Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. mars 2014 17:45 Seljavallalaug er sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna. Mynd/Pétur Andrésson „Í gegnum tíðina hefur lauginni verið haldið við af sjálfboðaliðum en ljóst er að nú þarf að leggja í talsverðan kostnað við mannvirkin til að þau líti sem best út og til að tryggja endingu þeirra,“ segir í tillögu um viðhald á Seljavallalaug sem samþykkt var í byggðaráði Rangárþings eystra. „Laugin og húsið eru ekkert í slæmu ástandi,“ segir hins vegar Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings sem á og annast Seljavallalaug. „En auðvitað þarf að halda öllu við en það er ekkert aðkallandi eins og þetta sé að skemmast eða hrynja.“ Seljavallalaug var friðlýst árið 2006. Árið 2012 veitti húsafriðunarsjóður tvö hundruð þúsund króna styrk til endurbóta á lauginni en styrkurinn var ekki nýttur og féll niður í janúar í fyrra. Í nýlegu bréfi til formanns Ungmennafélagsins segir Minjastofnun Íslands brýnt að tryggja „varðveislu þessa einstæða mannvirkis“, eins og segir í bréfinu. „Er starfsmenn Minjastofnunar komu að lauginni síðastliðið sumar var ástand hennar bágborið og augljós þörf á viðhaldi, þá ekki síst í búningsklefahúsi.“ Byggðaráðið tekur undir áhyggjur Minjastofnunar af Seljavallalaug sem hafi mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. „Eftirsóknarvert er að viðhalda þessu einstæða mannvirki og ljóst þykir að stjórnvöld hafa sýnt varðveislu menningarminja aukinn áhuga síðastliðið ár, sem er vel. Er tilgangur tillögunnar að farið verði markvisst í að kanna hvort og þá hvernig sveitarfélagið og opinberir aðilar geti lagt þessu þarfa verkefni lið,“ segir byggðaráðið.Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings.Fréttablaðið/ValliFundur án niðurstöðu Fundað var með forsvarsmönnum laugarinnar fyrir um tveimur vikum. Ármann segir enga sérstaka niðurstöðu hafa verið af þeim fundi. „Sveitarstjórnin er tilbúin að aðstoða Eyfelling með það sem við viljum en þeir eru náttúrlega ekkert að grípa fram fyrir hendurnar á okkur; við erum með þessa laug og eigum hana,“ segir hann. Aðspurður segir Ármann mjög mikla aðsókn vera að Seljavallalaug. „Þú getur rétt ímyndað þér. Það er orðið allan ársins hring. Þetta er í öllum bæklingum fyrir erlenda ferðamenn,“ svarar hann. Ármann segir næstu skref ekki ákveðin annað en að sjá um það viðhald sem þurfi. „Í rauninni er ekkert sem bráðliggur á. Þetta er nú hálfgert moldviðri sem er búið að skapa í kringum þessa laug.“ Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira
„Í gegnum tíðina hefur lauginni verið haldið við af sjálfboðaliðum en ljóst er að nú þarf að leggja í talsverðan kostnað við mannvirkin til að þau líti sem best út og til að tryggja endingu þeirra,“ segir í tillögu um viðhald á Seljavallalaug sem samþykkt var í byggðaráði Rangárþings eystra. „Laugin og húsið eru ekkert í slæmu ástandi,“ segir hins vegar Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings sem á og annast Seljavallalaug. „En auðvitað þarf að halda öllu við en það er ekkert aðkallandi eins og þetta sé að skemmast eða hrynja.“ Seljavallalaug var friðlýst árið 2006. Árið 2012 veitti húsafriðunarsjóður tvö hundruð þúsund króna styrk til endurbóta á lauginni en styrkurinn var ekki nýttur og féll niður í janúar í fyrra. Í nýlegu bréfi til formanns Ungmennafélagsins segir Minjastofnun Íslands brýnt að tryggja „varðveislu þessa einstæða mannvirkis“, eins og segir í bréfinu. „Er starfsmenn Minjastofnunar komu að lauginni síðastliðið sumar var ástand hennar bágborið og augljós þörf á viðhaldi, þá ekki síst í búningsklefahúsi.“ Byggðaráðið tekur undir áhyggjur Minjastofnunar af Seljavallalaug sem hafi mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. „Eftirsóknarvert er að viðhalda þessu einstæða mannvirki og ljóst þykir að stjórnvöld hafa sýnt varðveislu menningarminja aukinn áhuga síðastliðið ár, sem er vel. Er tilgangur tillögunnar að farið verði markvisst í að kanna hvort og þá hvernig sveitarfélagið og opinberir aðilar geti lagt þessu þarfa verkefni lið,“ segir byggðaráðið.Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings.Fréttablaðið/ValliFundur án niðurstöðu Fundað var með forsvarsmönnum laugarinnar fyrir um tveimur vikum. Ármann segir enga sérstaka niðurstöðu hafa verið af þeim fundi. „Sveitarstjórnin er tilbúin að aðstoða Eyfelling með það sem við viljum en þeir eru náttúrlega ekkert að grípa fram fyrir hendurnar á okkur; við erum með þessa laug og eigum hana,“ segir hann. Aðspurður segir Ármann mjög mikla aðsókn vera að Seljavallalaug. „Þú getur rétt ímyndað þér. Það er orðið allan ársins hring. Þetta er í öllum bæklingum fyrir erlenda ferðamenn,“ svarar hann. Ármann segir næstu skref ekki ákveðin annað en að sjá um það viðhald sem þurfi. „Í rauninni er ekkert sem bráðliggur á. Þetta er nú hálfgert moldviðri sem er búið að skapa í kringum þessa laug.“
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira