Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Valur Páll Eiríksson skrifar 14. október 2025 11:20 Lagerback hefur starfað í sjónvarpi í Svíþjóð í kringum landsleiki þeirra. Michael Campanella/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hefur ekki áhuga á að taka við sem þjálfari heimaþjóðarinnar öðru sinni. Svíar hafa tapað þremur leikjum í röð og staða Danans Jon Dahl Tomassonar í þjálfarasætinu völt. „Það eru gæði í þessu liði en það þarf að stilla það saman,“ sagði Lagerbäck eftir 1-0 tap Svía fyrir Kósóvó á heimavelli í gær. Svíar eru aðeins með eitt stig í riðli sínum í undankeppni HM eftir að hafa tapað fyrir Sviss í Stokkhólmi á föstudag. „Það er full mikið einblínt á að Alexander Isak og Viktor Gyökeres geri hlutina sjálfir. Þetta virkar ekki svoleiðis í liðsíþróttum, að einn eða tveir leikmenn ráði úrslitum ítrekað,“ bætti Lagerbäck við. Tomasson tók við af Janne Andersson í febrúar í fyrra. Svíþjóð hefur unnið níu leiki af 18 undir hans stjórn en tapað sjö. Svíar hafa gert eitt jafntefli og tapað þremur í undankeppni HM, þar á meðal eru tvö töp fyrir Kósóvó en eina stigið kom í 2-2 jafntefli við Slóveníu í byrjun september. Sænskir miðlar segja neyðarfund vera á dagskrá hjá sænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem næstu skref verða rædd, þar á meðal framtíð Tomasson í starfi. Lagerbäck var spurður út í möguleikann á því að taka aftur við sænska liðinu. „Nei, ég get fullyrt að ég tek ekki við. Það er klárt að ég verð ekki þjálfari liðsins. Ég sé það reglulega þegar ég lít í spegilinn að ég er orðinn gamall,“ segir hinn 77 ára gamli Lagerbäck. „Ég loka almennt ekki dyrum í lífinu, en í þessu tilfelli geri ég það.“ Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu frá 2011 til 2016 og fór það undir hans stjórn, og Heimis Hallgrímssonar, á stórmót í fyrsta skipti, á EM 2016 í Frakklandi. Hann stýrði áður Svíþjóð frá 2000 til 2009 og var einnig þjálfari Nígeríu á HM 2010. Lagerbäck tók við norska landsliðinu árið 2017 en hætti 2020 eftir að hafa mistekist að koma þeim norsku á stórmót. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Sjá meira
„Það eru gæði í þessu liði en það þarf að stilla það saman,“ sagði Lagerbäck eftir 1-0 tap Svía fyrir Kósóvó á heimavelli í gær. Svíar eru aðeins með eitt stig í riðli sínum í undankeppni HM eftir að hafa tapað fyrir Sviss í Stokkhólmi á föstudag. „Það er full mikið einblínt á að Alexander Isak og Viktor Gyökeres geri hlutina sjálfir. Þetta virkar ekki svoleiðis í liðsíþróttum, að einn eða tveir leikmenn ráði úrslitum ítrekað,“ bætti Lagerbäck við. Tomasson tók við af Janne Andersson í febrúar í fyrra. Svíþjóð hefur unnið níu leiki af 18 undir hans stjórn en tapað sjö. Svíar hafa gert eitt jafntefli og tapað þremur í undankeppni HM, þar á meðal eru tvö töp fyrir Kósóvó en eina stigið kom í 2-2 jafntefli við Slóveníu í byrjun september. Sænskir miðlar segja neyðarfund vera á dagskrá hjá sænska knattspyrnusambandinu í dag þar sem næstu skref verða rædd, þar á meðal framtíð Tomasson í starfi. Lagerbäck var spurður út í möguleikann á því að taka aftur við sænska liðinu. „Nei, ég get fullyrt að ég tek ekki við. Það er klárt að ég verð ekki þjálfari liðsins. Ég sé það reglulega þegar ég lít í spegilinn að ég er orðinn gamall,“ segir hinn 77 ára gamli Lagerbäck. „Ég loka almennt ekki dyrum í lífinu, en í þessu tilfelli geri ég það.“ Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu frá 2011 til 2016 og fór það undir hans stjórn, og Heimis Hallgrímssonar, á stórmót í fyrsta skipti, á EM 2016 í Frakklandi. Hann stýrði áður Svíþjóð frá 2000 til 2009 og var einnig þjálfari Nígeríu á HM 2010. Lagerbäck tók við norska landsliðinu árið 2017 en hætti 2020 eftir að hafa mistekist að koma þeim norsku á stórmót.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Sjá meira