Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2025 10:30 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, ræddi breytingar á vörugjaldi í kvöldfréttum Sýnar í gær. SÝN Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að boðaðar breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum, þar sem verið er að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra. Fjármálaráðherra hefur lagt til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða þessu á að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vörugjald fellt niður en orkustyrkur lækkaður Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Runólfur segir að breytingarnar á vörugjaldi komi til með að vega upp á móti lægri styrk Orkusjóðs þannig að bílarnir verði kannski ekki á betra verði á næsta ári. „Á sama tíma stendur til að leggja kílómetragjald á alla bíla. Kílómetragjaldið mun hækka um sextán prósent um áramót. Í því kerfi er verið að hygla þeim sem eru með orkufrekari ökutæki, stærri og þyngri,“ segir Runólfur. Þá muni vörugjaldið hækka á eldsneytisbíla hækka verulega, og það muni bitna á tengiltvinnbílum, þar sem verið sé að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra ökutækja. Allir birgi sig upp af bílum fyrir áramót Ríkisstjórnin áætlar að taka um átta milljarða í auknar tekjur af vörubílum á næsta ári eftir breytingarnar á vörugjaldi. Runólfur er ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Hitt er að við sjáum það núna að það virðist vera eins og hver einasti spámaður í landinu sé að flytja inn bíl. Maður heyrir það til dæmis að bílaleigur séu að birgja sig upp af bílum fyrir áramót sem þeir annars hefðu gert á komandi vori.“ „Að óbreyttu munum við sjá mikinn kúf og auknar tekjur í ríkissjóð í lok þessa árs og síðan verður bara hrun í upphafi næsta árs.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur lagt til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða þessu á að hækka vörugjald á bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vörugjald fellt niður en orkustyrkur lækkaður Breytingarnar hafa ekki áhrif á beina styrki sem Orkusjóður veitir til rafbílakaupa. Sá styrkur hefur numið að hámarki 900.000 krónum en lækkar í 500.000 á næsta ári. Runólfur segir að breytingarnar á vörugjaldi komi til með að vega upp á móti lægri styrk Orkusjóðs þannig að bílarnir verði kannski ekki á betra verði á næsta ári. „Á sama tíma stendur til að leggja kílómetragjald á alla bíla. Kílómetragjaldið mun hækka um sextán prósent um áramót. Í því kerfi er verið að hygla þeim sem eru með orkufrekari ökutæki, stærri og þyngri,“ segir Runólfur. Þá muni vörugjaldið hækka á eldsneytisbíla hækka verulega, og það muni bitna á tengiltvinnbílum, þar sem verið sé að koma með nýtt mat á koltvísýringsútlosun þeirra ökutækja. Allir birgi sig upp af bílum fyrir áramót Ríkisstjórnin áætlar að taka um átta milljarða í auknar tekjur af vörubílum á næsta ári eftir breytingarnar á vörugjaldi. Runólfur er ekki bjartsýnn á að það gangi eftir. „Hitt er að við sjáum það núna að það virðist vera eins og hver einasti spámaður í landinu sé að flytja inn bíl. Maður heyrir það til dæmis að bílaleigur séu að birgja sig upp af bílum fyrir áramót sem þeir annars hefðu gert á komandi vori.“ „Að óbreyttu munum við sjá mikinn kúf og auknar tekjur í ríkissjóð í lok þessa árs og síðan verður bara hrun í upphafi næsta árs.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Vistvænir bílar Bílar Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira