir Real Madrid á móti Juventus.
 Jude Bellingham fagnar marki sínu í kvöld fyrir Real Madrid á móti Juventus. EPA/JUANJO MARTIN

Bayern München og Real Madrid unnu í kvöld bæði sinn þriðja leik í röð í Meistaradeildinni og eru í hópi fjögurra liða sem eru með fullt hús eftir þrjár umferðir.

Bayern München og Real Madrid unnu í kvöld bæði sinn þriðja leik í röð í Meistaradeildinni og eru í hópi fjögurra liða sem eru með fullt hús eftir þrjár umferðir.

Hin liðin með fullkomna byrjun eru Internazionale, Paris Saint Germain og Arsenal.

Bayern München vann 4-0 heimasigur á Club Brugge eftir að hafa skorað þrjú mörk á fyrstu 34 mínútunum.

Táningurinn Lennart Karl skoraði fyrsta markið á 5. mínútu og Harry Kane bætti við öðru marki á 14. mínútu. Luis Diaz skoraði síðan þriðja markið með þrumuskoti á 34. mínútu.

Fjórða markið kom ekki fyrr en ellefu mínútum fyrir leikslok og það skoraði varamaðurinn Nicolas Jackson. Það var lokamark leiksins.

Real Madrid vann 1-0 heimasigur á Juventus og hefur því líka unnið þrjá fyrstu leiki sína.

Jude Bellingham kom Real í 1-0 á 57. mínútu eftir undirbúning frá Brasilíumanninum Vinicius Junior. Fylgdi á eftir stangarskoti Brassans. Það reyndist eina mark leiksins.

Tottenham gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti Mónakó og það var líka markalaust hjá Atalanta og Slavia Prag.

Alisson Santos skoraði sigurmark Sporting í 2-1 sigri á Marseille en franska liðið komst í 1-0 með marki Igor Paixao á 14. mínútu. Emerson fékk rauða spjaldið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og Marseille því manni færri eftir það. Geny Catamo janaði metin á 69. mínútu og sigurmarkið kom síðan fjórum mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×