Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2025 13:14 Bjarni segir fræðimenn takast á um það hvort handtakan sé lögmæt eða ekki. Ísraelar segist vera að verja hafnbann en það séu takmörk fyrir því hversu langt út á hafi þeir geti varið það. Samsett Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild háskólans á Bifröst og sérfræðingur í hafrétti, segir ákvæði hafréttar og laga um vopnuð átök takast á í umræðu og skilgreiningu á handtöku Margrétar Kristínar Blöndal tónlistarkonu og annarra aðgerðasinna í nótt. Erfitt sé að fullyrða um lögmæti aðgerða Ísraela þegar allar staðreyndir liggi ekki fyrir. Erlendur sérfræðingur á sviði hafréttar fullyrti í sumar að handtaka aðgerðasinna á bátnum Madleen hafi verið ólögmæt. Alls voru níu bátar í Frelsisflotanum svokallaða stöðvaðir í nótt á leið sinni til Gasa með hjálpargögn og allir áhafnarmeðlimir handteknir og fluttir til hafnar í Ísrael. Samkvæmt skráningu Frelsisflotans var skip Möggu Stínu stöðvað í um 60 kílómetra fjarlægð frá landi sem samsvarar um 32 sjómílum. Flotinn sem var stöðvaður í nótt samanstóð af níu skipum og um 150 áhafnarmeðlimum. Í frétt BBC segir að skipuleggjendur segi þrjú skipanna hafa verið stöðvuð í um 120 sjómílna fjarlægð. Á myndinni má sjá hvar skipin voru stöðvuð. Til vinstri er merkt skipið Conscience sem Magga Stína var á.Gaza Freedom flotilla tracker Til samanburðar var skip Gretu Thunberg, Medleen, stöðvað í um 70 til 80 sjómílna fjarlægð fyrr í sumar. Skip Möggu Stínu, Conscience, var því töluvert nær landi miðað við þessa skráningu. Eins og fram kom í morgun kallar fjölskylda Möggu Stínu eftir því að stjórnvöld bregðist við handtökunni, sem þau segja ólögmæta, og krefjist lausnar hennar. Fram kom í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fyrr í morgun að borgaraþjónustan væri í sambandi við Ísrael og aðstandendur hennar og að áfram yrði fylgst með málinu. Bjarni Már segir ríkja nokkurn misskilning um það sem reyni raunverulega á í þessum málum. „Það sem Ísrael er að nota tengist í rauninni ekki hafrétti heldur tengist því sem nefnist á ensku naval blockage sem hefur verið þýtt sem hafnbann á íslensku.“ Það sé aðgerð sem ríki geti gripið til þegar þau eiga í vopnuðum átökum og það sé það sem Ísrael beiti í þessum handtökum. Hafnbanninu sé markað ákveðið svæði en reglur um slíkt hafnbann geri ráð fyrir því að ríki geti varið hafnbannið utar. „Það þarf ekki að bíða eftir því að skip komi inn fyrir línuna.“ Bjarni segir hafnbannið við Gasaströndina eiga sér langa sögu. Það hafi verið í gildi frá um 2007 þegar Hamas tók við völdum á Gasa og röksemdir Ísraela fyrir því séu þær að þau vilji koma í veg fyrir að Hamas flytji inn vopn. „Þegar þú heldur uppi svona hafnbanni verðurðu að verja það. Þú mátt ekki gera greinarmun á milli fánaríkja, það er fánanna sem skipin sigla undir, og þú verður að halda þessu uppi gagnvart öllum. Annars fylgirðu ekki þeim skilyrðum sem eru sett fyrir slík hafnbönn.“ Hann segir að á sama tíma megi deila um það hvort að hafnbönn sem slík séu lögmæt og hvað varðar Frelsisflotann skipti þrennt máli. Í fyrsta lagi verði að skoða hvort hafnbannið sé lögmætt, í öðru lagi sé það sjálftakan á þessum skipum og í þriðja lagi framkvæmdin á þessum aðgerðum og meðferðin á þeim sem eru tekin í þessum aðgerðum. Hann segir að til dæmis hafi komið fram gagnrýni á það þegar skip Gretu Thunberg, Medleen, var stöðvað í sumar því það hafi verið í um 70 til 80 sjómílna fjarlægð og þá hafi Ísraelsmenn farið of langt frá landi. Ferðalag skipanna. Gaza Freedom Flotilla tracker Bjarni segir einnig skipta máli þegar fjallað er um hafnbann að það megi ekki setja það á til að hindra flutning hjálpargagna en tilgangur Frelsisflotans er að flytja hjálpargögn á svæðið. Hann segir að þessu hafi Ísraelar svarað með því að hægt sé að taka við hjálpargögnunum annars staðar og koma þeim til fólks með öðrum leiðum. Hafnbannið snúist ekki um matvöru eða hjálpargögn heldur að koma í veg fyrir vopnaflutninga Hamas en að tilgangur Frelsisflotans sé að brjóta á bak þetta hafnbann. Hann segir fullyrðingar um sjórán og annað í umræðum um þessar handtökur ekki standast. Þetta snúist um hafnbannið og meðferðina á fólkinu sem er tekið og hvort hún sé lögmæt. Til dæmis eigi fólk rétt á því að hafa samband við ræðismann eða einhvern fulltrúa og það hafi þegar komið fram að íslensk stjórnvöld, eða borgaraþjónustan, sé í sambandi við ísraelsk stjórnvöld. „Lögfræðilega er þetta snúið,“ segir hann. Segja handtökuna ólögmæta Töluverð umræða er um það á samfélagsmiðlum og víðar um það hvort hægt sé að kalla handtöku Margrétar Kristínar nákvæmlega það og hvort hún hafi verið lögmæt. Karen Kjartansdóttir, almannatengill, fjallaði til dæmis um það í færslu á Facebook í morgun þar sem hún sagði: „Ef við segjum að það sé í lagi að handtaka fólk á flotillu af því það brýtur lög, þá verðum við líka að horfa á lögbrotin sem flotillan er að bregðast við. Alþjóðadómstóllinn hefur kveðið á um að Ísrael verði að tryggja óhindraðan aðgang mannúðaraðstoðar til Gaza. Lokun og hafnbann brýtur gegn alþjóðalögum og hefur verið skilgreint sem ólögmæt sameiginleg refsing gegn íbúum,“ segir hún. Illugi Jökulsson rithöfundur furðar sig á svívirðingum og skítkasti í garð Margrétar á samfélagsmiðlum en víða má sjá fólk tala um að hún hefði mátt búast við því að vera handtekin í þessum aðstæðum og hafi jafnvel átt það skilið. „Allur sá botnlausi hroði, allar þær svívirðingar, allt það skítkast og móðganir sem ég sé nú hellt yfir þessa góðu konu á netinu, eftir að hún gerði ekki annað en reyna að leggja sitt litla lóð á vogarskálarnar til hjálpar, það er þess eðlis að mann setur eiginlega hljóðan. Hvaðan kemur þessi skepnuskapur í svo sorglega mörgum?“ spyr Illugi. Samtökin Ísland-Palestína hafa boðað til mótmæla við utanríkisráðuneytið klukkan 15 í dag vegna handtökunnar sem þau segja ólöglega. Bátarnir starfi í samræmi við úrskurð Alþjóðadómstóls frá því í mars í fyrra og það sé Ísrael sem brjóti á alþjóðalögum í þessu máli. Í úrskurði dómstólsins krafðist hann þess að Ísrael tryggði að mannúðaraðstoð kæmist án tafar til Gasa og staðfesti að þar ríkti hungursneyð. Þorir ekki að fullyrða um lögmæti eða ólögmæti handtökunnar Bjarni Már segist ekki vilja fullyrða um hvaða orð eigi að nota um þessa aðgerð þegar bátarnir eru stöðvaðir og áhafnarmeðlimir fluttir í hald Ísraela. „Ég þori ekki að fullyrða það án þess að vera með frekari málsatvik,“ segir hann en vísar í grein eftir fræðimanninn Donald Rothwell um fyrsta bátinn, Medleen, sem var stöðvaður í sumar. Rothwell segir í grein sinni að sú handtaka hafi verið ólögmæt vegna þess hve langt Ísraelar fóru á haf út. Í greininni segir Rothwell til dæmis að öll skip megi sigla frjáls í Miðjarðarhafinu. Hann fjallar einnig um það að Alþjóðadómstóllinn hafi komist að því í fyrra að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögleg en Ísrael hafi verið með hafnbann í um 15 ár og algjörlega stýrt umferð að Gasa frá hafi. Þá segir að Ísraelar stjórni þannig um tólf sjómílna svæði sem leiði líkur að því að sú handtaka hafi verið ólögleg vegna þess hve langt í burtu skipin voru. Bjarni Már bendir í þessu samhengi einnig á grein frá árinu 2010 á bloggi European Journal of International Law um lögmæti hafnbanns Ísraela og nýlega grein á sama vefsvæði þar sem vísað er í umræðuna frá 2010. Hann segir sérfræðinga á sviði hafréttar takast á um þessi mál en að Donald Rothwell sé nokkuð virtur innan greinarinnar og álit hans skipti máli. Samspil við réttarreglur um vopnuð átök Hann segir það sem geri þessa umræðu erfiða sé samspil hafréttar og réttarreglna um vopnuð átök. Það sé tekið á þessu samspili í formála alþjóðlega hafréttarsamningsins þar sem segir að ríkin sem séu aðilar að samningnum staðfesti að reglur og meginreglur almenns þjóðaréttar gildi áfram um mál sem ekki eru settar reglur um í samningnum. Til dæmis séu ekki settar reglur um hafnbann í samningnum og þar af leiðandi sé til dæmis vísað til Haag-samnings og San Remo-handbókarinnar þegar fjallað er um hafnbönn og reglur sem gildi um þær. San Remo-handbókin hafi verið tekin saman 1994 af sérfræðingum í hafrétti og vopnuðum átökum og fjalli um samspil þeirra. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Hafið Tengdar fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sérlegur erindreki Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonur forsetans Jared Kushner eru nú á leið til Egyptalands til þess að taka þátt í friðarviðræðunum sem í gangi eru á milli Hamas og Ísreala. 8. október 2025 06:56 Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. 7. október 2025 09:59 Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. 7. október 2025 06:52 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Alls voru níu bátar í Frelsisflotanum svokallaða stöðvaðir í nótt á leið sinni til Gasa með hjálpargögn og allir áhafnarmeðlimir handteknir og fluttir til hafnar í Ísrael. Samkvæmt skráningu Frelsisflotans var skip Möggu Stínu stöðvað í um 60 kílómetra fjarlægð frá landi sem samsvarar um 32 sjómílum. Flotinn sem var stöðvaður í nótt samanstóð af níu skipum og um 150 áhafnarmeðlimum. Í frétt BBC segir að skipuleggjendur segi þrjú skipanna hafa verið stöðvuð í um 120 sjómílna fjarlægð. Á myndinni má sjá hvar skipin voru stöðvuð. Til vinstri er merkt skipið Conscience sem Magga Stína var á.Gaza Freedom flotilla tracker Til samanburðar var skip Gretu Thunberg, Medleen, stöðvað í um 70 til 80 sjómílna fjarlægð fyrr í sumar. Skip Möggu Stínu, Conscience, var því töluvert nær landi miðað við þessa skráningu. Eins og fram kom í morgun kallar fjölskylda Möggu Stínu eftir því að stjórnvöld bregðist við handtökunni, sem þau segja ólögmæta, og krefjist lausnar hennar. Fram kom í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fyrr í morgun að borgaraþjónustan væri í sambandi við Ísrael og aðstandendur hennar og að áfram yrði fylgst með málinu. Bjarni Már segir ríkja nokkurn misskilning um það sem reyni raunverulega á í þessum málum. „Það sem Ísrael er að nota tengist í rauninni ekki hafrétti heldur tengist því sem nefnist á ensku naval blockage sem hefur verið þýtt sem hafnbann á íslensku.“ Það sé aðgerð sem ríki geti gripið til þegar þau eiga í vopnuðum átökum og það sé það sem Ísrael beiti í þessum handtökum. Hafnbanninu sé markað ákveðið svæði en reglur um slíkt hafnbann geri ráð fyrir því að ríki geti varið hafnbannið utar. „Það þarf ekki að bíða eftir því að skip komi inn fyrir línuna.“ Bjarni segir hafnbannið við Gasaströndina eiga sér langa sögu. Það hafi verið í gildi frá um 2007 þegar Hamas tók við völdum á Gasa og röksemdir Ísraela fyrir því séu þær að þau vilji koma í veg fyrir að Hamas flytji inn vopn. „Þegar þú heldur uppi svona hafnbanni verðurðu að verja það. Þú mátt ekki gera greinarmun á milli fánaríkja, það er fánanna sem skipin sigla undir, og þú verður að halda þessu uppi gagnvart öllum. Annars fylgirðu ekki þeim skilyrðum sem eru sett fyrir slík hafnbönn.“ Hann segir að á sama tíma megi deila um það hvort að hafnbönn sem slík séu lögmæt og hvað varðar Frelsisflotann skipti þrennt máli. Í fyrsta lagi verði að skoða hvort hafnbannið sé lögmætt, í öðru lagi sé það sjálftakan á þessum skipum og í þriðja lagi framkvæmdin á þessum aðgerðum og meðferðin á þeim sem eru tekin í þessum aðgerðum. Hann segir að til dæmis hafi komið fram gagnrýni á það þegar skip Gretu Thunberg, Medleen, var stöðvað í sumar því það hafi verið í um 70 til 80 sjómílna fjarlægð og þá hafi Ísraelsmenn farið of langt frá landi. Ferðalag skipanna. Gaza Freedom Flotilla tracker Bjarni segir einnig skipta máli þegar fjallað er um hafnbann að það megi ekki setja það á til að hindra flutning hjálpargagna en tilgangur Frelsisflotans er að flytja hjálpargögn á svæðið. Hann segir að þessu hafi Ísraelar svarað með því að hægt sé að taka við hjálpargögnunum annars staðar og koma þeim til fólks með öðrum leiðum. Hafnbannið snúist ekki um matvöru eða hjálpargögn heldur að koma í veg fyrir vopnaflutninga Hamas en að tilgangur Frelsisflotans sé að brjóta á bak þetta hafnbann. Hann segir fullyrðingar um sjórán og annað í umræðum um þessar handtökur ekki standast. Þetta snúist um hafnbannið og meðferðina á fólkinu sem er tekið og hvort hún sé lögmæt. Til dæmis eigi fólk rétt á því að hafa samband við ræðismann eða einhvern fulltrúa og það hafi þegar komið fram að íslensk stjórnvöld, eða borgaraþjónustan, sé í sambandi við ísraelsk stjórnvöld. „Lögfræðilega er þetta snúið,“ segir hann. Segja handtökuna ólögmæta Töluverð umræða er um það á samfélagsmiðlum og víðar um það hvort hægt sé að kalla handtöku Margrétar Kristínar nákvæmlega það og hvort hún hafi verið lögmæt. Karen Kjartansdóttir, almannatengill, fjallaði til dæmis um það í færslu á Facebook í morgun þar sem hún sagði: „Ef við segjum að það sé í lagi að handtaka fólk á flotillu af því það brýtur lög, þá verðum við líka að horfa á lögbrotin sem flotillan er að bregðast við. Alþjóðadómstóllinn hefur kveðið á um að Ísrael verði að tryggja óhindraðan aðgang mannúðaraðstoðar til Gaza. Lokun og hafnbann brýtur gegn alþjóðalögum og hefur verið skilgreint sem ólögmæt sameiginleg refsing gegn íbúum,“ segir hún. Illugi Jökulsson rithöfundur furðar sig á svívirðingum og skítkasti í garð Margrétar á samfélagsmiðlum en víða má sjá fólk tala um að hún hefði mátt búast við því að vera handtekin í þessum aðstæðum og hafi jafnvel átt það skilið. „Allur sá botnlausi hroði, allar þær svívirðingar, allt það skítkast og móðganir sem ég sé nú hellt yfir þessa góðu konu á netinu, eftir að hún gerði ekki annað en reyna að leggja sitt litla lóð á vogarskálarnar til hjálpar, það er þess eðlis að mann setur eiginlega hljóðan. Hvaðan kemur þessi skepnuskapur í svo sorglega mörgum?“ spyr Illugi. Samtökin Ísland-Palestína hafa boðað til mótmæla við utanríkisráðuneytið klukkan 15 í dag vegna handtökunnar sem þau segja ólöglega. Bátarnir starfi í samræmi við úrskurð Alþjóðadómstóls frá því í mars í fyrra og það sé Ísrael sem brjóti á alþjóðalögum í þessu máli. Í úrskurði dómstólsins krafðist hann þess að Ísrael tryggði að mannúðaraðstoð kæmist án tafar til Gasa og staðfesti að þar ríkti hungursneyð. Þorir ekki að fullyrða um lögmæti eða ólögmæti handtökunnar Bjarni Már segist ekki vilja fullyrða um hvaða orð eigi að nota um þessa aðgerð þegar bátarnir eru stöðvaðir og áhafnarmeðlimir fluttir í hald Ísraela. „Ég þori ekki að fullyrða það án þess að vera með frekari málsatvik,“ segir hann en vísar í grein eftir fræðimanninn Donald Rothwell um fyrsta bátinn, Medleen, sem var stöðvaður í sumar. Rothwell segir í grein sinni að sú handtaka hafi verið ólögmæt vegna þess hve langt Ísraelar fóru á haf út. Í greininni segir Rothwell til dæmis að öll skip megi sigla frjáls í Miðjarðarhafinu. Hann fjallar einnig um það að Alþjóðadómstóllinn hafi komist að því í fyrra að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögleg en Ísrael hafi verið með hafnbann í um 15 ár og algjörlega stýrt umferð að Gasa frá hafi. Þá segir að Ísraelar stjórni þannig um tólf sjómílna svæði sem leiði líkur að því að sú handtaka hafi verið ólögleg vegna þess hve langt í burtu skipin voru. Bjarni Már bendir í þessu samhengi einnig á grein frá árinu 2010 á bloggi European Journal of International Law um lögmæti hafnbanns Ísraela og nýlega grein á sama vefsvæði þar sem vísað er í umræðuna frá 2010. Hann segir sérfræðinga á sviði hafréttar takast á um þessi mál en að Donald Rothwell sé nokkuð virtur innan greinarinnar og álit hans skipti máli. Samspil við réttarreglur um vopnuð átök Hann segir það sem geri þessa umræðu erfiða sé samspil hafréttar og réttarreglna um vopnuð átök. Það sé tekið á þessu samspili í formála alþjóðlega hafréttarsamningsins þar sem segir að ríkin sem séu aðilar að samningnum staðfesti að reglur og meginreglur almenns þjóðaréttar gildi áfram um mál sem ekki eru settar reglur um í samningnum. Til dæmis séu ekki settar reglur um hafnbann í samningnum og þar af leiðandi sé til dæmis vísað til Haag-samnings og San Remo-handbókarinnar þegar fjallað er um hafnbönn og reglur sem gildi um þær. San Remo-handbókin hafi verið tekin saman 1994 af sérfræðingum í hafrétti og vopnuðum átökum og fjalli um samspil þeirra.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Hafið Tengdar fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sérlegur erindreki Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonur forsetans Jared Kushner eru nú á leið til Egyptalands til þess að taka þátt í friðarviðræðunum sem í gangi eru á milli Hamas og Ísreala. 8. október 2025 06:56 Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. 7. október 2025 09:59 Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. 7. október 2025 06:52 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sérlegur erindreki Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonur forsetans Jared Kushner eru nú á leið til Egyptalands til þess að taka þátt í friðarviðræðunum sem í gangi eru á milli Hamas og Ísreala. 8. október 2025 06:56
Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. 7. október 2025 09:59
Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Tvö ár eru liðin frá því að Hamas samtökin á Gasa gerðu árás á byggðir Ísraelsmanna og drápu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa, sem enn standa yfir. 7. október 2025 06:52