Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2025 12:05 Portúgalskur slökkviliðsmaður glímir við gróðurelda í ágúst á þessu ári. Tíðari skógareldar eru á meðal fylgifiska hnattrænnar hlýnunar. Þeir magna einnig upp hlýnunina vegna þess mikla magn kolefnis sem losnar frá brennandi gróðrinum. Vísir/EPA Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings hefur aldrei aukist meira á milli ára en í fyrra frá því að beinar mælingar á honum hófust. Athafnir manna og ákafari gróðureldar samhliða minnkandi getu lands og hafs til að taka við koltvísýringi er sögð meginorsökin fyrir aukningunni. Vaxandi gróðurhúsaáhrif af völdum koltvísýrings í lofthjúpnum er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Uppspretta hans er fyrst og fremst bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti eins og olíu, gasi og kolum. Frá sjöunda áratug síðustu aldar hefur hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpnum þrefaldast. Hann var um 0,8 hlutar af milljón á ári að meðaltali en á öðrum áratug þessarar aldar var hann orðinn 2,4 hlutar af milljón. Aukningin á milli 2023 og 2024 nam hins vegar 3,5 hlutum af milljón, samkvæmt nýrri samantekt Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hún var sú mesta frá því að beinar mælingar á styrk koltvísýrings í lofthjúpnum hófust árið 1957. Styrkur lofttegundarinnar í lofthjúpnum nam 423,9 hlutum af milljón í fyrra. Hann hefur aukist um tæp þrettán prósent á tuttugu árum. Skæðir gróðureldar á hlýjasti ári mælingasögunnar Mannkynið losar nú á fjórða tug milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið á hverju ári. Um helmingur hans verður eftir í lofthjúpnum þar sem hann veldur auknum gróðurhúsaáhrifum og þar með hlýnun við yfirborð jarðar. Land og haf tekur upp hinn helminginn. Það eru hins vegar ekki varanlegar kolefnisgeymslur. WMO segir að eftir því sem meðalhiti jarðar hækkar taki hafið upp minna kolefni þar sem hann leysist síður upp í hlýrri sjó en svalari. Land á einnig erfiðara með að taka við kolefni þegar gróður og jarðvegur þornar upp. Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn við yfirborð jarðar meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax. Þannig telur WMO að ástæða metaukningarinnar í fyrra hafi verið mikil losun frá gróðureldum og minnkandi kolefnisbinding hafs og lands. Árið í fyrra var það hlýjasta frá upphafi mælingar, meðal annars vegna sterks El niño-veðurfyrirbrigðis í Kyrrahafi. „Það eru áhyggjur af því að kolefnisgeymar á landi og í hafi séu að missa virkni sína sem mun auka magn koltvísýrings sem verður eftir í andrúmsloftinu sem herðir þá á hnattræni hlýnun,“ segir Oksana Tarasova, yfirvísindamaður WMO í tilkynningu frá stofnuninni. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. 18. september 2025 09:26 Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. 9. desember 2024 09:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Vaxandi gróðurhúsaáhrif af völdum koltvísýrings í lofthjúpnum er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Uppspretta hans er fyrst og fremst bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti eins og olíu, gasi og kolum. Frá sjöunda áratug síðustu aldar hefur hraði aukningar koltvísýrings í lofthjúpnum þrefaldast. Hann var um 0,8 hlutar af milljón á ári að meðaltali en á öðrum áratug þessarar aldar var hann orðinn 2,4 hlutar af milljón. Aukningin á milli 2023 og 2024 nam hins vegar 3,5 hlutum af milljón, samkvæmt nýrri samantekt Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hún var sú mesta frá því að beinar mælingar á styrk koltvísýrings í lofthjúpnum hófust árið 1957. Styrkur lofttegundarinnar í lofthjúpnum nam 423,9 hlutum af milljón í fyrra. Hann hefur aukist um tæp þrettán prósent á tuttugu árum. Skæðir gróðureldar á hlýjasti ári mælingasögunnar Mannkynið losar nú á fjórða tug milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið á hverju ári. Um helmingur hans verður eftir í lofthjúpnum þar sem hann veldur auknum gróðurhúsaáhrifum og þar með hlýnun við yfirborð jarðar. Land og haf tekur upp hinn helminginn. Það eru hins vegar ekki varanlegar kolefnisgeymslur. WMO segir að eftir því sem meðalhiti jarðar hækkar taki hafið upp minna kolefni þar sem hann leysist síður upp í hlýrri sjó en svalari. Land á einnig erfiðara með að taka við kolefni þegar gróður og jarðvegur þornar upp. Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn við yfirborð jarðar meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax. Þannig telur WMO að ástæða metaukningarinnar í fyrra hafi verið mikil losun frá gróðureldum og minnkandi kolefnisbinding hafs og lands. Árið í fyrra var það hlýjasta frá upphafi mælingar, meðal annars vegna sterks El niño-veðurfyrirbrigðis í Kyrrahafi. „Það eru áhyggjur af því að kolefnisgeymar á landi og í hafi séu að missa virkni sína sem mun auka magn koltvísýrings sem verður eftir í andrúmsloftinu sem herðir þá á hnattræni hlýnun,“ segir Oksana Tarasova, yfirvísindamaður WMO í tilkynningu frá stofnuninni.
Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn við yfirborð jarðar meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. 18. september 2025 09:26 Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. 9. desember 2024 09:43 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. 18. september 2025 09:26
Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. 9. desember 2024 09:43