Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Hörður Unnsteinsson skrifar 4. október 2025 19:00 Þór/KA þurfti að hafa fyrir sigrinum. Vísir/Diego Þór/KA sigraði FHL á Reyðarfirði í dag í tíðindalitlum leik sem lifnaði þó heldur yfir í uppbótartíma. Leikar enduðu 2-3 fyrir Þór/KA þar sem þrjú markanna voru skoruð á lokamínútum leiksins. Þór/KA liðið byrjaði leikinn mun betur og ljóst að ferðalagið sat ekki of mikið í þeim. Það var lítið um færi í upphafi leiks, þrátt fyrir að bæði lið voru að komast í ágætis stöður ofarlega á vellinum þá vantaði oft upp á síðustu sendingarnar í sóknum beggja liða. Gestirnir í Þór/KA komust yfir á 15. mínútu leiksins þegar Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði eftir góða pressu. Amelía Árnadóttir stal þá boltanum af varnarmönnum FHL sem voru að gaufa fullmikið með hann í öftustu varnarlínu. Hún potaði boltanum inn á Bríeti Fjólu sem hamraði honum fram hjá Emblu Fönn í markinu. 0-1 fyrir Þór/KA. Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur eftir markið, en það lifnaði aftur yfir leiknum í upphafi síðari hálfleiks. Þá áttu FHL konur nokkrar álitlegar sóknir þar sem arkitektinn var iðulega Calliste Brookshire, en þær náðu þó ekki að jafna metin. Calliste gerði svo sjálf tilkall til vítaspyrnu um miðbik hálfleiksins en Sveinn Arnarsson góður dómari leiksins var ekki sammála því. Þór/KA bætti svo við öðru marki sínu á 78. mínútu þegar Hulda Björg Hannesdóttir dansaði með boltann upp vinstri vænginn og lagði hann út í teiginn, eftir viðkomu í varnarmanni barst boltinn á Emelíu Ósk Kruger sem setti boltann þéttingsfastan undir Emblu Fönn í markinu. 0-2 fyrir gestina og lítið í kortunum hjá FHL konum. Uppbótartíminn í leiknum var aðeins fjórar mínútur en það voru alveg gríðarlega fjörugar fjórar mínútur sem innihéldu þrjú mörk. Alexia Czerwien byrjaði á að minnka muninn á 90. mínútu með góðu skoti eftir undirbúning Bjargar Gunnlaugsdóttur. Björg lá svo meidd eftir á vellinum aðeins mínútu síðar þegar Sigyn Elmarsdóttir, sem var nýkomin inn á sem varamaður hjá gestunum í Þór/KA, fékk sendingu inn fyrir vörnina og kláraði leikinn með laglegu skoti. FHL konur virkuðu ósáttar með að leikurinn hafi ekki verið stöðvaður í þessu mjög sérstaka atviki. 1-3 fyrir Þór/KA. Alexia bætti svo við lokamarki leiksins strax mínútu síðar eftir undirbúning Calliste, 2-3 var staðan og þar við sat. Atvik leiksins Þetta var fremur tíðindalítill leikur, en uppbótartíminn var mjög líflegur. Atvik leiksins var líklega mark Sigyn sem að drap alla von hlutlausra um ærslafullar lokamínútur. Markið kom aðeins einni mínútu eftir að Alexia minnkaði muninn fyrir FHL, vel klárað hjá Sigyn sem var nýkominn inn á sem varamaður. Stjörnur og skúrkar Hulda Björg var mjög góð í liði Þór/KA og það var Calliste Brookshire einnig í liði FHL. Sú á skilið áframhaldandi samning í efstu deild á Íslandi, og það verður eflaust barist um hana í vetur. Allt það góða sem FHL skapaði í leiknum kom í gegnum hana. Dómarar Vandræðalaus leikur fyrir Svein og hans teymi. Eina vafaatriðið var hvort Calliste hefði átt að fá víti um miðbik síðari hálfleiks. Ég var sammála Sveini að flauta ekki þar. Besta deild kvenna FHL Þór Akureyri KA
Þór/KA sigraði FHL á Reyðarfirði í dag í tíðindalitlum leik sem lifnaði þó heldur yfir í uppbótartíma. Leikar enduðu 2-3 fyrir Þór/KA þar sem þrjú markanna voru skoruð á lokamínútum leiksins. Þór/KA liðið byrjaði leikinn mun betur og ljóst að ferðalagið sat ekki of mikið í þeim. Það var lítið um færi í upphafi leiks, þrátt fyrir að bæði lið voru að komast í ágætis stöður ofarlega á vellinum þá vantaði oft upp á síðustu sendingarnar í sóknum beggja liða. Gestirnir í Þór/KA komust yfir á 15. mínútu leiksins þegar Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði eftir góða pressu. Amelía Árnadóttir stal þá boltanum af varnarmönnum FHL sem voru að gaufa fullmikið með hann í öftustu varnarlínu. Hún potaði boltanum inn á Bríeti Fjólu sem hamraði honum fram hjá Emblu Fönn í markinu. 0-1 fyrir Þór/KA. Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur eftir markið, en það lifnaði aftur yfir leiknum í upphafi síðari hálfleiks. Þá áttu FHL konur nokkrar álitlegar sóknir þar sem arkitektinn var iðulega Calliste Brookshire, en þær náðu þó ekki að jafna metin. Calliste gerði svo sjálf tilkall til vítaspyrnu um miðbik hálfleiksins en Sveinn Arnarsson góður dómari leiksins var ekki sammála því. Þór/KA bætti svo við öðru marki sínu á 78. mínútu þegar Hulda Björg Hannesdóttir dansaði með boltann upp vinstri vænginn og lagði hann út í teiginn, eftir viðkomu í varnarmanni barst boltinn á Emelíu Ósk Kruger sem setti boltann þéttingsfastan undir Emblu Fönn í markinu. 0-2 fyrir gestina og lítið í kortunum hjá FHL konum. Uppbótartíminn í leiknum var aðeins fjórar mínútur en það voru alveg gríðarlega fjörugar fjórar mínútur sem innihéldu þrjú mörk. Alexia Czerwien byrjaði á að minnka muninn á 90. mínútu með góðu skoti eftir undirbúning Bjargar Gunnlaugsdóttur. Björg lá svo meidd eftir á vellinum aðeins mínútu síðar þegar Sigyn Elmarsdóttir, sem var nýkomin inn á sem varamaður hjá gestunum í Þór/KA, fékk sendingu inn fyrir vörnina og kláraði leikinn með laglegu skoti. FHL konur virkuðu ósáttar með að leikurinn hafi ekki verið stöðvaður í þessu mjög sérstaka atviki. 1-3 fyrir Þór/KA. Alexia bætti svo við lokamarki leiksins strax mínútu síðar eftir undirbúning Calliste, 2-3 var staðan og þar við sat. Atvik leiksins Þetta var fremur tíðindalítill leikur, en uppbótartíminn var mjög líflegur. Atvik leiksins var líklega mark Sigyn sem að drap alla von hlutlausra um ærslafullar lokamínútur. Markið kom aðeins einni mínútu eftir að Alexia minnkaði muninn fyrir FHL, vel klárað hjá Sigyn sem var nýkominn inn á sem varamaður. Stjörnur og skúrkar Hulda Björg var mjög góð í liði Þór/KA og það var Calliste Brookshire einnig í liði FHL. Sú á skilið áframhaldandi samning í efstu deild á Íslandi, og það verður eflaust barist um hana í vetur. Allt það góða sem FHL skapaði í leiknum kom í gegnum hana. Dómarar Vandræðalaus leikur fyrir Svein og hans teymi. Eina vafaatriðið var hvort Calliste hefði átt að fá víti um miðbik síðari hálfleiks. Ég var sammála Sveini að flauta ekki þar.