Stóðlífi í Seljavallalaug Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2016 14:08 Parið var í heitum ástarleik í Seljavallalaug, um hábjartan dag, eins og ekkert væri eðlilegra. Skjáskot Jónas Freydal, þaulreyndur í ferðaþjónustunni til margra ára hefur þungar áhyggjur af ástandi mála við hina sögufrægu Seljavallalaug; 25 metra friðuð útisundlaug sem finna má í Laugarárgili undir Austur-Eyjafjallasveit. Seljavallalaug er enn eitt dæmið um þekkta staði á Íslandi sem eiga undir högg að sækja vegna átroðnings, og enginn virðist vita hvernig bregðast skuli við. Jónas hefur komið þarna lengi og segir laugina byggða fyrir tíu manns einu sinni á viku, og miðar þá við vatnsinntakið. Nú komi þarna hátt í þúsund manns daglega, á „high season“ og allir vilji útí. Þarna sé enginn klór og enginn fer í sturtu áður né eftir. Þarna sé engin aðstaða, ekki einu sinni klósett. Umgengnin er eftir því en verstir séu þó Íslendingar sem fari eiga það til að vera á fylleríi þar um helgar og að næturlagi. Jónas telur hreinlega hættulegt heilsu fólks að fara þarna útí, miðað við sýklagróður og annað sem í lauginni kann að vera. Hann segir að þetta gæti verið gullnáma, ef reist yrði aðstaða þarna og rukkað inn.Stóðlífi í lauginniÞarna er sem sagt ófremdarástand eins og víða þar sem mikill átroðningur er við vinsæla ferðamannastaði. Og það sem meira er, Seljavallalaug virðist vera sérlega vinsæll staður til að stunda kynlíf. Danskir sjónvarpsáhorfendur fengu að kynnast því í þáttaröðinni þar sem fjallað er um stefnumótaævintýri Petru Nagel, en hún kom til íslands og hitti nokkra íslenska karlmenn. Einn herramaðurinn fór með Petru í Seljavallalaug og þar má sjá par á bak við þau í ástarleik, eins og ekkert væri eðlilegra.Hér má sjá Íslandsþáttinn en á 8. mínútu má sjá þetta atriði, sem hinni dönsku og lífsglöðu Petru þótti greinilega býsna athyglisvert.Umdeilt fyrirtæki í ferðaþjónustu, Kúkú Campers, fer ekki hefðbundnar leiðir í markaðssetningu. Þeir þar leigja húsbíla og önnur faratæki og auglýsa Ísland sérstaklega sem kynlífsparadís. Á Íslandi er upplagt að kasta fötum og hefja leika vegna strjálbýlis: „Before you go off and join some crazy BDSM club to keep your life interesting, why not come to Iceland, rent our Renault KúKú, buy our sex outdoors mat and get KúKú in Iceland.“ Svo virðist sem ýmsir ferðamenn vilji taka þá Kúkú-menn á orðinu, að sögn Jónasar, og er Seljavallalaug vinsæll áningastaður fólks sem er á þeim buxunum. „Það þarf engan Vísinda-Villa til að reikna út hvað gerist í svona heitu vatni.“Stöðugur straumur ferðamanna Laugin er í umsjá Ungmennafélagsins Eyfellingur, en þar er formaður Ármann Fannar Magnússon, Hrútafelli í A-Eyjafjöllum. Hann segir gríðarlega ásókn, mikið rennerí þarna uppeftir; ferðamenn streymi þangað í stórum stíl. „Þetta er ekki opinn sundstaður, það er kannski heila málið. Þetta er ekkert endilega laug sem fólk á að fara ofan í. Það er nú heila málið,“ segir Ármann sem var að mjólka kýr sínar þegar Vísir náði af honum tali. Hann gaf sér tíma til að líta upp frá mjöltum til að ræða við blaðamann Vísis. „En, fólk lætur það ekkert stoppa sig. Margir sem fara þarna ofan í. Það er náttúrlega bara fólki í sjálfsvald sett. Ekkert opinn sundstaður sem slíkur, enda er engin aðstaða þarna til hreinlætis; ekkert klósett, vaskur ... þetta er í raun minjar sem fólk á að skoða.“Erfitt að koma í veg fyrir átroðninginnÁrmann leyfir sér að efast um að þetta sé hættulegt heilsu fólks að fara þarna út í. „Það hefur enginn drepist þarna ennþá eða orðið veikur af.“Ívar og félagar í Seljavallalaug. Þeim varð ekki meint af volkinu þar.Engar tölur eru til um aðsókn en Ármann nefnir að þarna hafi verið sjálfboðaliði í vikutíma í fyrra og hann talaði um það þá að þarna kæmu við um 300 manns á dag. „Þetta er orðið þekkt mannvirki og margir sem vilja skoða það.“ Ungmennafélagsmenn fara þarna reglulega til að taka rusl og þrífa, því miður er umgengni oft ekki uppá marga fiska. En, þyrfti ekki að takmarka aðgengið? „Ég þekki ekki reglurnar, hvað má takmarka? Er fólki ekki leyfilegt að æða út um allt. Veit ekki alveg hvernig á að fara að því? Þetta er orðið snúið að eiga við. Kom bara allt í einu yfir landann,“ segir Ármann og vísar í holskeflu ferðamanna.Líkamsræktartröllin lifðu baðferðina afÚtvarpsmaðurinn góðkunni, Ívar Guðmundsson, var þarna á ferð nýlega ásamt félögum sínum úr vaxtaræktarbransanum: Nökkva Fjalar Orrasyni, Elmari Frey Elíassyni, Agli Einarssyni og fleirum. „Það var bara létt í strákunum í lauginni,“ segir Ívar og brosir. Blaðamaður Vísis sagði Ívari í óspurðum fréttum að sumir væru farnir að meta það sem svo að það gæti hreinlega verið heilsuspillandi að fara útí Seljavallalaug. Útvarpsmaðurinn hressi lét sér hvergi bregða. „Aðstaðan gæti verið meira aðlaðandi og umgengni þarna í búningsklefum er ekki góð. En, okkur varð ekki meint af vatninu. Maður veit samt að það er ábyggilega ekki hæft til drykkjar.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Jónas Freydal, þaulreyndur í ferðaþjónustunni til margra ára hefur þungar áhyggjur af ástandi mála við hina sögufrægu Seljavallalaug; 25 metra friðuð útisundlaug sem finna má í Laugarárgili undir Austur-Eyjafjallasveit. Seljavallalaug er enn eitt dæmið um þekkta staði á Íslandi sem eiga undir högg að sækja vegna átroðnings, og enginn virðist vita hvernig bregðast skuli við. Jónas hefur komið þarna lengi og segir laugina byggða fyrir tíu manns einu sinni á viku, og miðar þá við vatnsinntakið. Nú komi þarna hátt í þúsund manns daglega, á „high season“ og allir vilji útí. Þarna sé enginn klór og enginn fer í sturtu áður né eftir. Þarna sé engin aðstaða, ekki einu sinni klósett. Umgengnin er eftir því en verstir séu þó Íslendingar sem fari eiga það til að vera á fylleríi þar um helgar og að næturlagi. Jónas telur hreinlega hættulegt heilsu fólks að fara þarna útí, miðað við sýklagróður og annað sem í lauginni kann að vera. Hann segir að þetta gæti verið gullnáma, ef reist yrði aðstaða þarna og rukkað inn.Stóðlífi í lauginniÞarna er sem sagt ófremdarástand eins og víða þar sem mikill átroðningur er við vinsæla ferðamannastaði. Og það sem meira er, Seljavallalaug virðist vera sérlega vinsæll staður til að stunda kynlíf. Danskir sjónvarpsáhorfendur fengu að kynnast því í þáttaröðinni þar sem fjallað er um stefnumótaævintýri Petru Nagel, en hún kom til íslands og hitti nokkra íslenska karlmenn. Einn herramaðurinn fór með Petru í Seljavallalaug og þar má sjá par á bak við þau í ástarleik, eins og ekkert væri eðlilegra.Hér má sjá Íslandsþáttinn en á 8. mínútu má sjá þetta atriði, sem hinni dönsku og lífsglöðu Petru þótti greinilega býsna athyglisvert.Umdeilt fyrirtæki í ferðaþjónustu, Kúkú Campers, fer ekki hefðbundnar leiðir í markaðssetningu. Þeir þar leigja húsbíla og önnur faratæki og auglýsa Ísland sérstaklega sem kynlífsparadís. Á Íslandi er upplagt að kasta fötum og hefja leika vegna strjálbýlis: „Before you go off and join some crazy BDSM club to keep your life interesting, why not come to Iceland, rent our Renault KúKú, buy our sex outdoors mat and get KúKú in Iceland.“ Svo virðist sem ýmsir ferðamenn vilji taka þá Kúkú-menn á orðinu, að sögn Jónasar, og er Seljavallalaug vinsæll áningastaður fólks sem er á þeim buxunum. „Það þarf engan Vísinda-Villa til að reikna út hvað gerist í svona heitu vatni.“Stöðugur straumur ferðamanna Laugin er í umsjá Ungmennafélagsins Eyfellingur, en þar er formaður Ármann Fannar Magnússon, Hrútafelli í A-Eyjafjöllum. Hann segir gríðarlega ásókn, mikið rennerí þarna uppeftir; ferðamenn streymi þangað í stórum stíl. „Þetta er ekki opinn sundstaður, það er kannski heila málið. Þetta er ekkert endilega laug sem fólk á að fara ofan í. Það er nú heila málið,“ segir Ármann sem var að mjólka kýr sínar þegar Vísir náði af honum tali. Hann gaf sér tíma til að líta upp frá mjöltum til að ræða við blaðamann Vísis. „En, fólk lætur það ekkert stoppa sig. Margir sem fara þarna ofan í. Það er náttúrlega bara fólki í sjálfsvald sett. Ekkert opinn sundstaður sem slíkur, enda er engin aðstaða þarna til hreinlætis; ekkert klósett, vaskur ... þetta er í raun minjar sem fólk á að skoða.“Erfitt að koma í veg fyrir átroðninginnÁrmann leyfir sér að efast um að þetta sé hættulegt heilsu fólks að fara þarna út í. „Það hefur enginn drepist þarna ennþá eða orðið veikur af.“Ívar og félagar í Seljavallalaug. Þeim varð ekki meint af volkinu þar.Engar tölur eru til um aðsókn en Ármann nefnir að þarna hafi verið sjálfboðaliði í vikutíma í fyrra og hann talaði um það þá að þarna kæmu við um 300 manns á dag. „Þetta er orðið þekkt mannvirki og margir sem vilja skoða það.“ Ungmennafélagsmenn fara þarna reglulega til að taka rusl og þrífa, því miður er umgengni oft ekki uppá marga fiska. En, þyrfti ekki að takmarka aðgengið? „Ég þekki ekki reglurnar, hvað má takmarka? Er fólki ekki leyfilegt að æða út um allt. Veit ekki alveg hvernig á að fara að því? Þetta er orðið snúið að eiga við. Kom bara allt í einu yfir landann,“ segir Ármann og vísar í holskeflu ferðamanna.Líkamsræktartröllin lifðu baðferðina afÚtvarpsmaðurinn góðkunni, Ívar Guðmundsson, var þarna á ferð nýlega ásamt félögum sínum úr vaxtaræktarbransanum: Nökkva Fjalar Orrasyni, Elmari Frey Elíassyni, Agli Einarssyni og fleirum. „Það var bara létt í strákunum í lauginni,“ segir Ívar og brosir. Blaðamaður Vísis sagði Ívari í óspurðum fréttum að sumir væru farnir að meta það sem svo að það gæti hreinlega verið heilsuspillandi að fara útí Seljavallalaug. Útvarpsmaðurinn hressi lét sér hvergi bregða. „Aðstaðan gæti verið meira aðlaðandi og umgengni þarna í búningsklefum er ekki góð. En, okkur varð ekki meint af vatninu. Maður veit samt að það er ábyggilega ekki hæft til drykkjar.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira