„Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. október 2025 17:32 Sævar Atli Magnússon mætir í landsliðsverkefnið í frábærum gír. Getty/Mike Egerton Sævar Atli Magnússon, eða „Evrópu Sævar“ eins og hann er kallaður af fjölmiðlum í Björgvin í Noregi, er mættur til móts við íslenska landsliðið í banastuði. „Já maður er alveg með sjálfstraust, ég lýg því ekki. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega í Brann og ég er búinn að skora mikið af m örkum“ sagði landsliðsmaðurinn þegar fréttamaður hitti hann á hóteli landsliðsins í dag. Klippa: Sjóðheitur Evrópu Sævar mættur í landsliðsverkefni Sævar hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk til liðs við Brann í sumar, skorað tíu mörk í sextán leikjum á tímabilinu og stimplað sig sérstaklega vel inn í Evrópudeildinni með tvö mörk í tveimur leikjum. Honum líður greinilega best undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Já, klárlega. Í Lyngby spilaði ég best undir hans stjórn og núna er ég að spila mjög vel. Ég nýtti líka bara traustið frá degi eitt, skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan. Vann mig inn í liðið með mikla samkeppni í Brann, en þarf náttúrulega bara að halda áfram að standa mig.“ Sævar Atli fagnar einu af tíu mörkum sínum á tímabilinu. Brann Hörð samkeppni Með landsliðinu berst Sævar um eina til tvær framherjastöður við þá Andra Lucas Guðjohnsen, Daníel Tristan Guðjohnsen og Brynjólf Andersen Willumsson. Hann sat allan tímann á bekknum í leiknum gegn Aserbaísjan í síðasta mánuði en spilaði síðasta hálftímann í útileiknum gegn Frakklandi, og vonast til að spila sem mest í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og viljum spila sókndjarfan fótbolta, það er bara geggjað [að hafa svona samkeppni], mér finnst bara gaman að æfa hérna fyrst og fremst en auðvitað geri ég tilkall. Vonast til að byrja inn á eða fá að spila, en ég skil vel að það er mikil barátta um sætin.“ Hagstæð úrslit í síðasta glugga Aðspurður um markmið liðsins í leikjunum tveimur sagði Sævar að stefnan væri sett á sigra, sérstaklega gegn Úkraínu. „Seinasti gluggi var mjög hagstæður fyrir okkur, því þeir gerðu jafntefli á móti Aserbaísjan, þannig að þessi leikur á föstudaginn er gífurlega mikilvægur og við ætlum klárlega bara að sækja til sigurs.“ Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á uppseldum Laugardalsvelli næsta föstudag klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
„Já maður er alveg með sjálfstraust, ég lýg því ekki. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega í Brann og ég er búinn að skora mikið af m örkum“ sagði landsliðsmaðurinn þegar fréttamaður hitti hann á hóteli landsliðsins í dag. Klippa: Sjóðheitur Evrópu Sævar mættur í landsliðsverkefni Sævar hefur verið sjóðheitur síðan hann gekk til liðs við Brann í sumar, skorað tíu mörk í sextán leikjum á tímabilinu og stimplað sig sérstaklega vel inn í Evrópudeildinni með tvö mörk í tveimur leikjum. Honum líður greinilega best undir stjórn Freys Alexanderssonar. „Já, klárlega. Í Lyngby spilaði ég best undir hans stjórn og núna er ég að spila mjög vel. Ég nýtti líka bara traustið frá degi eitt, skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan. Vann mig inn í liðið með mikla samkeppni í Brann, en þarf náttúrulega bara að halda áfram að standa mig.“ Sævar Atli fagnar einu af tíu mörkum sínum á tímabilinu. Brann Hörð samkeppni Með landsliðinu berst Sævar um eina til tvær framherjastöður við þá Andra Lucas Guðjohnsen, Daníel Tristan Guðjohnsen og Brynjólf Andersen Willumsson. Hann sat allan tímann á bekknum í leiknum gegn Aserbaísjan í síðasta mánuði en spilaði síðasta hálftímann í útileiknum gegn Frakklandi, og vonast til að spila sem mest í leikjunum gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi næsta þriðjudag. „Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og viljum spila sókndjarfan fótbolta, það er bara geggjað [að hafa svona samkeppni], mér finnst bara gaman að æfa hérna fyrst og fremst en auðvitað geri ég tilkall. Vonast til að byrja inn á eða fá að spila, en ég skil vel að það er mikil barátta um sætin.“ Hagstæð úrslit í síðasta glugga Aðspurður um markmið liðsins í leikjunum tveimur sagði Sævar að stefnan væri sett á sigra, sérstaklega gegn Úkraínu. „Seinasti gluggi var mjög hagstæður fyrir okkur, því þeir gerðu jafntefli á móti Aserbaísjan, þannig að þessi leikur á föstudaginn er gífurlega mikilvægur og við ætlum klárlega bara að sækja til sigurs.“ Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á uppseldum Laugardalsvelli næsta föstudag klukkan 18:45 og verður í opinni dagskrá á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira