Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2025 08:32 Anthony Elanga í leiknum gegn Kósovó í gær. epa/Björn Larsson Rosvall Það eru ekki bara sænskir fjölmiðlar og almenningur sem eru ósáttir við Jon Dahl Tomasson, þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, heldur virðast leikmenn þess líka vera orðnir pirraðir á uppleggi hans. Svíar töpuðu fyrir Kósovóum, 0-1, í Gautaborg í undankeppni HM 2026 í gær. Svíþjóð er á botni B-riðils með einungis eitt stig eftir fjóra leiki og hefur aðeins skorað tvö mörk þrátt fyrir að vera með leikmenn eins og Alexander Isak, Viktor Gyökeres og Anthony Elanga innan sinna raða. Sá síðastnefndi var verulega ósáttur eftir leikinn í gær og í leikmannagöngunum á hann að hafa sagt: „Helvítis kerfið verður að fara.“ Elanga var svo spurður nánar út í þessi ummæli sín. „Við höfum verið að vinna með kerfi og hvernig við eigum að spila. Svo getur það litið aðeins öðruvísi út þegar maður er á vellinum. Við sem erum á vellinum verðum líka að taka ábyrgð,“ sagði Elanga sem byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á sem varamaður í hálfleik. Aðspurður út í ummæli Elangas kvaðst Tomasson ekki geta tjáð sig um þau. Hann hefði einfaldlega ekki heyrt hvað Newcastle-maðurinn sagði. Þótt Svíar séu í slæmri stöðu í B-riðlinum eiga þeir varaleið í umspilið um sæti á HM í gegnum Þjóðadeildina. Í næsta mánuði mætir Svíþjóð Sviss á útivelli og Slóveníu á heimavelli. HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Svíar töpuðu fyrir Kósovóum, 0-1, í Gautaborg í undankeppni HM 2026 í gær. Svíþjóð er á botni B-riðils með einungis eitt stig eftir fjóra leiki og hefur aðeins skorað tvö mörk þrátt fyrir að vera með leikmenn eins og Alexander Isak, Viktor Gyökeres og Anthony Elanga innan sinna raða. Sá síðastnefndi var verulega ósáttur eftir leikinn í gær og í leikmannagöngunum á hann að hafa sagt: „Helvítis kerfið verður að fara.“ Elanga var svo spurður nánar út í þessi ummæli sín. „Við höfum verið að vinna með kerfi og hvernig við eigum að spila. Svo getur það litið aðeins öðruvísi út þegar maður er á vellinum. Við sem erum á vellinum verðum líka að taka ábyrgð,“ sagði Elanga sem byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á sem varamaður í hálfleik. Aðspurður út í ummæli Elangas kvaðst Tomasson ekki geta tjáð sig um þau. Hann hefði einfaldlega ekki heyrt hvað Newcastle-maðurinn sagði. Þótt Svíar séu í slæmri stöðu í B-riðlinum eiga þeir varaleið í umspilið um sæti á HM í gegnum Þjóðadeildina. Í næsta mánuði mætir Svíþjóð Sviss á útivelli og Slóveníu á heimavelli.
HM 2026 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira