Erlent

Flug­vellinum í München lokað vegna drónaumferðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nokkrar tilkynningar bárust um drónaumferð við flugvöllinn í München í gær.
Nokkrar tilkynningar bárust um drónaumferð við flugvöllinn í München í gær. Getty

Sautján flugferðir voru felldar niður og fimmtán vélum vísað annað eftir að loka þurfti flugvellinum í München í gærkvöldi, þegar drónar sáust við völlinn.

Nokkrar tilkynningar bárust um drónana og því var ákveðið að loka vellinum. Hann var opnaður aftur í morgun. 

Fyrr í vikunni var Oktoberfest í borginni lokað tímabundið eftir að maður skaut á foreldra sína, kveikti í húsinu þeirra og skildi eftir sig hótun sem beindist gegn hátíðinni. Faðir mannsins lést í árásinni.

Ekkert hefur verið gefið út um uppruna drónana en þetta er aðeins síðasta tilvikið í röð atvika sem hafa átt sér stað við flugvelli í Evrópu síðustu daga og vikur. Rússar liggja undir sterkum grun.

Evrópuleiðtogar funduðu í Kaupmannahöfn í gær, um aðstoð við Úkraínu og varnir álfunnar. Eftirlit hefur verið aukið í Eystrasalti.

Stjórnvöld í Moskvu hafa neitað því að bera ábyrgð á drónaumferðinni en Vladimir Pútín Rússlandsforseti grínaðist með það í gær að hann myndi ekki senda fleiri dróna til Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×