Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2025 07:56 Combs verður gerð refsing í dag. AP Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs segist breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, verður gerð refsing í dag. Diddy, sem var fundinn sekur um vændi og á yfir höfði sér 20 ára fangelsi, segir í bréfi til dómarans í málinu að fangelsisvistin hafi breytt honum og hann iðrist alls þess sársauka sem hann hafi valdið öðrum. Varðandi árás sína á þáverandi kærustu, tónlistarkonuna Cassie Venture, segist hann miður sín. „Ég bókstaflega missti vitið,“ segir hann um atvikið, sem átti sér stað á hóteli og náðist á öryggismyndavélar. „Heimilisofbeldið sem ég beitti er þung byrði sem ég mun alltaf bera.“ Þá biður hann aðra konu sem bar vitni gegn honum, en var aðeins nefnd „Jane“ í fréttaflutningi, afsökunar og segist hafa tapað sér í eiturlyfjum og ofgnótt. „Ég fór villu vegar,“ segir Diddy. „Fall mitt má rekja til sjálfselsku minnar.“ Segist hann hafa verið brotinn til mergjar. Hann sé nú edrú í fyrsta sinn í 25 ár og breyttur maður. „Gamli ég dó í fangelsinu og ný útgáfa af mér endurfæddist,“ segir Diddy í bréfinu. Hann segir það mögulega freista dómarans að gera hann að dæmisögu fyrir aðra með því að dæma hann harkalega, en hvetur hann í staðinn til að gera hann að dæmisögu um það hvað menn geta gert þegar þeir fá annað tækifæri. Í bréfinu til dómarans biðlar Combs til hans um að sýna sér miskun, barnanna sinna vegna.Getty/Eduardo Munoz Fórnarlömb tónlistarmannsins hafa hvatt dómarann til að gefa honum þungan dóm, meðal annars Ventura. Segist hún óttast hefndaraðgerðir ef hann verður látinn laus. „Hann hefur engan áhuga á því að breytast eða verða betri maður,“ segir hún. „Hann verður alltaf sami grimmi, valdagráðugi, svikuli maðurinn sem hann er.“ Combs mun taka til máls þegar hann verður dæmdur í dag og þá hyggjast verjendur hans sýna fimmtán mínútna myndskeið. Ekki er vitað hvað myndskeiðið sýnir. Saksóknarar segja tónlistarmanninn ekki hafa sýnt neina raunverulega iðrun og benda á hvernig hann hafi freistað þess að túlka ofbeldi sitt sem afleiðingu „eitraðra sambanda“ þar sem báðir áttu sök. „En það er ekkert gagnkvæmt í sambandi þar sem önnur manneskjan hefur allt vald og hin er marin og blóðug,“ segja þeir. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Diddy, sem var fundinn sekur um vændi og á yfir höfði sér 20 ára fangelsi, segir í bréfi til dómarans í málinu að fangelsisvistin hafi breytt honum og hann iðrist alls þess sársauka sem hann hafi valdið öðrum. Varðandi árás sína á þáverandi kærustu, tónlistarkonuna Cassie Venture, segist hann miður sín. „Ég bókstaflega missti vitið,“ segir hann um atvikið, sem átti sér stað á hóteli og náðist á öryggismyndavélar. „Heimilisofbeldið sem ég beitti er þung byrði sem ég mun alltaf bera.“ Þá biður hann aðra konu sem bar vitni gegn honum, en var aðeins nefnd „Jane“ í fréttaflutningi, afsökunar og segist hafa tapað sér í eiturlyfjum og ofgnótt. „Ég fór villu vegar,“ segir Diddy. „Fall mitt má rekja til sjálfselsku minnar.“ Segist hann hafa verið brotinn til mergjar. Hann sé nú edrú í fyrsta sinn í 25 ár og breyttur maður. „Gamli ég dó í fangelsinu og ný útgáfa af mér endurfæddist,“ segir Diddy í bréfinu. Hann segir það mögulega freista dómarans að gera hann að dæmisögu fyrir aðra með því að dæma hann harkalega, en hvetur hann í staðinn til að gera hann að dæmisögu um það hvað menn geta gert þegar þeir fá annað tækifæri. Í bréfinu til dómarans biðlar Combs til hans um að sýna sér miskun, barnanna sinna vegna.Getty/Eduardo Munoz Fórnarlömb tónlistarmannsins hafa hvatt dómarann til að gefa honum þungan dóm, meðal annars Ventura. Segist hún óttast hefndaraðgerðir ef hann verður látinn laus. „Hann hefur engan áhuga á því að breytast eða verða betri maður,“ segir hún. „Hann verður alltaf sami grimmi, valdagráðugi, svikuli maðurinn sem hann er.“ Combs mun taka til máls þegar hann verður dæmdur í dag og þá hyggjast verjendur hans sýna fimmtán mínútna myndskeið. Ekki er vitað hvað myndskeiðið sýnir. Saksóknarar segja tónlistarmanninn ekki hafa sýnt neina raunverulega iðrun og benda á hvernig hann hafi freistað þess að túlka ofbeldi sitt sem afleiðingu „eitraðra sambanda“ þar sem báðir áttu sök. „En það er ekkert gagnkvæmt í sambandi þar sem önnur manneskjan hefur allt vald og hin er marin og blóðug,“ segja þeir.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira