Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 07:01 Andriy Lunin er ósáttur við að fá ekki að vera aðalmarkvörður Úkraínu. Getty/Vaughn Ridley Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann. Eftir að hafa dregið sig úr landsliðshópi Sergei Rebrov í síðasta mánuði, þar sem ástæðan var sögð bakmeiðsli, er Lunin ekki í hópnum sem mætir Íslandi og Aserbaísjan í þessum mánuði. Úkraínskir miðlar segja ósætti á milli Lunins og Rebrov, og að markvörðurinn geti ekki sætt sig við að sitja á varamannabekk landsliðsins líkt og hann gerir hjá Real Madrid. Í stað þess að búin yrði til einhver skýring á því að hann drægi sig úr hópnum, líkt og gerst hafi oftar en einu sinni, hafi hann því einfaldlega ekki verið valinn í þetta sinn. Ósættið má rekja aftur til EM í fyrra. Lunin fór á mótið eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Real Madrid en eftir slaka frammistöðu í 3-0 tapi gegn Rúmeníu í fyrsta leik missti hann sæti sitt til Anatoliy Trubin. Trubin, sem er 24 ára lærisveinn Jose Mourinho hjá Benfica í Portúgal, hefur svo verið markvörður númer eitt hjá Rebrov. Hann varði markið í 2-0 tapinu gegn Frökkum og 1-1 jafnteflinu við Aserbaísjan í síðasta mánuði. Zinchenko og fleiri meiddir Fyrir utan Lunin vantar fleiri af þekktustu stjörnum Úkraínu. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Nottingham Forest og áður Arsenal, er til að mynda meiddur og Mykhailo Mudryk enn í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tveir leikmenn heltust svo úr lestinni hjá Úkraínu í gær. Miðjumaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, og Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, hafa nefnilega dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Úkraínumenn hófu undirbúning sinn í Póllandi en eru svo væntanlegir til Reykjavíkur í dag þar sem leikurinn mikilvægi hefst á föstudagskvöld, klukkan 18:45, í beinni útsendingu á Sýn Sport. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Eftir að hafa dregið sig úr landsliðshópi Sergei Rebrov í síðasta mánuði, þar sem ástæðan var sögð bakmeiðsli, er Lunin ekki í hópnum sem mætir Íslandi og Aserbaísjan í þessum mánuði. Úkraínskir miðlar segja ósætti á milli Lunins og Rebrov, og að markvörðurinn geti ekki sætt sig við að sitja á varamannabekk landsliðsins líkt og hann gerir hjá Real Madrid. Í stað þess að búin yrði til einhver skýring á því að hann drægi sig úr hópnum, líkt og gerst hafi oftar en einu sinni, hafi hann því einfaldlega ekki verið valinn í þetta sinn. Ósættið má rekja aftur til EM í fyrra. Lunin fór á mótið eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með Real Madrid en eftir slaka frammistöðu í 3-0 tapi gegn Rúmeníu í fyrsta leik missti hann sæti sitt til Anatoliy Trubin. Trubin, sem er 24 ára lærisveinn Jose Mourinho hjá Benfica í Portúgal, hefur svo verið markvörður númer eitt hjá Rebrov. Hann varði markið í 2-0 tapinu gegn Frökkum og 1-1 jafnteflinu við Aserbaísjan í síðasta mánuði. Zinchenko og fleiri meiddir Fyrir utan Lunin vantar fleiri af þekktustu stjörnum Úkraínu. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Nottingham Forest og áður Arsenal, er til að mynda meiddur og Mykhailo Mudryk enn í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Tveir leikmenn heltust svo úr lestinni hjá Úkraínu í gær. Miðjumaðurinn Viktor Tsygankov, leikmaður Girona á Spáni, og Oleksandr Tymchyk, varnarmaður Dynamo Kiev, hafa nefnilega dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Úkraínumenn hófu undirbúning sinn í Póllandi en eru svo væntanlegir til Reykjavíkur í dag þar sem leikurinn mikilvægi hefst á föstudagskvöld, klukkan 18:45, í beinni útsendingu á Sýn Sport.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42 „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. 7. október 2025 22:42
„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. 7. október 2025 18:46