Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. október 2025 06:00 Seljavallalaug er líklega meðal þekktari lauga landsins. Vísir/Friðrik Þór Í enn eitt skiptið eru búningsklefar við Seljavallalaug fullir af rusli, gömlum sundfötum og matarumbúðum. Vegfarandi segist sjaldan hafa séð laugina í svo slæmu ásigkomulagi. Staðarhaldari segist langþreyttur á ástandinu, laugin hafi aldrei verið ætluð almennum sundgestum. „Búningsklefarnir eru þannig að maður fer einfaldlega ekki inn í þá. Þeir eru fullir af drullu, rusli og skít, gömlum sundfötum og matarumbúðum,“ segir Einar Pálsson vegfarandi sem átti leið um laugina í síðustu viku. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lauginni en faðir hans Páll Andrésson er brottfluttur Eyfellingur og kom lengi vel að viðhaldi og uppbyggingu Seljavallalaugar. Miðað við myndband sem Einar sendi fréttastofu úr klefanum mætti ganga svo langt að fullyrða að búningsklefinn minni frekar á fatagám en búningsklefa. Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923 og svo steypt ári seinna. Klippa: Slæm umgengni í búningsklefa Seljavallalaugar Sambærilegar fréttir um árabil Fréttir hafa um árabil borist af slæmri umgengni í lauginni sem árið 2013 var valin ein af bestu sundlaugum veraldar af lesendum Guardian. Árið 2017 greindi Vísir meðal annars frá því að umgengnin væri „enn vandamál“ við Seljavallalaug, enda voru skrifaðar sambærilegar fréttir árið 2013, 2015 og svo af stóðlífi í lauginni árið 2016. Ármann Fannar Magnússon hefur verið formaður félagsins um árabil og áður svarað fyrir umgengnina. Hann var á leið upp eftir að hreinsa til þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta er afar leiðinlegt, það er ekki ætlast til þess að fólk skilji neitt eftir en það er alltaf fullt af fólki sem virðir ekki náttúruna. Það ætlar seint að breytast og mun kannski aldrei gera.“ Ekki opinber sundlaug Ármann segir ekki hafa komið til tals að ungmennafélagið afhendi öðrum, til dæmis sveitarfélaginu, umsjón með lauginni. Laugin sé ekki opinber sundlaug. „Og það á enginn að vera í sundi þarna. Þetta er gömul, falleg laug og það á enginn að skilja drasl eftir sig og sóða út svæðið. Þetta er ekki opinber sundstaður, þannig ég skil ekki hvað fólk er að gera þarna.“ Er sundlaugin kannski fórnarlamb eigin vinsælda á samfélagsmiðlum? „Ja, þetta er þekktur staður, það er alveg rétt.“ En þetta breytist aldrei? „Þetta er búið að vera svona ansi lengi og þetta mun aldrei breytast, því miður.“ Sundlaugar og baðlón Rangárþing eystra Tengdar fréttir Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45 Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26 Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Búningsklefarnir eru þannig að maður fer einfaldlega ekki inn í þá. Þeir eru fullir af drullu, rusli og skít, gömlum sundfötum og matarumbúðum,“ segir Einar Pálsson vegfarandi sem átti leið um laugina í síðustu viku. Hann á ekki langt að sækja áhugann á lauginni en faðir hans Páll Andrésson er brottfluttur Eyfellingur og kom lengi vel að viðhaldi og uppbyggingu Seljavallalaugar. Miðað við myndband sem Einar sendi fréttastofu úr klefanum mætti ganga svo langt að fullyrða að búningsklefinn minni frekar á fatagám en búningsklefa. Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923 og svo steypt ári seinna. Klippa: Slæm umgengni í búningsklefa Seljavallalaugar Sambærilegar fréttir um árabil Fréttir hafa um árabil borist af slæmri umgengni í lauginni sem árið 2013 var valin ein af bestu sundlaugum veraldar af lesendum Guardian. Árið 2017 greindi Vísir meðal annars frá því að umgengnin væri „enn vandamál“ við Seljavallalaug, enda voru skrifaðar sambærilegar fréttir árið 2013, 2015 og svo af stóðlífi í lauginni árið 2016. Ármann Fannar Magnússon hefur verið formaður félagsins um árabil og áður svarað fyrir umgengnina. Hann var á leið upp eftir að hreinsa til þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta er afar leiðinlegt, það er ekki ætlast til þess að fólk skilji neitt eftir en það er alltaf fullt af fólki sem virðir ekki náttúruna. Það ætlar seint að breytast og mun kannski aldrei gera.“ Ekki opinber sundlaug Ármann segir ekki hafa komið til tals að ungmennafélagið afhendi öðrum, til dæmis sveitarfélaginu, umsjón með lauginni. Laugin sé ekki opinber sundlaug. „Og það á enginn að vera í sundi þarna. Þetta er gömul, falleg laug og það á enginn að skilja drasl eftir sig og sóða út svæðið. Þetta er ekki opinber sundstaður, þannig ég skil ekki hvað fólk er að gera þarna.“ Er sundlaugin kannski fórnarlamb eigin vinsælda á samfélagsmiðlum? „Ja, þetta er þekktur staður, það er alveg rétt.“ En þetta breytist aldrei? „Þetta er búið að vera svona ansi lengi og þetta mun aldrei breytast, því miður.“
Sundlaugar og baðlón Rangárþing eystra Tengdar fréttir Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45 Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26 Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni. 26. mars 2014 17:45
Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug „Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul.“ 20. apríl 2015 11:26
Umhverfissóðar við Seljavallalaug Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki. 15. júlí 2013 07:50