Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. mars 2014 17:45 Seljavallalaug er sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna. Mynd/Pétur Andrésson „Í gegnum tíðina hefur lauginni verið haldið við af sjálfboðaliðum en ljóst er að nú þarf að leggja í talsverðan kostnað við mannvirkin til að þau líti sem best út og til að tryggja endingu þeirra,“ segir í tillögu um viðhald á Seljavallalaug sem samþykkt var í byggðaráði Rangárþings eystra. „Laugin og húsið eru ekkert í slæmu ástandi,“ segir hins vegar Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings sem á og annast Seljavallalaug. „En auðvitað þarf að halda öllu við en það er ekkert aðkallandi eins og þetta sé að skemmast eða hrynja.“ Seljavallalaug var friðlýst árið 2006. Árið 2012 veitti húsafriðunarsjóður tvö hundruð þúsund króna styrk til endurbóta á lauginni en styrkurinn var ekki nýttur og féll niður í janúar í fyrra. Í nýlegu bréfi til formanns Ungmennafélagsins segir Minjastofnun Íslands brýnt að tryggja „varðveislu þessa einstæða mannvirkis“, eins og segir í bréfinu. „Er starfsmenn Minjastofnunar komu að lauginni síðastliðið sumar var ástand hennar bágborið og augljós þörf á viðhaldi, þá ekki síst í búningsklefahúsi.“ Byggðaráðið tekur undir áhyggjur Minjastofnunar af Seljavallalaug sem hafi mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. „Eftirsóknarvert er að viðhalda þessu einstæða mannvirki og ljóst þykir að stjórnvöld hafa sýnt varðveislu menningarminja aukinn áhuga síðastliðið ár, sem er vel. Er tilgangur tillögunnar að farið verði markvisst í að kanna hvort og þá hvernig sveitarfélagið og opinberir aðilar geti lagt þessu þarfa verkefni lið,“ segir byggðaráðið.Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings.Fréttablaðið/ValliFundur án niðurstöðu Fundað var með forsvarsmönnum laugarinnar fyrir um tveimur vikum. Ármann segir enga sérstaka niðurstöðu hafa verið af þeim fundi. „Sveitarstjórnin er tilbúin að aðstoða Eyfelling með það sem við viljum en þeir eru náttúrlega ekkert að grípa fram fyrir hendurnar á okkur; við erum með þessa laug og eigum hana,“ segir hann. Aðspurður segir Ármann mjög mikla aðsókn vera að Seljavallalaug. „Þú getur rétt ímyndað þér. Það er orðið allan ársins hring. Þetta er í öllum bæklingum fyrir erlenda ferðamenn,“ svarar hann. Ármann segir næstu skref ekki ákveðin annað en að sjá um það viðhald sem þurfi. „Í rauninni er ekkert sem bráðliggur á. Þetta er nú hálfgert moldviðri sem er búið að skapa í kringum þessa laug.“ Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
„Í gegnum tíðina hefur lauginni verið haldið við af sjálfboðaliðum en ljóst er að nú þarf að leggja í talsverðan kostnað við mannvirkin til að þau líti sem best út og til að tryggja endingu þeirra,“ segir í tillögu um viðhald á Seljavallalaug sem samþykkt var í byggðaráði Rangárþings eystra. „Laugin og húsið eru ekkert í slæmu ástandi,“ segir hins vegar Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings sem á og annast Seljavallalaug. „En auðvitað þarf að halda öllu við en það er ekkert aðkallandi eins og þetta sé að skemmast eða hrynja.“ Seljavallalaug var friðlýst árið 2006. Árið 2012 veitti húsafriðunarsjóður tvö hundruð þúsund króna styrk til endurbóta á lauginni en styrkurinn var ekki nýttur og féll niður í janúar í fyrra. Í nýlegu bréfi til formanns Ungmennafélagsins segir Minjastofnun Íslands brýnt að tryggja „varðveislu þessa einstæða mannvirkis“, eins og segir í bréfinu. „Er starfsmenn Minjastofnunar komu að lauginni síðastliðið sumar var ástand hennar bágborið og augljós þörf á viðhaldi, þá ekki síst í búningsklefahúsi.“ Byggðaráðið tekur undir áhyggjur Minjastofnunar af Seljavallalaug sem hafi mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. „Eftirsóknarvert er að viðhalda þessu einstæða mannvirki og ljóst þykir að stjórnvöld hafa sýnt varðveislu menningarminja aukinn áhuga síðastliðið ár, sem er vel. Er tilgangur tillögunnar að farið verði markvisst í að kanna hvort og þá hvernig sveitarfélagið og opinberir aðilar geti lagt þessu þarfa verkefni lið,“ segir byggðaráðið.Ármann Fannar Magnússon, formaður Ungmennafélagsins Eyfellings.Fréttablaðið/ValliFundur án niðurstöðu Fundað var með forsvarsmönnum laugarinnar fyrir um tveimur vikum. Ármann segir enga sérstaka niðurstöðu hafa verið af þeim fundi. „Sveitarstjórnin er tilbúin að aðstoða Eyfelling með það sem við viljum en þeir eru náttúrlega ekkert að grípa fram fyrir hendurnar á okkur; við erum með þessa laug og eigum hana,“ segir hann. Aðspurður segir Ármann mjög mikla aðsókn vera að Seljavallalaug. „Þú getur rétt ímyndað þér. Það er orðið allan ársins hring. Þetta er í öllum bæklingum fyrir erlenda ferðamenn,“ svarar hann. Ármann segir næstu skref ekki ákveðin annað en að sjá um það viðhald sem þurfi. „Í rauninni er ekkert sem bráðliggur á. Þetta er nú hálfgert moldviðri sem er búið að skapa í kringum þessa laug.“
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira